Kvitta
Útsýnið af kaffistofunni í dag Ákvað að koma hér við og kvitta upp á miðlungs góða andlega heilsu. Ég er búinn að hafa það ágætt síðustu vikuna en í gær og í dag er búinn að koma smá niðurtúr þegar ég er að fara heim úr vinnunni. Veit ekki alveg hvað það er- allir ytri þættir virðast í lagi. En þetta er þessi leiðinda kvíðatilfinning sem hefur stundum heimsótt mig upp á síðkastið. Hnúturinn í maganum vil ég kalla þetta. Tifinningin að ég eigi eitthvað ógert með tilheyrandi sektarkennd. En nú er ég búinn að ákveða, þvert gegn ráðleggingum minna helstu ráðgjafa, að losa mig undan þessari pressu sem ég hef verið í varðandi listsköpun. Þetta þýðir alls ekki að ég ætli að hætta alveg að mála, ég ætla bara að segja mig frá þeim pöntunum sem ég er með á borðinu núna og sjá hvort það geri ekki gott fyrir mig. Þegar ég byrja aftur ætla ég að gera það á mínum forsendum og taka ekki pantanir (hef nú sagt það 1000 sinnum áður). Ég er líka búinn að vera með það hangandi yfir mér að koma stóra teikn...