Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2015

Skissa....

Mynd
eftir mynd af netinu

Skissur kvöldsins

Mynd
Ein skissa af vinnuborðinu og hin héðan úr sveit í póstkortastærð. Hún er oflýst svo það sést ekki að liturinn og bjarminn á himni og fjalli tókust býsna vel

Minnisbær

Mynd
Þetta var skemmtilegt. Engin fyrirmynd, bara eftir minni. Veit vel að þetta er ekki eins enda er ég með skáldaleyfi. Sé smá rugling í litanotkun þar sem blái liturinn í kringum húsið gæti litið út sem vatn

Perur

Mynd
Perur - Marek Yanai - Vatnslitir á pappír Eins og ég hef kannski minnst á hérna á blogginu þá verð ég með myndlistasýningu í Reykjavík í desember 2015. Ég var búinn að ætla mér að ná að mála 15-20 sýningarhæfar náttúrumyndir í sumar- úti.  En nú snjóar bara og snjóar..........    og snjóar. Ég er því farinn að spá í hvort ég endi bara með því að mála kyrrlífsmyndir í rólegheitum í HobbýDú. Það er líka ekki eins tímafrekt. Hlýtt, engin vargur, kaffi og Rás 1. Það er svo skrítið með það að það er einhvernveginn allt í lagi að karlar máli blóm og ávexti. Ef konur gera það er það aftur orðið eitthvað væmið og ómerkilegt. Ég hef heyrt kvenkyns myndlistarmenn tala um þetta. Fáránlegt, ekki satt? Það hefði kannski verið viðeigandi að birta mynd eftir konu víst ég er að þusa þetta. En þessi mynd, sem mér finnst alltaf ótrúlega flott, er eftir Marek Yanai. Hann er held ég Ísraeli. Það er hægt að sjá myndband á youtube þar sem hann málar þessa mynd.

Church sketch

Mynd
Svolítið verkefni sem ég er með bakvið eyrað og skissa stundum

Lítill bátur

Mynd
Það er alltaf eitthvað sem heillar mig við báta. Og fjöruna. Sem krakki gat maður gleymt sér niðri í fjöru tímunum saman. Núna bý ég uppi á fjöllum og sakna þess stundum að heyra ekki í sjónum og finna lyktina. Í gær var ég að sortera gamlar myndir og tók til hliðar ljót verk til að nota sem skissupappír. Málaði þennan litla bát aftan á einhverja gamla mynd. Stal fyrirmyndinni á netinu. Grófur blýantur og frjálslega unnið. Kannski ég ætti að bæta nokkrum mávum inn á og athuga hvort maður finni þá þanglykt.

Húsin

Mynd
Kláraði myndina. Flækti þetta of mikið fyrir mér og klúðraði henni

Unfirbúningur

Mynd
Ég hef lítið skissað og ekkert málað síðustu daga. Á því þarf að verða einhver breyting. Ég byrjaði samt á málverki af útsýninu héðan af sjúkrahúsinu. Við Spítalastíginn eru 3 falleg og gömul timburhús sem maður horfir niður á. Mér datt í hug að áhugavert væri að setja þau neðst í verkið. Þau verða umkringd trjágróðri, síðan kemur pollurinn og ströndin hinumegin eftst. Engin himinn. Þetta gæti orðið dálítið sérstakt.

Andlitsmynd af eldri manni

Mynd
Portrait of an old man - Vincent van Gohg - 1885. Olía á striga Í tilefni dagsins langar mig að birta meistaraverk eftir van Gogh. Andlitsmynd af eldri manni. Áhugasamir um málaralist kunna sjálfsagt að meta einfaldleikann sem er í þessu verki. Verkið gerði hann þegar hann dvaldi í Antwerp í Belgíu. Ég er sjálfur að dunda við eina mynd hérna á sjúkrahúsinu en hugsa að ég máli hana ekki fyrr en ég er kominn heim. Kannski undirbý ég fleiri þó útsýnið á spítalanum sé ekkert sérstakt.

New human being

Mynd
Í gær kom í heiminn þetta litla kraftaverk. Hún fæddist kl. 09.20 og vóg við fæðingu 2966 gr (12 merkur) og var 48 cm. Þessi dásamlega litla mannvera var tekin úr móðurkvið með keisaraskurði þar sem eðlileg fæðing var ekki möguleg vegna "fyrirsætufylgju". Eftir að hafa gengið í gegnum veikindi með Brynleif eftir fæðingu og svo fósturlát síðasta vor er óhætt að segja að maður hafi ekki tekið því sem gefnu að allt gengi vel. Síðustu vikur, og reyndar mest öll meðgangan, hefur verið tregablandin. Það er erfitt að geta ekki bara leyft sér að bara njóta þess í botn að ganga í gegnum þetta. Það var sérstök upplifun að verða vitni af fæðingu með keisaraskurði (nú tala ég út frá sjónarhóli föður). Við venjulega fæðingu reiknar maður bara með að allt gangi vel og upplifir ekkert stress fyrr en fæðingin er hafin. Við keisara snýst þetta við. Maður veit tímasetningu og er kannski kvíðinn nokkra daga á undan. En svo þegar aðgerðin hefst líður þetta úr manni. Aðgerðin g...

Brynjuís

Fór í Brynju áðan að kaupa staðgóðan eftirmat fyrir mig og Guðrúnu. Eitthvað sem kemur okkur í gott form fyrir keisaraskurðinn í fyrramálið. Skrítið að eiga vona á erfingja og vita ca. nákvæmlega hvenær hann birtist. Ég veit hann verður fullkominn eins og Elvis. Þar sem ég stóð í Brynju og var að góna á gólfið gerði ég merkilega uppgötvun. Af 12 viðskiptavinum voru 7 í Nike Free skóm. Ég beið eftir að þeir fengju afhent box með graskögglum og myndu svo hlaupa jarmandi til fjalla.

Bréfaskriftir

Mynd
Við erum búin að vera á Akureyri síðustu daga að bíða eftir nýja fjölskyldumeðlimnum. "Fyrirsætufylgjan" gerir það að verkum að við megum ekki víkja langt frá sjúkrahúsi. Við höfum verið í dásamlegri íbúð sem Rauði krossinn á og haft það gott.  Í nótt vaknaði Guðrún upp við smá blæðingu og því þurftum við að færa okkur yfir á sjúkrahúsið. Þar fengum við stofu þar sem er pláss fyrir mig líka. Við höfum það gott og búið er að flýta keisaranum til föstudagsins 17. apríl. Við höldum að þetta sé strákur en vitum svo sem ekkert. Þó við séum viss um að þetta endi allt vel höfum við verið pínu stressuð og eirðarlaus. Ekkert náð að lesa en spjallað þeim mun meira. Við erum líka að útbúa pakka til vina á erlendri grundu og skrifa bréf. Ég teiknaði aðeins á hausinn. Kannski maður teikni eitthvað meira en ég þori nú ekki að fara að vatnslita hérna.

Natúrel

Getum við ekki mokað þessari náttúru upp á kerru og farið með hana einhvert þar sem hún er ekki fyrir okkur? Áðan var ég inni. Svo fór ég út í búð. Eftir það fór ég út fyrir bæinn. Þar var náttúran!

Frjálslegir Þingvellir

Mynd

Mynd verður til

Mynd
Sum mótíf leita alltaf í sama farið. Ég ætlaði að gera eitthvað alveg nýtt og ferskt en endaði með kópíu af síðustu mynd af sama fjalli. Það er eins og sumar myndir máli sig sjálfar.

Þorri

Mynd
Við karlpeningurinn skruppum á Sýningu Þorra Hringssonar í Hofi á Akureyri. Ótrúlega falleg sýning hjá mögnuðum listamanni. Ekki auðvelt að velja mynd til að birta sýnishorn. Þessi er aðeins ein af mörgum snilldar myndum sem munu hanga fram í ágúst, að mér skilst. Afsakið gæðin

fJALLaSKisSa

Mynd
Er loksins að verða búinn að fatta hvernig ég mun hafa þessa mynd. Þessi er í áttina
Mynd
Gamla Stokkseyri - Steingrímur St. Th. Sigurðsson, 1983. Olía á striga Keypti mér málverk á vefuppboði í síðasta mánuði. Þetta byrjaði í hálfkæringi en ég fór svo alla leið á endanum og beit af mér alla keppinauta. Verkið er eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson sem lést árið 2000, þá 75 ára gamall slétt. Steingrímur þessi var víst nokkuð litríkur karakter og bóhem. Fæddur og uppalinn á Akureyri en hafði blendnar tilfinningar til þess bæjarfélags alla tíð. Það er kannski ekki skrítið þar sem hann ku hafa verið sterk gáfaður.  Í minningargrein las ég að hann hafði verið leikfélagi Siglaugs afa hennar Guðrúnar sem barn. Hann þvældist hingað í Mývatnssveit eitthvert sumarið, rétt fyrir andlátið og sat á Gamla bænum í einhverja daga og drakk og málaði starfsfólkið. Því miður held ég að starfsfólkið hafi ekki haldið upp á teikningarnar. Ég er búinn að lesa allt sem ég finn um hann á netinu sem gerir það ennþá ánægjulegra að eiga þessa fallegu olíumynd. Ég er alltaf veikur fyrir ...

Fjallaskissa

Mynd

Sýningar

Mynd
Gallinn við að vera á kafi í að skipuleggja menningardagskrá og sýningar er að maður hefur engan tíma aflögu til að mála. Við í Gjallanda erum í raun búin að setja upp 3 sýningar nú um páskana og það hefur verið hrikalega gaman, en tekið á. Páskadagskránni líkur á morgun og þá fer að gefast tími til að hugsa um eitthvað annað. Einn stjórnarfundur og svo leggst Gjallanda væntanlega í dvala fram á næsta haust.  Ég á eftir að mála eina mynd eftir pöntun en þegar það er búið fer ég að snúa mér að því að mála fyrir myndlistasýninguna í Reykjavík í desember. Það verður krefjandi en skemmtilegt. 

Stundum.....

Mynd
.... verður maður að prufa eitthvað nýtt