Sýningar


Gallinn við að vera á kafi í að skipuleggja menningardagskrá og sýningar er að maður hefur engan tíma aflögu til að mála. Við í Gjallanda erum í raun búin að setja upp 3 sýningar nú um páskana og það hefur verið hrikalega gaman, en tekið á.

Páskadagskránni líkur á morgun og þá fer að gefast tími til að hugsa um eitthvað annað. Einn stjórnarfundur og svo leggst Gjallanda væntanlega í dvala fram á næsta haust. 

Ég á eftir að mála eina mynd eftir pöntun en þegar það er búið fer ég að snúa mér að því að mála fyrir myndlistasýninguna í Reykjavík í desember. Það verður krefjandi en skemmtilegt. 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði