Bullari
| Skissa af kleinu |
Ég gerði heiðarlega tilraun til að segja mig frá allri málningarvinnu eins og kom fram hér í síðustu póstum. Ég byrjaði galvaskur að senda á einhverja konu.
Bjarni: Því miður gengur þetta ekki upp, ég er ekki að komast yfir þetta og það hvorki gengur né rekur hjá mér. Mér finnst það leitt.
Viðskiptavinur: Æi, en leiðinlegt😞Geturðu bent mér á einhvern annan?
Bjarni: Ég skal kíkja aðeins á það fyrir þig og læt þig vita annað kvöld.
Viðskiptavinur: Bara ef þú hefur tök á! Kærar þakkir 🙏
Og þannig var ég kominn með verkefnið á mínar hendur 15 mínútum eftir að ég sagðist ekki getað klárað þetta. En ég settist svo strax niður, gerði eina skissu og hún var í skýjunum með þetta. Einu verkefni færra á mínum borði. Hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég geri atlögu að hinum myndunum en finnst það líklegt. Æi það er aldrei orð að marka það sem ég segi.
| Úr custom mode training builder í Zwift |
Í vikunni bjó ég til 1:40 klst tempoæfingu fyrir daginn í dag. Tempo æfingar eru yfirleitt á svona 84-89% af FTP gildinu, þ.e. svona frekar erfiðar en ekkert of. Ég rúllaði í gegnum fyrstu blokkirnar og hækkaði svo effortið upp í 215 W því þetta var eiginlega of auðvelt fyrir mig, allavega í dag. Var bara helvíti sprækur. Ég er alveg að missa mig í þessu prógrammi að gera æfingar og það er svo mikið auðveldara að stýra álaginu og passa upp á að maður geri ekki of mikið, eða of lítið. Æfing dagsins skilaði 57 km og 339 metrum í hækkun. Þessi vika endaði því í ca. 180 km og 5:37 klst á hjólinu (+eitthvað smá meira samgönguhjólerí).
Annars hefur þessi helgi bara verið ljómandi góð og börnin koma í hús á morgun. Þá byrjar fjörið.
Ummæli