Skipulag æfinga
Skipulag æfinga næstu 6 mánuði. Nú er ég búinn að setja upp gróft æfingaplan fyrir næstu 6 mánuði en ég á eftir að velja hvaða æfingaplön ég vel innan hverrar lotu. Ég get keypt æfingaprógrömm frá aðilum eins og Trainerroad, Fascat eða Dylan Johnson. Þá borgar maður fyrir planið og fær æfingarnar inn í app sem heitir Trainingpeaks. Fyrstu 2 vikurnar í janúar eru á svipuðu róli og ég hef verið en með 2-3 lappaæfingum í ræktinni til viðbótar. Síðan tekur við 16 vikna grunnþjálfun, fyrst með lyftingum en svo detta þær út þegar nær dregur keppni. Fyrsta vikan í maí er hvíldarvika þar sem ég mun hjóla mjög rólega og gera lítið. Þá tekur við 6 vikna kafli með því sem kallað er "race specific" æfingar á mikilli ákefð. Síðan tek ég rólega viku í aðdraganda Íslandsmóts. Ég er búinn að ákveða að hella mér út í þetta á fullu og prufa hvað ég get náð að kreista út úr mér. Sjá hvað ég næ að ýta mér langt? Þetta er í rauninni bara ögrun og verkefni sem mér finnst spennandi. Ég er að keppa...