Mid Season Break
Bremsuklossarnir úr afturbremsunum á Giant hjólinu. Ég ákvað að taka ATP-inu mínu á Training Peaks hátíðlega og er í fríi á hjólinu alla vikuna. Þetta er þriðji dagurinn núna í röð og ég verð að viðurkenna að þetta er betra en ég hafði búist við. Reyndar kemur smá tómleikatilfinning eftir vinnu og maður veit ekki alveg hvað maður á af sér að gera. Sérstaklega núna þegar veðrið er loksins að orðið gott. En ég veit að ég er að gera mér gott með þessu og þetta hjálpar eflaust til að vera ennþá í fínu standi í lok ágúst. Eins og ég hef komið inn á þá hef ég ekki slakað á svona lengi í næstum því heilt ár. Í "fríinu" mínu haust fyllti ég upp í fjarveruna af hjólinu með hlaupum. En ég fletti upp á netinu að gamni "mid season break cycling" og komst að því að það er býsna mikið skrifað um það. Þetta er nú kannski algengara hjá þeim sem eru í þessu af meiri alvöru en ég en þrátt fyrir fáar keppnir það sem af er ári hjá mér, þá er ég búinn að taka vel á því. This is guilt-fr...