Perur - Marek Yanai - Vatnslitir á pappír Eins og ég hef kannski minnst á hérna á blogginu þá verð ég með myndlistasýningu í Reykjavík í desember 2015. Ég var búinn að ætla mér að ná að mála 15-20 sýningarhæfar náttúrumyndir í sumar- úti. En nú snjóar bara og snjóar.......... og snjóar. Ég er því farinn að spá í hvort ég endi bara með því að mála kyrrlífsmyndir í rólegheitum í HobbýDú. Það er líka ekki eins tímafrekt. Hlýtt, engin vargur, kaffi og Rás 1. Það er svo skrítið með það að það er einhvernveginn allt í lagi að karlar máli blóm og ávexti. Ef konur gera það er það aftur orðið eitthvað væmið og ómerkilegt. Ég hef heyrt kvenkyns myndlistarmenn tala um þetta. Fáránlegt, ekki satt? Það hefði kannski verið viðeigandi að birta mynd eftir konu víst ég er að þusa þetta. En þessi mynd, sem mér finnst alltaf ótrúlega flott, er eftir Marek Yanai. Hann er held ég Ísraeli. Það er hægt að sjá myndband á youtube þar sem hann málar þessa mynd.