Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2021

Skipulag æfinga

Mynd
Skipulag æfinga næstu 6 mánuði. Nú er ég búinn að setja upp gróft æfingaplan fyrir næstu 6 mánuði en ég á eftir að velja hvaða æfingaplön ég vel innan hverrar lotu. Ég get keypt æfingaprógrömm frá aðilum eins og Trainerroad, Fascat eða Dylan Johnson. Þá borgar maður fyrir planið og fær æfingarnar inn í app sem heitir Trainingpeaks.  Fyrstu 2 vikurnar í janúar eru á svipuðu róli og ég hef verið en með 2-3 lappaæfingum í ræktinni til viðbótar. Síðan tekur við 16 vikna grunnþjálfun, fyrst með lyftingum en svo detta þær út þegar nær dregur keppni. Fyrsta vikan í maí er hvíldarvika þar sem ég mun hjóla mjög rólega og gera lítið. Þá tekur við 6 vikna kafli með því sem kallað er "race specific" æfingar á mikilli ákefð. Síðan tek ég rólega viku í aðdraganda Íslandsmóts. Ég er búinn að ákveða að hella mér út í þetta á fullu og prufa hvað ég get náð að kreista út úr mér. Sjá hvað ég næ að ýta mér langt? Þetta er í rauninni bara ögrun og verkefni sem mér finnst spennandi. Ég er að keppa...

Mótaskrá 2022

Mynd
Mótaskrá 2022 Þá er mótaskrá Hjólreiðasambands Íslands komin út og ég get því farið að laga æfingaplanið eftir henni. Ég var að fletta aftur í gömlum færslum og skoða upprunalegu pælingarnar mínar varðandi plan fyrir veturinn og sé núna að ég þarf aðeins að passa mig ef ég ætla að toppa á réttum tíma. Ég má ekki vera búinn að brenna upp allar eldspýturnar í byrjun apríl. Þetta snýst í rauninni um að byrja á "base phase" (grunninum) núna strax eftir áramót með lyftingum og byggja upp þolið- en skipta svo ca. 6 vikum fyrir aðal keppnina (Íslandsmótið) yfir í meiri ákefð og það sem kallað er "race specific" æfingar. Eftir því meira sem maður les, þeim mun ruglaðari verður maður. Áherslurnar í æfingunum snúast líka að mjög miklu leiti um hvað maður getur séð af miklum tíma í þetta. En ég þarf að fara að negla eitthvað niður og mjög mikilvægt að vera ekki alltaf að hræra í þessu. Ég er allavega búinn að ákveða að fara "all in" í þetta og æfa eins og sjúklingur....

Millidagar

Mynd
Hangiketið snætt í gamla húsi. Þá er maður kominn aftur í bæinn eftir yndisleg jól gamla húsinu heima í Brekku. Við vorum öll mætt systkynin og svo bættist Geiri hennar Helgu í hópinn á jóladag og borðaði með okkur hangikjöt. Síðan þurfti ég að koma mér aftur í bæinn og var að vinna í dag og fer aftur á morgun. Börnin koma til mín eftir vinnu á morgun og ég er búinn að leigja bíl og við ætlum að kíkja austur aftur og gista eina nótt. Eftir það ætlum við bara að hafa það rosalega rólegt og svo vera með Davíð, Hönnu Kötu og stelpunum á áramótunum. Ég er búinn að vera með einhvern kvefskít núna í rúma viku og því búinn að reyna að taka því rólega. Í dag hjólaði ég einhverja 6 km í samgönguhjólreiðum og svo tók ég 35 km æfingu eftir vinnu. Það gekk svo sem alveg ágætlega þó ég hafi verið ferskari. Ætli ég verði ekki að taka mér frí frá hjólinu á morgun en svo stefni ég að því að taka 3 daga í röð, svona alla vega ef mér slær ekki niður. Svona úr einu í annað; ég fékk 2 bækur í jólagjöf. Þu...

Gleðileg jól

Mynd
Æfingar þennan mánuðinn. Góðan daginn á þessum yndislega Þorláksmessumorgni! Síðasta vika var helvíti góð hjá mér á hjólinu en nú er ég búinn að ná mér í einhvern kvefskít og ekki alveg góður í lungunum. Kannski er ég bara búinn að ganga óþarflega nærri mér. Í morgun ætlaði ég að taka helvíti erfiða æfingu en ákvað að láta gott heita eftir 16 mínútur. Ég var hálfnaður inn í helvíti erfitt sett þegar ég fann að þetta var bara rugl. Þannig að í þetta sinn ákvað ég að láta heilann ráða. En þetta er bara allt ljómandi gott og nú tek ég mér 3 daga frí og kem fílefldur til baka. Börnin eru búin að vera hjá mér í 2 daga núna en fara til mömmu sinnar á eftir. Ég fer svo upp í Mývatnssveit á morgun og fæ að upplifa jól í gamla húsinu með mömmu og öllu liðinu. Mamma og Egill eru að taka nýja húsið í gegn og búin að flytja sig yfir tímabundið. Ég man ekki hvenær ég eyddi jólunum síðast í gamla húsinu en það hlýtur að hafa verið þegar Helga og Freysteinn voru en á lífi.  Jæja ekkert rugl, nú þ...

Form og ferskleiki

Mynd
Form og ferskleiki beint úr Strava. Þessi vika hefur einkennst af æfingum og og og …. og já, og eiginlega ekki neinu öðru en æfingum. Ég hef aldrei nennt að rífa mig á fætur fyrir vinnu til að hjóla en nú er ég farinn að spá í hvort það sé ekki eina leiðin til að koma einhverju öðru í verk. Í þessari viku hef ég komið heim, hjólað, farið í bað, borðað og svo bara ekki nennt að gera neitt annað, sama hvað það ætti nú að vera. Markmiðið hjá mér í æfingum síðustu 2 mánuði hefur verið að viðhalda forminu en þegar ég skoða Strava sé ég að ég hef verið að gera gott betur en það eins og myndin hérna uppi sýnir. Þar sér maður hvernig formið hefur verið að fara upp síðan í vor (3600%!). Fyrri rauði punkturinn er fyrsta keppnin mín (Mývatnsshringurinn) og formið nær svo toppi eftir hjólaferðalagið mitt og Orminn (hinn rauði punkturinn). Svo slaka ég aðeins á en hef verið á uppleið aftur og er eiginlega að komast í sama form og í sumar, eins langt og þessar upplýsingar ná. Núna þarf ég að fara að...

Peningaeyðsla í aðdraganda jóla

Mynd
Specialized Power Comb hnakkur.   Eitt af því besta við hjólreiðar er hvað þær fara vel í líkamann, ef svo má að orði komast. Ef ég ber þetta saman við crossfit og hlaup, sem ég þekki ágætlega, þá er þetta tvennt ólíkt. Ef frá er talin hættan á því að detta þegar maður er að hjóla úti (sem getur reyndar orðið mjög alvarlegt), þá eru meiðsli í liðum, tognanir og annað slíkt mjög fátítt. Og ef maður er ekki að keyra allar æfingar í botni, getur maður hjólað andskoti mikið án þess að finna fyrir því. Það er bara gamla góða reglan að hlusta á líkamann og hvíla sig þegar maður er þreyttur. Þegar maður byrjar að hjóla á götuhjóli í fyrstu skiptin er reyndar ekkert óeðlilegt að finna fyrir smá dofa í höndum og tám, pirring í öxlum og þreytu í mjóbaki. En með tímanum hverfur þetta nú yfirleitt og maður venst því að sitja á hjólinu. En það er kannski eitt sem getur alltaf gert vart við sig og það eru óþægindi í rassinum og typpinu eða píkunni (eftir því sem við á)- svo við tölum nú bara hre...

Jólaálfur

Mynd
Helvítis jólaálfurinn búinn að klippa blómin Ég lét það eftir Dabjörtu Lóu að kaupa jólaálf í Nettó. Fjölskylda vinkonu hennar er búin að vera með einn slíkan þennan mánuðinn og er hann búinn að valda miklum usla á heimilinu, t.d. blandar hann mjólkina með matarlit og skreytir jólatréið með nærfötum. Ég ætlaði að ekki að láta þetta eftir henni en þessi barnslega trú sem skein út úr augunum og eftirvæntingin eftir einhverjum yfirnáttúrulegum ævintýrum varð yfirsterkari.  Við s.s. keyptum blessaðan álfinn og göngum alltaf frá honum á sinn stað áður en börnin fara að sofa. Á næturnar fer hann svo á stjá og gerir einhver skammarstrik. Fyrstu nóttina klippti hann niður eldhúspappír og fékk sér Bríó bjór og í nótt tók helvítið skæri og klippti niður kóleusinn í stofunni. Það er óskaplega gaman að fylgjast með Dagbjörtu sem náttúrulega trúir þessu eins og nýju neti. Brynleifur hefur mjög gaman að þessu líka þó hann viti nú alveg hvað er á seiði. Það lítur því út fyrir að við séum komin me...

Dagbók no. eitthvað

Mynd
Það er orðið býsna jólalegt í H3E  Maður blikkar auga og þá er allt í einu rúmlega hálf vinnuvika farin. Það er búið að vera býsna mikið annríki í vinnunni og þannig viljum við hafa það, þá líður manni best. Börnin eru hjá mér núna og það liggur vel á þeim. Dagbjört Lóa er komin í jólagírinn og allt snýst um að skreyta, opna dagatöl og merkja inn á dagatal til að geta talið niður. Allt þetta klassíska sem maður man sjálfur eftir og fær nú að upplifa í gegnum börnin. Brynleifur er reyndar mikið rólegri yfir þessu og finnst voðalega gott að fá að hanga í tölvunni, símanum eða lesa bækur. Í gær kíktum við í sund með Halldóru og Dagbjört fékk að bjóða Heiðrósu með sér. Síðan fórum við heim og átum fiskibollur og tókum smá slökun yfir fréttunum.  Annars er maður búinn að taka smá snúning á jólagjöfum og sending farin af stað til pabba og Hafrúnar og það er alltaf jafn mikill léttir. Og ég lét loksins verða af því að kaupa flugmiða fyrir mig og börnin til útlanda næsta sumar (jólagj...

Bullari

Mynd
Skissa af kleinu Ég gerði heiðarlega tilraun til að segja mig frá allri málningarvinnu eins og kom fram hér í síðustu póstum. Ég byrjaði galvaskur að senda á einhverja konu. Bjarni: Því miður gengur þetta ekki upp, ég er ekki að komast yfir þetta og það hvorki gengur né rekur hjá mér. Mér finnst það leitt. Viðskiptavinur: Æi, en leiðinlegt😞Geturðu bent mér á einhvern annan? Bjarni: Ég skal kíkja aðeins á það fyrir þig og læt þig vita annað kvöld. Viðskiptavinur: Bara ef þú hefur tök á! Kærar þakkir 🙏 Og þannig var ég kominn með verkefnið á mínar hendur 15 mínútum eftir að ég sagðist ekki getað klárað þetta. En ég settist svo strax niður, gerði eina skissu og hún var í skýjunum með þetta. Einu verkefni færra á mínum borði. Hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég geri atlögu að hinum myndunum en finnst það líklegt. Æi það er aldrei orð að marka það sem ég segi. Úr custom mode training builder í Zwift Í vikunni bjó ég til 1:40 klst tempoæfingu fyrir daginn í dag. Tempo æfingar eru yfirleitt...

Blogg #1962 - æfing í slökun

Mynd
Æfing daxins! Rak augun í það þegar ég var að stofna þessa færslu að ég er búinn að setja inn 1962 færslur frá upphafi (2007)! Hvað ætli séu margir bloggarar sem hafa þraukað svona lengi? En að þessu tilefni fór ég aðeins að fletta í gömlum færslum- og þó að maður skilji oft ekkert afhverju maður er að þessu, þá leynast þarna ótal ljúfar minningar. Og þó að maður hafi löngum stundum eiginlega bara verið að bulla eitthvað, þá eru þetta ágætis heimildir um hvað maður hefur verið að gera, hvernig manni hefur liðið og jafnvel hvaða augum maður hefur horft á lífið. Sjálfsagt er líka eitthvað þarna sem ég gæti skammast mín fyrir en það kemur ekki til mála að ritskoða eða hreinsa til. En núna sit ég hérna í sófanum heima hjá mér og geri mitt besta í að slappa af án samviskubits. Ég tók drullu erfiða æfingu áðan og ég bara hreinlega nenni ekki að gera neitt af viti. Það mætti kannski vera fínna hérna í kringum mig en það er allavega engin skítafýla hérna. Ég var búinn að ætla að ganga eitthvað...