Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2020

Hlaupadagbók IV

Mynd
Hlaup 4 Mynd frá fjölskylduhlaupinu á sunnudaginn Dagsetning: 31.03.2020 Tegund: Millilangt á mjög misjöfnum hraða Leið:  Dró fram hjólin hjá börnunum og skokkaði á eftir þeim. Fórum úr Kringlumýri, að Dalsgerði, Lundarskóla, Bónus og heim aftur. Síðan hljóp ég 1 km í viðbót eftir að við komum heim. Gír:  Mjög skrítið hlaup var mjög sprækur til að byrja með. Síðan eftir að ég droppaði börnunum af mér var ég alveg punkteraður. Var í hálfgerðu blóðsykurfalli þegar ég kom inn sem bendir til þess að maður sé ekki að éta nægilega hollt. Vegalengd:  5 km. Samtala:  19 km. Annað:  Það var æðislegt veður og ég hef aldrei  mætt jafn mikið af fólki á ferðinni gangandi, hjólandi og hlaupandi. Það var hrikalega gaman að sjá hvað var mikið líf. En annars er ég bara búinn að vera að reyna að tvinna saman vinnu og fjölskyldulíf. Það er nokkurveginn vonlaust mál að vera með börnin heima og vinna á sama tíma. Maður kemst bara í það helsta, svara póstum og ...

Hlaupadagbók 3

Hlaup 3 Dagsetning:  29.03.2020 Tegund:  Sprettir Leið:  Hljóp úr Brekku út að Belgjarhöfðum. Ca. 5x400 metra sprettir með rólegu á milli. Gír:  Var bara fínn en á þó nokkuð í að geta haldið 4:10 pace Vegalengd:  5 km. Samtala:  14 km. Annað:  Mjög skemmtilegt í blíðunni með Helgu og mömmu.

Hlaupadagbók II

Hlaup 2 Dagsetning:  27.03.2020 Tegund: Stutt semi-rólegt Leið:  Hljóp úr Brekku út á Belgjarbáru og til baka Gír:  Var pínu stirður með smá verk í nára sem hvarf þegar ég hitnaði. Var samt frekar þungur í heildina Vegalengd:  3 km. Samtala:  9 km. Annað:  Þrátt fyrir mikla náttúrufegurð þá hefur mér alltaf fundist skemmtilegra að hlaupa innanbæjar. Að hlaupa svona fram og til baka á þjóðveginum hefur mér aldrei fundist skemmtilegt. En mér leið að sjálsögðu vel á eftir.

Hlaupadagbók

Þar sem ég er ekki að blogga neitt af viti þessi dægrin, þá datt mér í hug að virkja þennan vettvang sem hlaupadagbók þar sem ég fer yfir æfingu (gær)dagsins. Hlaup 1 Dagsetning: 25.03.2020 Tegund: Langt rólegt Leið: Hljóp úr Kringlumýri, niður í Hrafnagilsstræti og Spítalaveg niður Aðalstræti. Hljóp með Brynleifi hringinn í kringum tjörnina í Innbænum (2 km). Þegar ég fór til baka hljóp ég Drottningarbrautina og svo upp Þórunnarstrætið. Gír: Var í góðum gír og leið vel mest allan tíman. Smá hnjáverkir í lokin. Lungun virkuðu fínt. Vegalengd: 6 km. Samtala: 6 km. Annað: Ótrúlegt að hlaupa um göturnar hérna á Akureyri í þessari Covid þoku. Engin bílaumferð en mjög margir úti að hreyfa sig. Pizzabílar út um allt

Hlaupaskór

Mynd
Brooks Ghost 12 Þar sem ég var búinn að ákveða að hlaupa 5 km. í 1. maí hlaupi UFA þá varð ég nú að græja mér einhverja skó. Hef ekki átt hlaupaskó í langan tíma, ef frá eru taldir Luna sandalarnir mínir. Ég ákvað að hverfa aðeins aftur frá minimalistapælingum og fara í hefðbundnari hlaupaskó. Fékk mér Brooks Ghost 12 og er spenntur að vita hvernig hnéin mín þola þetta. Ég var reyndar svekktur að liturinn sem mig langaði í var ekki til, þannig ég tók bara plain svarta. Nú er bara að fara að skella sér út að hlaupa 3-4 sinnum í viku ef maður verður svo heppinn að halda heilsunni. Það er náttúrulega samt alls óvíst hvort það verði eitthvað 1. maí hlaup en það þýðir ekki láta það trufla sig. Þá daga sem ég fer út að hlaupa mun ég stytta inniprógrammið mitt, en samt taka smá armbeygjur, curl og axlapressu. Já og maga. Set hér inn prógrammið sem ég bjó til og er búinn að fara eftir síðustu vikuna rúma: Ps. Er að leggja í hann niður í Innbæ og ætla að leyfa Brynleifi aðeins að hl...

Sjálfskipuð sóttkví, bækur og

Ég stakk af með börnin í sveitina til afa og ömmu. Það eru aðeins meiri líkur á að maður nái að vinna eitthvað hérna. Var búinn að gera eina mislukkaða tilraun til að vinna í Kringlumýrinni en gat ekki tengt vinnutölvuna með hotspot og svo hafa börnin eiginlega ekki neitt við að vera þar. Það er alveg nóg challenge að fá vinnufrið í sveitinni og þar geta börnin þó farið út að leika eða horft á sjónvarpið. Annars er ekki neitt að frétta nema maður er orðinn voðalega þreyttur á þessu ástandi strax. Það er helst að maður gleymi þessu rétt á meðan maður er að mála eða lesa. Var að klára Brúna yfir Tangagötuna eftir Eirík Örn Norðdahl í gær og fannst hún fín. Ég verð að viðurkenna að ég átti nú samt von á meiru. Mér fannst hún djöfull góð á köflum en mér fannst hún eiginlega bara fjara út. Maður hafði á tilfinningunni að höfundurinn hafi ekki verið búinn að ákveða hvernig hún átti að enda og svo eiginlega bara ekki nennt þessu lengur. En það er örugglega bara steypa í mér. Síðan ég blog...

COVID- óþægindi

Mynd
Mynd sem ég málaði í gær án þess að teikna neitt á undan. Á leið úr leikskóla, Hlíðarlundur/Lundarsel Í gær áttaði ég mig á því að þetta COVID-19 brjálæði er aðeins farið að fara á sálina á manni. Þó flestir heilbrigðir einstaklingar á unga aldrei reyni að segja sér að þetta sé þeim ekki hættulegt, þá held ég að undir niðri leynist alltaf einhver ótti. Ekki bara óttinn við að smita gamalt fólk og þá sem eru veikari fyrir, heldur líka einhver ótti við að fá þessa óværu sjálfur. Veiran er táknmynd drepsóttar (svarti dauði) og vesældar. Þetta eru óhreinindi og stimpill sem þú vilt ekki fá á þig. En mest fer í taugarnar á mér þessi tilfinning innilokunar, ekki ósvipuð tilfinningunni sem maður fær þegar allt er lokað vegna ófærðar (sem nóg var af fyrir). Maður getur ekki bara stokkið í ræktina, út í búð eða með börnin í afmæli þegar manni dettur í hug. Þetta ástand er svo fyrst og síðast bara óraunverulegt. Tveggja metra fjarlægð, spritt, börnin heima, vinna heima.... manni líður eins...

Vikulokin

Mynd
Trek Stach 5 á 29" dekkjum sem eru 3" breið. Blæjuskriðdreki væri kannski réttnefni á þetta hjól. Ég er eiginlega ekki búinn að hjóla neitt í vetur. Ástæðan er helst sú að það hefur ekki verið færi fyrir ferðahjólið, sem þó er á nöglum. Það er að sjálfsögðu ekki heldur með dempara, er með þunn dekk sem maður keyrir á frekar háum lofþrýstingi og þar af leiðandi er það oft frekar hast þegar mikið er um frosnar rásir og fótspor. Svo ekki sé talað um dagana þar sem göngustígarnir eru ekki mokaðir og maður þarf að láta vaða í skafla. Þess vegna hef ég verið að skoða létt fjallahjól sem eru ekki fulldempuð. Helst Trek Stach 5. Þannig hjól myndi nýtast mér bæði til að grípa í styttri ferðir hérna innanbæjar og í skemmtiferðir, t.d. með börnunum í Kjarnaskóg- og svo gæti ég haft það á nöglum á veturnar og notað í samgöngur. Í þriðja lagi er hægt að kaupa á það töskur og græja það upp í styttri hálendisferðir. En með yfirstandandi flutninga og nýju íbúðina er kannski ekki besti ...

Crossfit vika í burðarliðnum

Í gær tók ég í fyrstu alvöru crossfit æfinguna í langan tíma. Æfingin var 2-4-6-8-10-12-10-8-6-4-2 af Burpess, Hang Squat Clean (2x15kg) og Dead lift með 60 kg. Mér leist hrikalega vel á þetta og hugsaði að þetta væri akkúrat eitthvað sem hentaði mér. En ég drullaði alveg upp á bak og kláraði ekki æfinguna. Ég veit ekki hvort ég var bara þreyttur eftir helgina, eða vegna sukkfæðis, en ég allavega ákvað að keyra mig ekki alveg út þar sem ég ætlaði að taka 3 æfingar í viðbót í vikunni. Eftir æfinguna kíkti ég í sund og þar fann ég fljótt að ég væri alveg loftlaus en mér leið samt vel. Skottaðist heim og át snarl, drakk 2 kaffibolla og kíkti á fréttir. Ég var eitthvað að spá í að mála en hugsaði að það væri bara fínt að fara upp í rúm og lesa. Þegar ég lagðist upp í rúm kíkti ég á klukkuna og þá var hún 19:54!! Las nokkrar blaðsíður og sofnaði svo eins og steinn. Ég er allavega útsofinn í dag.

Allt rólegt á norðurvígstöðvunum.

Fór með börnin í dag að kíkja á Hjallalundinn. Brynleifi fannst þetta nú svona frekar gamalt allt og hrörlegt, ekki alveg nægilega cool. Ég útskýrði fyrir honum að við ættum eftir að mála allt og setja okkar dót inn og þá myndi þetta verða betra. Hann vill mála herbergið sitt í sænsku fánalitunum en ég er nú ekki alveg viss um að ég muni gúddera það. Ég er aðeins að bræða það með með mér hvort ég fái einhvern til að mála þetta með mér en ég tími því varla. Eftir því meira sem ég eyði í málningu, húsgögn og annað slíkt, því minna get ég lækkað greiðslubirgðina af gamla Sparisjóðsláninu sem ég verð að halda að stærstlum hluta. Ég verð að fara að gera fjárhagsáætlun þar sem ég tek inn í fansteignagjöld og allan pakkann. Reyna að átta mig á fjárhagslegu svigrúmi, hvernig lífi við getum leyft okkur að lifa. Ég er alveg viss um að það verður ágætt en ég væri samt alveg til í að vinna 8 millur í lottóinu. Á morgun förum við austur í Mývatnssveit að sjá um búið. Mamma og Egill eru að fara ...

Hausinn í bleyti

Mynd
Hillur sem ég er að spá í fyrir stofuna Nú er ég mikið með hausinn í bleyti varðandi flutning í Hjallalundinn. Ég er eiginlega orðinn vandræðalega spenntur fyrir að koma mér vel fyrir og langar ótrúlega til að hafa þetta huggulegt. Ég hef gengið svo langt að vera farinn að spá í matarstell, stofublóm og mottur. Ég á erfitt með að koma orði á hvernig mig langar til að hafa þetta, en lykilorðin eru; skandinavískt, umhverfisvænt, menningarlegt, hlýlegt, minimalískt og litríkt. Ég er búinn að vera í sambandi við listamann í Kaliforníu sem heitir Andrew Faulkner varðandi eftirprentun á verki til að hafa fyrir ofan sófann. Ég frétti af honum í gegnum Gene heitinn og við höfum verið að fylgja hvorum öðrum á instagram. Hann spurði hvort ég væri jafnvel til í einhver vöruskipti. Það finnst mér sannur heiður og eiginlega furðulegt? Fyrir þá sem hafa áhuga á list þá getið þið kíkt á heimasíðu Andrew Faulkner . En já, annars er maður búinn að vera að spá í litum á veggina og almennri uppr...

Suðu Bjarni

Mynd
Útsýnið úr Kringlumýrinni er stórkostlegt. Ég sit við stofugluggann tímunum sama. Jæja nú sit ég hérna við stofugluggann í Kringlumýri 29, sem verður heimili mitt næsta mánuðinn. Ég skilaði Dalsgerðinu af mér í dag. Það var gleðilegt að sjá ung hjón með 3 lítil börn taka við af okkur. Börnin hlupu spennt um húsið að skoða og allt iðaði af lífi. Þau ætla að drífa sig í framkvæmdir og þetta á eftir að verða hörku fínt hjá þeim. Það var samt skrítið að ganga í burtu frá húsinu lyklalaus en ég hugsaði strax "Don't look back, no regrets".. eitthvað í þá áttina. Mér fannst strax að nú væri ég að loka einhverjum kafla í mínu lífi og nýir tímar að hefjast. Ég fann frægu táknrænu hurðina lokast og það var eins og einhverju fargi væri af mér létt. Eitt af því sem ég hef verið að glíma við í þessum flutningum (eins og alltaf þegar maður flytur) er allt þetta yfirþyrmandi drasl sem fylgir manni. Ég er búinn að fara 3 ferðir í sorpu og með slatta í Rauða krossinn, losa mig vi...