Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2021

Kvitta

Mynd
Útsýnið af kaffistofunni í dag Ákvað að koma hér við og kvitta upp á miðlungs góða andlega heilsu. Ég er búinn að hafa það ágætt síðustu vikuna en í gær og í dag er búinn að koma smá niðurtúr þegar ég er að fara heim úr vinnunni. Veit ekki alveg hvað það er- allir ytri þættir virðast í lagi. En þetta er þessi leiðinda kvíðatilfinning sem hefur stundum heimsótt mig upp á síðkastið. Hnúturinn í maganum vil ég kalla þetta. Tifinningin að ég eigi eitthvað ógert með tilheyrandi sektarkennd. En nú er ég búinn að ákveða, þvert gegn ráðleggingum minna helstu ráðgjafa, að losa mig undan þessari pressu sem ég hef verið í varðandi listsköpun. Þetta þýðir alls ekki að ég ætli að hætta alveg að mála, ég ætla bara að segja mig frá þeim pöntunum sem ég er með á borðinu núna og sjá hvort það geri ekki gott fyrir mig. Þegar ég byrja aftur ætla ég að gera það á mínum forsendum og taka ekki pantanir (hef nú sagt það 1000 sinnum áður). Ég er líka búinn að vera með það hangandi yfir mér að koma stóra teikn...

Þrekvirki

Mynd
Wahoo hjartsláttamælirinn sem hefur verið að valda mér vandræðum. Eins og stundum áður þá hef ég verið með einhver verkefni hangandi yfir mér sem hafa verið að valda mér samviskubiti. Það er búin að vera einhver skítafýla í eldhúsinu hjá mér og ég hafði grun um að hún kæmi upp úr vaskanum. Ég veit fátt ógeðslegra en að rífa í sundur vatnslása og þrífa úr þeim og því var ég búinn að humma þetta fram af mér óþarflega lengi. Þegar ég drattaðist fram úr rúminu í morgun ákvað ég að hætta þessum aumingjaskap og óð í verkið. Til að gera langa sögu stutt, þá reif ég þetta allt í sundur, þreif þetta eins og hægt var og hjólaði svo í Tengi og keypti nýja pakkningu. Ég lét ekki staðar numið þar og þreif líka baðið, henti í þvottavélar, skipti um á rúminu, ryksugaði herbergið mitt og eitthvað fleira. Nú líður mér eins og ég hafi unnið þrekvirki. Jon's Mix- æfingin sem ég tók í gær. Ég er búinn að vera í smá vandræðum með hjartsláttamælinn sem ég keypti um daginn. Það er alveg agalegt þegar han...

Meiri lasleiki

Mynd
Ég og Brilli fengum okkur kjúlla í hádeginu í gær. Nú er Brynleifur búinn að vera veikur og má segja að hann hafi tekið við af Dagbjörtu sem var veik í síðustu viku. Ég efast stórlega um að hann sé með covid en til að vera öruggir, þá förum við í test á eftir. Ætli ég skreppi svo ekki í vinnuna og leyfi honum að dingla heima.  Talandi um vinnuna, þá má segja að það séu nýjar áskoranir fyrir mig þar. Ég get s.s. ekki sagt mikið að svo stöddu en í rauninni stend ég frammi fyrir því að ákveða hvort ég vilji rísa upp, taka meiri ábyrgð og láta að mér kveða. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem maður tekur alvarlega. Maður hefur ekki haldið fullum dampi upp á síðkastið og það hlýtur að vera jákvætt fyrir mann að taka nýjar áskoranir og sýna að maður hefur metnað. Ég greini betur frá þessu þegar hlutirnir skýrast. Ég fylgdi FTP testinu eftir í gær með Over/Under æfingu sem var í heildina 01:21 klst þar sem ég var í 2x20 mínútur að rúlla sitthvoru megin við FTP-ið (230/255W). Ég hélt ég mynd...

Meira FTP

Mynd
Skjáskot úr Zwift hjólaforritinu Nú eru ca. 2 mánuðir síðan ég byrjaði að hjóla á Zwift og tók fyrsta FTP testið mitt. Þá tók ég test þar sem maður fer í gegnum upphitun en reynir svo að halda uppi eins miklu afli og maður mögulega getur í 20 mínútur. Það getur verið erfitt að stilla það af en mér gekk samt ágætlega held ég. Þá skoraði ég 238W sem gerir 3,6 W/kg eins og ég fór yfir hérna á blogginu. Í gær ákvað ég að tékka á því hvort mér væri eitthvað að fara fram en í þetta skiptið tók ég Ramp Test þar sem maður hjólar mjög rólega í 5 mínútur, dettur svo niður í 100W en svo er bætt við 20W á hverri mínútu og maður hjólar þar til maður gefst upp. Þetta test er mun styttra test og töluvert skemmtilegra. Það er í rauninni furðulegt hvað þreytan kemur skyndilega inn. Mér leið mjög vel alveg þar til ég var að klára 320W en þegar ég byrjaði á 340W var ég allt í einu að skíta á mig. Eftir á að hyggja hefði ég kannski getað haldið út í 10-20 sekúndur í viðbót en ég veit ekki hvort það hefði...

Mygla?

Mynd
Ég er búinn að vera með skrítin líkamleg einkenni allt frá árinu 2016. Það fyrsta sem ég varð var við var breyting á lyktarskyninu, sem er vægast sagt mjög dapurt á köflum. Þetta er hvimleitt og ég sakna þess mjög að finna ekki lykt þegar ég er úti í náttúrunni, sérstaklega í skógi, niðri við sjó eða þegar það er nýbúið að rigna. En ég man að ég var staddur í flugvél á Reykjavíkurflugvelli þegar ég tók fyrst eftir þessu. Bara eins og hendi væri veifað. Á þeim tíma var ég að vinna verkefni fyrir Mýsköpun og fékk gjarnan gistingu í kjallaranum á Sólvallagötunni hjá Maju og Gísla. Núna er ég farinn að velta því fyrir mér hvort eitthvað í umhverfinu þar hafi triggerað þetta?  Sama ár flyt ég svo í Dalsgerðið þar sem lekið hafði bakvið innréttingu í þvottahúsinu niðri og þar var gjarnan fúkkalykt. En ég hafði engar áhyggjur af því þannig lagað og hélt að fúkkalykt væri bara fúkkalykt. Síðan keypti ég mér í Hjallalundinum og þá gerði ég við gamlar vatnsskemmdir í spónaplötuvegg sem snýr ...

Vetr

Mynd
Það var barasta jólalegt í gærkvöldi. Ég held að það megi segja að lífið hafi barasta leikið við mig þessa vikuna. Ég átti naturligt afmæli á mánudaginn og það var óskaplega notalegt að fá hlýja strauma, bæði í gegnum fésbókina, ótal mörg símtöl og svo reyndu börnin að stjana við mig á sinn einstaka hátt. Dagbjört Lóa gaf mér fallegt málverk, gamalt ostasnakk sem henni finnst vont og Brynleifur gaf mér innrammaða mynd af sér frá Goðamótinu. Þórður bauð mér svo í svakalega Tomahawk steik á Bryggjunni og Halldóra bauð mér og börnunum í afmælismat í gær. Hún gaf mér líka forláta lambhúshettu sem hægt er að rúlla upp í kúl hippsterahúfu. Þetta er alveg geggjað til að hafa undir hjólahjólminum. Í gær var ég svo með kynninguna „Hin hliðin“ í vinnunni þar sem ég fór eitthvað yfir hjólaferðir, bíllausan lífsstíl og myndlist. Ég held það hafi nú heyrst að ég var eitthvað pínu stressaður í upphafi en ég held að þetta hafi alveg sloppið. Ég fékk allavega klapp á bakið og mér sagt að þetta hafi ve...

Notaleg helgi

Mynd
Fékk góðan gest í heimsókn áðan. Jæja nú er en ein vikan flogin hjá og víst kominn laugardagur. Börnin vöktu mig klukkan 07:30 og heimtuðu sinn samningsbundna símatíma í morgunsárið. Ég hafði ekki um annað að velja en að drattast á lappir, fá mér kaffi og taka fréttarúnt. Eftir það tók ég klukkutíma æfingu á hjólinu og skellti mér svo í bað. Síðan dró ég börnin niður í vinnu en ég er að vinna að kynningu sem heitir "Hin hliðin". Þetta er kynning á sjálfum mér og mínum áhugamálum sem ég á að standa skil á á þriðjudaginn. Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart en ég mun að mestu tala um bíllausan lífsstíl, hjólaferðalög og reiðhjól í víðasta samhengi. Svo reyndar blanda ég inn í þetta myndlist og skissum. Það verður að viðurkennast að mér finnst alveg ótrúlega gaman að taka þetta saman og ég gjörsamlega týni mér í þessu. Þetta minnir mig á tímana þegar ég var gjörsamlega niðursokkin í að mála, algert tímaleysi og ótrúleg vellíðan. Kannski verður þetta eitthvað gateway fyr...

Ekkert að frétta

Mynd
Strákarnir finna sér alltaf eitthvað að gera milli leikja. Þetta uppátæki varð til þess að einhverjir foreldrar sussuðu á þá og sögðu að þeir væru að trufla þau við að horfa á leikinn. Stundum finnst mér ég verða að skrifa hérna inn þó ekkert sé að frétta. Kannski væri best að sleppa því, ég veit það ekki? Maður er ekkert búinn að vera allt of hress upp á síðkastið og það sem meira er, þá eru margir af mínum bestu vinum eitthvað hálf þungir og krumpaðir á sálinni. En maður gerir bara það besta í stöðunni og ræðir þetta og reynir að varpa ljósi á mismunandi vinkla. Kannski er bara þetta covid ástand loksins farið að hafa einhver áhrif á mann? Það er allavega ekki eins og það sé mjög uppbyggilegt að fylgjast með fréttum síðustu misserin. Í gær kíkti ég á fótboltamót í Boganum. Brynleifur er að keppa alla helgina og það er mikið fjör. Í gær gerðu þeir eitt jafntefli og töpuðu einum en það kom ekki í veg fyrir að hann væri í skýjunum með þetta allt saman. Þjálfarinn hafði hrósað honum og s...

Útivera

Mynd
Ég og Jens frændi slógum nokkra bolta saman í sumar. Vonandi náum við að spila hring næsta sumar.   Síðasti pistill fjallaði um umhverfismál og hvernig við getum öll breytt venjum okkar til að leggja eitthvað af mörkum. Ég ætla að halda áfram á svipuðum nótum en byrja samt á því að hoppa tæp tíu ár aftur í tímann. Þegar ég var í mastersnámi í íþróttafræði við HÍ gerði ég verkefni um stórmerkilega sænska rannsókn á lífslíkum fólks sem stundar golf. Ég ætla að byrja að vitna í frétt um þessa rannsókn og þið afsakið að ég nenni ekki að þýða þetta: Golf can be a good investment for the health, according to a new study from the Swedish medical university Karolinska Institutet. The death rate for golfers is 40 per cent lower than for other people of the same sex, age and socioeconomic status, which correspond to a 5 year increase in life expectancy. Golfers with a low handicap are the safest. Rösk ganga 5-7 km. í 4-5 klst. undir berum himni auk jákvæðra félagslegra- og sálrænna þátta sk...