Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2023

Mid Season Break

Mynd
Bremsuklossarnir úr afturbremsunum á Giant hjólinu. Ég ákvað að taka ATP-inu mínu á Training Peaks hátíðlega og er í fríi á hjólinu alla vikuna. Þetta er þriðji dagurinn núna í röð og ég verð að viðurkenna að þetta er betra en ég hafði búist við. Reyndar kemur smá tómleikatilfinning eftir vinnu og maður veit ekki alveg hvað maður á af sér að gera. Sérstaklega núna þegar veðrið er loksins að orðið gott. En ég veit að ég er að gera mér gott með þessu og þetta hjálpar eflaust til að vera ennþá í fínu standi í lok ágúst. Eins og ég hef komið inn á þá hef ég ekki slakað á svona lengi í næstum því heilt ár. Í "fríinu" mínu haust fyllti ég upp í fjarveruna af hjólinu með hlaupum. En ég fletti upp á netinu að gamni "mid season break cycling" og komst að því að það er býsna mikið skrifað um það. Þetta er nú kannski algengara hjá þeim sem eru í þessu af meiri alvöru en ég en þrátt fyrir fáar keppnir það sem af er ári hjá mér, þá er ég búinn að taka vel á því. This is guilt-fr...

Bikarmóti frestað en svo kom crit

Mynd
Blautur eftir skemmtilega crit-keppni. Ekki höfðum við heppnina með okkur hérna fyrir norðan með veðrið þessa helgina. Mývatnshringnum, aðalmótinu mínu fyrir sumarið, var aflýst vegna veðurs. En önnur mót sem voru á dagskrá héldu plani og helgin snérist á endanum samt bara um hjól.  Á laugardaginn kl. 14:30 var smá sárabót fyrir þá sem ætluðu að keppa í götuhjólakeppninni og blásið til samhjóls frá Hofi á Akureyri. Veðrið var þá orðið þokkalegt og nokkrir sterkir hjólarar að sunnan komu með okkur. Við hjóluðum inn að Smámunasafni og til baka. Síðan fórum við öll og fengum okkur hressingu á Centrum í Göngugötunni og gátum meira að segja setið úti í sólinni. Í gærmorgun fór ég í Kjarnaskóg og fylgdist með XCO (fjallahjólakeppni) og það var bara helvíti spennandi. Þar sem Brynleifur er kominn með fjallahjóladellu held ég að það væri sterkur leikur hjá mér að fá mér nett fulldempað hjól fyrir næsta sumar til að leika mér á í skóginum með honum og keppa í Bláalónsþrautinni. Maður gæti þ...

Lífið

Mynd
Brynleifur og Árni voru með ótrúlega fína skákkynningu í skólanum í dag. Ég er búinn að vera korter í kvef mest alla vikuna. Í gærkvöldi var ég orðinn eitthvað hálf slappur en held að ég hafi náð að bjarga mér fyrir horn með því að fara snemma í bælið og taka því rólega í dag. Tók klukkutíma super easy á hjólinu seinnipartinn og var svo bara að snattast hérna heima í hefðbundnum húsfeðrastörfum. Á morgun er HFA æfing, hvíld á föstudaginn og svo Mývatnshringurinn á laugardaginn. Spáin er leiðinleg en það þýðir ekkert að hugsa um það. Það eru hvort sem er bara 2 sviðsmyndir: 1) Keppa, og þá verður öllum jafn kalt, eða 2) þessu verður aflýst og maður fær endurgreitt.  Ég kíkti á kynngardag hjá 6. bekk í Lundarskóla í dag og Árni og Brynleifur voru með skákkynningu. Þeir voru búnir að útbúa heimasíðu með allskyns fróðleik um skák, Magnus Carlsen og aðra stórmeistara. Það sem var samt skemmtilegast hvað þeir voru áhugasamir að kynna þetta fyrir gestum og gangandi. Þeir lásu samviskusaml...

Fkn veður...

Mynd
Þó veðrið sé frekar ógeðslegt þessa dagana, þá er ég nú samt ekki svo svartsýnn að ég þori ekki að taka naglana undan. Það er brjálað veður hérna í dag og ég slaufaði útiæfingu með HFA. Ég henti mér á hjólið inni í staðinn og ætlað að taka ákveðna æfingu sem er fínn undirbúningur fyrir Mývatnshringinn um helgina. Þetta er hálfgerð over/under æfing sem snýst um að fara upp á mikið afl í stuttan tíma (VO2 max) en detta svo niður í tempo á milli. Maður fær s.s. aldrei alveg hvíld og þetta örvar í stuttu máli þá ferla sem buffera mjólkursýru og hjálpa frumunum að taka hana upp aftur og nota sem orku (laktat) í hvatberunum. Ég tók hluta af þessari æfingu um helgina og var í fínu formi en í dag var ég langt frá því. Ég var eitthvað hálfslappur eftir vinnuna og fann fljótlega að ég væri ekki með afl í fótunum til að hafast lengi við á svona háum vöttum. Ég hætti því eftir 20 mínútur og tók í staðinn 40 mínútur mjög rólega en henti inn 5 mjög erfiðum 20 sek sprettum. En það er ekkert skipsbrot...

Eitt og annað....

Mynd
Í Mývatnssveit í gær. Að toppa: Ég var að hlusta á podcast í gær sem fjallaði um að toppa (peaking) á réttum tíma. Einn þjálfarinn sem var að tala sagði að ef maður næði þeirri list, þá væri maður kominn langt með að verða góður þjálfari. Ekki er óalgengt að stuttu fyrir það mót sem er í forgangi taki maður kannski 2 stórar vikur (overload), þ.e. á miklu álagi og æfingamagni (volume), skrúfi svo niður klukkutímana en haldi ákefðinni. Líkaminn fær nú tíma til að hvílast (tapering) en snerpunni er haldið við. Ég var að lýsa því í pistlinum hér á undan hvernig ég tók 3 erfiðar vikur í aðdraganda fyrsta móts og var farinn að finna fyrir þreytu og að ég væri flatur. Hjartslátturinn var t.d. hættur að koma almennilega upp sem er hættumerki. En eftir að hafa tekið góða recovery æfingu eftir mótið og eftir að hafa hvílt mig aðeins þá finnst mér eins og ég sé að koma sterkur til baka. Á HFA æfingu á þriðjudaginn var púlsinn farinn að rjúka eðlilega upp og mér finnst ég hafa mikið meiri snerpu....

Bikarmót #1 - Recap

Mynd
Það var aðeins hærra á manni risið þegar maður kom í mark þetta árið! Þá er fyrsta mót ársins búið og ég er bara nokkuð sáttur við hvernig fór. Í fyrra skrifaði ég mjög ítarlegan pistil um Suðurstrandarveginn og þar er að finna allar upplýsingar um brautina ef einhver hefur áhuga. Nenni ekki að skrifa það aftur. Í fyrra var mér droppað á toppnum á Festarfjallinu og nú var bara eitt markmið og það var að hanga með fyrstu mönnum þangað upp og reyna svo að hanga í hópnum eins og ég gæti eftir það. En áður en ég fer að kafa ofaní keppnina þá ætla ég að búta þetta aðeins niður í minni bita og fara yfir undirbúninginn ofl. Vikan á Training Peaks. Undirbúningur:  Síðustu vikur er ég búinn að keyra nokkuð hart á æfingar og hef verið að taka meiri ákefð heldur en ég er vanur. Ég skráði mig líka í æfingahóp HFA og það riðlaði aðeins hjá mér æfingunum. Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég væri farinn að ýta mér aðeins of langt. Þegar ég var að hjóla í síðustu viku fannst mér ég vera o...

Erill

Mynd
Frá Suðurstandarveginum 2022 Minnismiði er orð vikunnar. Ég er búinn að vera það upptekinn að ég hef gert mér minnismiða í Notes (ég er Notes-perri) þar sem ég haka við þegar ég er búinn með einhver verkefni; eins og vinna, versla, þrífa osfv. Álagið í vinnunni er orðið subbulegt og ég er kominn með vöðvabólgu í fyrsta skipti í mörg ár.  Ég er að leggja af stað til Reykjavíkur á föstudagsmorgun og á ennþá eftir að hnýta einhverja lausa enda. Þetta sleppur vonandi allt að lokum en ég hefði viljað getað farið aðeins rólegri inn í þetta fyrsta mót. Stress og andleg þreyta hafa mikið að segja. Ég var búinn að ætla að skrifa eitthvað um undirbúninginn fyrir þetta mót síðustu vikuna en ég hef bara eiginlega hvorki haft tíma til að undirbúa mig eða blogga. Þannig er það bara. Annars tók ég frí á mánudag, erfiða æfingu með HFA á þriðjudag (ég ákvað að vera með á hópæfingum í sumar). Hvíld í gær og svo æfing með hópnum sem ég ætla að taka rólega. Ferðalag og hvíld á morgun. Var að kíkja á H...

Langur sunnudagur

Mynd
Í nýja Pedla stakknum sem Harpa gaf mér. Ég var búinn að stefna að því að taka langan sunnudag og stóð við það. Ég lagði af stað um kl. 11:30 í gærmorgun og hélt út á Dalvík. Þar stoppaði ég aðeins í sjoppunni og fékk mér ís og kaffi. Þaðan fór ég svo hringinn í Svarfaðadal og heim aftur með smá viðbót í bænum. Túrinn gekk fínt og ég var í ágætu formi. Ég passaði mig að halda mig bara mest í Z2 og var aðalega að fylgjast með púlsinum. Túrinn var 113 km og ég hélt 28 km/klst. Í lokin var ég að spá í að taka 10 km í viðbót en ákvað svo að vera skynsamur og segja þetta gott. Í túrnum brenndi ég 2800 kcal en ég heldað ég hafi farið langt með að núlla það með öllu sem ég át á ferðinni. Það er sennilega skýringin fyrir því að ég hefði alveg getað haldið áfram og fannst ég eiga nóg inni. Matseðillinn: 2 fajitas með Nutella og banönum 1 orkugel 1 SiS orkustykki 1 Ís í formi 1 Toffee Crisp Ég finn fyrir smá þreytu í löppunum í dag en það er varla til að tala um. En var gjörsamlega úrvinda úr þr...

Sofnaði á verðinum

Mynd
VO2 max æfingin á þriðjudaginn. Ég hef verið á hvolfi og gleymdi alveg að kíkja á bloggið og kvitta. Í dag er þriðji æfingadagurinn í röð og ég enda þessa þriggja daga törn á rólegum 2 tímum. Á þriðjudaginn tók ég VO2 max æfingu í Veigastaðabrekkunni og negldi hana alveg eins og síðast. Stefnan var að halda 300 vöttum í 5x5 mín og niðurstaðan var 301 w að meðaltali fyrir þessi fimm sett. Niðurstaðan síðast var 301 w fyrir 5 sett. Ég hlýt að vera með einhverja greiningu. Threshold æfing frá því í gær. Í gær var threshold æfing hjá mér og í staðinn fyrir að fara upp í fjall eins og venjulega þá ákvað ég að taka hana á undirlendi (eða því sem næst). Það er miklu erfiðara að halda stöðugt uppi háum vöttum á flata og það er fín æfing áður en maður fer að keppa. Fá smá hraða. Ég fór frá Leiruvegi inn Eyjafjarðarbraut-Eystri í suður í 20 mínútur, snéri við í 10 mínútur og endurtók leikinn. Í síðari ferðinni var ég kominn nánast inn að malbiksenda. Þetta gekk sæmilega en var helvíti erfitt, sé...