Hlaupadagbók IV

Hlaup 4
Mynd frá fjölskylduhlaupinu á sunnudaginn

Dagsetning: 31.03.2020

Tegund: Millilangt á mjög misjöfnum hraða

Leið: Dró fram hjólin hjá börnunum og skokkaði á eftir þeim. Fórum úr Kringlumýri, að Dalsgerði, Lundarskóla, Bónus og heim aftur. Síðan hljóp ég 1 km í viðbót eftir að við komum heim.

Gír: Mjög skrítið hlaup var mjög sprækur til að byrja með. Síðan eftir að ég droppaði börnunum af mér var ég alveg punkteraður. Var í hálfgerðu blóðsykurfalli þegar ég kom inn sem bendir til þess að maður sé ekki að éta nægilega hollt.

Vegalengd: 5 km.

Samtala: 19 km.

Annað: Það var æðislegt veður og ég hef aldrei mætt jafn mikið af fólki á ferðinni gangandi, hjólandi og hlaupandi. Það var hrikalega gaman að sjá hvað var mikið líf.

En annars er ég bara búinn að vera að reyna að tvinna saman vinnu og fjölskyldulíf. Það er nokkurveginn vonlaust mál að vera með börnin heima og vinna á sama tíma. Maður kemst bara í það helsta, svara póstum og skrifa út innflutningsleyfi og eitthvað svoleiðis.

Á morgun fáum við Hjallalundinn afhendan. Spennandi tímar framundan og annasamir. Búinn að kaupa drasl í IKEA fyrir 150 þúsund kall og svo á ég eftir að kaupa málningu, rúllur og annað.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði