H-7


Ég held áfram í fjallastemmningunni, þetta hlýtur að fara að verða býsna leiðigjarnt fyrir gesti þessarar síðu. 

Ég er aðeins búinn að vera að velta fyrir mér uppbyggingu málverka og mynda og þessi skissa spratt upp úr því. Þó hún sé frekar lík öllum hinum "Lindarmyndunum" þá vann ég hana svolítið öðruvísi og mun blautari. Ég færði líka sjóndeildarhringinn ofar eins og er algengt með landslagsmyndir. Veit ekki alveg með þessa tjaldapælingu sem var einhverskonar tilraun til að fylla upp í forgrunninn- ég ætla að sofa á því.

Síðan bætti ég við einni mjög frjálslegri

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði