Millidagar
Hangiketið snætt í gamla húsi. |
Þá er maður kominn aftur í bæinn eftir yndisleg jól gamla húsinu heima í Brekku. Við vorum öll mætt systkynin og svo bættist Geiri hennar Helgu í hópinn á jóladag og borðaði með okkur hangikjöt. Síðan þurfti ég að koma mér aftur í bæinn og var að vinna í dag og fer aftur á morgun. Börnin koma til mín eftir vinnu á morgun og ég er búinn að leigja bíl og við ætlum að kíkja austur aftur og gista eina nótt. Eftir það ætlum við bara að hafa það rosalega rólegt og svo vera með Davíð, Hönnu Kötu og stelpunum á áramótunum.
Ég er búinn að vera með einhvern kvefskít núna í rúma viku og því búinn að reyna að taka því rólega. Í dag hjólaði ég einhverja 6 km í samgönguhjólreiðum og svo tók ég 35 km æfingu eftir vinnu. Það gekk svo sem alveg ágætlega þó ég hafi verið ferskari. Ætli ég verði ekki að taka mér frí frá hjólinu á morgun en svo stefni ég að því að taka 3 daga í röð, svona alla vega ef mér slær ekki niður.
Svona úr einu í annað; ég fékk 2 bækur í jólagjöf. Þung ský eftir Einar Kára var fljótlesin og mér fannst hún helvíti góð. Ég kann yfirleitt að meta það sem Einar skrifar. Svo er ég að lesa Einlægur Önd eftir Eirík Örn og hún byrjar bara helvíti vel. Nú er víst að byrja einhver íslensk mynd í sjónvarpinu og því ætla ég að hætta þessu blaðri.
s
Ummæli