Í þetta skiptið einbeitti ég mér bara að því að vanda mig ekki og hugsaði meira bara um form og tóna. Ég á eftir að fikta örlítið í henni, ekki mikið. Sumar og sól. Fíflar og fífl. Túrhestar, rútur, flugur og sumarstaff.
Langt síðan ég hef málað Vogamynd en er samt farinn að þekkja þetta sjónarhorn nokkuð vel. Ég ætla ekki að fikta meira í þessari í bili en finnst ég eitthvað þurfa að taka til hendinni.
Stökk framúr í gærkvöldi og fiktaði eitthvað meira í forgrunninum og lagaði skugga á skemmunni. Það varð svo sem ekkert alveg til að bjarga myndinni en hún skánaði. Það er oft gott að "sofa" á þessu og skoða þær daginn eftir. Næst þarf ég að einfalda þetta eitthvað fyrir mér áður en ég byrja. Einfalt = gott. Annars er það sem hefur heillað mig síðustu daga (en kom ekki alveg fram á þessari mynd) eru sterkir grænir litir og mikið af gulum fíflabreiðum. Síðan hefur verið alveg óskaplega fallega blár himinn- of kyrrlátur fyrir málverk.
Lítið varð úr gerningum á sviði málaralistar í gærkvöldi þar sem ég fór í hjólatúr. Bjössi skutlaði mér upp í Kröflu og ég hjólaði heim. Bjössi fór Dalfjallið á hjóli á fimmtudaginn og mælti ekki með því, svo ég fór hina leiðina (Leirhnjúkur-Hlíðarfjall-Heim). Leiðin er í raun frekar slöpp hjólaleið þegar á heildina er litið. Snjór á köflum og ruddahraun sem getur skorið dekk. Bestir kaflar eru frá því þar sem maður kemur út úr hrauninu og í Bjarghólinn. Ef hægt væri að rúlla alveg frá Bjarghól og heim væri þetta fínt en maður lendir aftur í leiðindum fyrir ofan Syðri- og Ytri langhóla. Aldrei að segja aldrei, en ég er ekki spenntur fyrir að fara þetta aftur á hjóli.
Þessi er ekki alslæm en ég hugsa að ég endurgeri hana. Ég veit það samt ekki. Ég ætlaði að ná fram stemmningu á friðsælu sumarkvöldi. Fyrst fannst mér himininn vera of hlutlaus miðað við að fá að vera 2/3 af myndinni.
Djúsvélin er búin að malla hjá mér síðustu daga. Það var að mestu undirbúningur fyrir daginn í dag, en nú hófst full size safakúr sem ég ætla að taka í eina viku. Eftir það ætla ég svo að reyna að nota pressuna reglulega með öðrum mat. Það er ótrúlegt hvað maður getur komið í sig af næringarefnum og grasi með svona vél. En hvernig er svo fyrsti dagurinn? Hann gæti verið verri en hann gæti líka verið betri. Ég er pínu þreyttur núna í kvöld og líka svolítið svangur (surprise surprise). Maður drullar líka eins og ég veit ekki hvað og líður í reynd eins og það sé eitthvað að hreinsast út. Heyrðu þarna er fljúgandi pysla með öllu! Mig langar aðeins að segja eitt að lokum: kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt
Ég er en að reyna að átta mig á því hvað ég ætla að mála fyrir sýninguna í desember. Ég hef alltaf svolítið gaman að götumyndum úr Reykjahlíð. Fegurðin í ljótleikanum, eða öfugt. Gerði þessa aftan á eina af Brekkumyndunum og það er svo sem ágætis stemmning í henni.
Myndlist er eins og golf. Einn daginn heldur maður að þetta sé bara allt komið og maður sé snillingur en svo kemur bakslag og maður getur ekki fyrir sitt litla líf gert neitt af viti. Kannski er maður að reyna of mikið. Er með nokkrar myndir í burðarliðnum en ekkert gengur. Sótti um að vera með á Haustsýningu Listasafns Akureyrar um daginn. Maður þurfti að senda inn myndir af 2 verkum, CV og allan pakkann. Síðan leið og beið en í fyrradag fékk ég loks tölvupóst um verkunum hafi verið hafnað. Einhverra hluta vegna tók ég þetta alls ekki nærri mér. Það var samt ægilega góð tilfinning þegar ég seldi svo báðar þessar myndir í dag á einu bretti. Ég var sjálfur alltaf býsna ánægður með þær.
Var ekki spot on núna. Ætlaði að vera svo voðalega frjálslegur og kúl á því en þetta endaði sem hálfgert hrat. Fjallið og hróin ágætt en húsin allt of loðin og skrítin á litin
Aftur að gömlu verkefni. Á alltaf eftir að skila af mér einni gamalli Brekkumynd. Gerði eina í kvöld sem lofaði svo sem nokkuð góðu en ég flippaði svo út í lokin. Klára hana næst
Eitt af elífðarverkefnunum er að mála Vaglir fyrir tengdaforeldrana. Hef verið með þetta bakvið eyrað í allavega 2 ár. Gerði fyrstu skissu í kvöld og hún lofar nokkuð góðu held ég. Litirnir eru býsna góðir og ég hlakka til að gera aðra tilraun á betri pappír.
Jæja þá er yndislegur dagur að baki og við búin að gefa dóttur okkur nafn. Hún fékk nafnið Dagbjört Lóa Bjarnadóttir við fallega athöfn sem Davíð Örvar vinur okkar stýrði. Ég er að sjálfsögðu afar ánægður með nafnið og veit að mamma er það líka. Oft verður mér líka hugsað til Dagbjartar langömmu sem var mikil kjarnakona og langt langt á undan sinni samtíð um margt. Þó dagurinn hafi aðeins dregið úr manni fór ég samt inn í vinnustofu og gerði aðra tilraun á Dalsmynni. Þessi er mjög lík hinni en húsin eru mun betri en rofabörðin eru erfið og ég veit ekki hvort þau komist til skila. Annars finnst mér vænt um hvað hefur verið mikil umferð hérna á blogginu hjá mér síðustu daga og vikur. Ekki veit ég hversvegna en það er nú frekar til að halda manni við efnið.
Var að skottast uppi í vinnu fram á rauðanótt. Þegar ég kom heim þá gerði ég eina hraðskissu af Dalsmynni sem ég hef lengi ætlar að gera. Mætti bæta örlítið tónana til að fá betri dýft og svo urðu gömlu fjárhúsin aðeins of dökk.
Það var fallegt í dag og spegilslétt vatn. Langaði til að skissa eitthvað svoleiðis. Gerði eina í flýti og skreið svo í bælið enda óvanur verkamannavinnu nú orðið.
Ég held áfram í fjallastemmningunni, þetta hlýtur að fara að verða býsna leiðigjarnt fyrir gesti þessarar síðu. Ég er aðeins búinn að vera að velta fyrir mér uppbyggingu málverka og mynda og þessi skissa spratt upp úr því. Þó hún sé frekar lík öllum hinum "Lindarmyndunum" þá vann ég hana svolítið öðruvísi og mun blautari. Ég færði líka sjóndeildarhringinn ofar eins og er algengt með landslagsmyndir. Veit ekki alveg með þessa tjaldapælingu sem var einhverskonar tilraun til að fylla upp í forgrunninn- ég ætla að sofa á því. Síðan bætti ég við einni mjög frjálslegri
Málaði nokkuð mikið í kvöld en held að þessi hafi verið einna skást- ef maður horfir framhjá runnanum allavega. Gerði aðra ágæta, mjög frjálslega. Blanda saman stílum á morgun og nálgast einhverja gleði