Æfingavikan og næsta mót.
Æfing gærdagsins. Eins og ég sagði í síðasta pósti þá fannst mér ég þurfa að bæta aðeins snerpuna hjá mér og ákvað því að taka brekkuspretti í gær. Ég tók 11 spretti sem voru tæp mínúta á ca. 430 W að meðaltali. Þetta gekk helvíti vel og það var ekki fyrr en í síðasta settinu sem ég var farinn að finna verulega fyrir þessu. Eftir þetta tók ég smá aukahring í bænum og náði að klára æfinguna áður en það fór að rigna. Meðalfellshringurinn sem verður tekinn á síðasta bikarmótinu þann 8. júlí. Hringurinn er 22,8 km og 175 hækkun sem er ekki mikið. B-flokkur karla fer 4 hringi. Í dag (miðvikudagur) er hvíldardagur en svo ætla ég að taka HFA æfingu á fimmtudaginn og er það síðasta æfing sumarsins með hópnum. Á föstudaginn ætlum við Harpa svo að hjóla Meðalfellshringinn til að skoða leiðina fyrir 3. bikarmótið og svo keppum við í KIA Gull á Selfossi á laugardaginn. Það eru 130 núna skráðir í mína vegalengd í KIA Gull og ég átta mig eiginlega ekki alveg á því hvað það verður hörð keppni. Ég er ...