Post race round-up!
Tók á leigu fínan bílaleigubíl sem ég gat sett hjólið í. Jæja þá er maður búinn að prufa að keppa í hjólreiðum. Eins og með margt annað í lífinu, þá var þetta ekki jafn skelfilegt og maður hafði búist við. Kvöldið áður lá ég í bælinu og las einhverjar greinar og horfði á myndbönd með ráðleggingum og reyndi að átta mig á því hvernig ég ætti að leggja þetta upp. Ég veit s.s. ekki hvort það bjargaði miklu en ég gerði mér þó enn betur grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að finna sér hóp til að hanga í svo maður þurfi ekki að kljúfa vindinn sjálfur allan tímann. Með því getur maður sparað 25-50% orku. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég ætti að koma mér fyrir í rásmarkinu og endaði með því að stilla mér upp einhversstaðar um miðjan hóp. Ég var að blaðra við Starra Heiðmars þegar allt í einu var ræst og þá hófst geðveikin. Startið var ótrúlega skemmtilegt og ég fór fljótlega að þoka mér framar og hjólaði utaná hópnum með vindinn í hliðina. Ég hélt mér rólegum að Geiteyjarströnd en þá fa...