Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2015

Seattle

Mynd
Beðið eftir flugi til Oakland

Kro

Mynd
Krot

Að tala við fólk eða ekki

Sit á Akureyri og bíð eftir flugi. Það hríðar eitthvað og blæs og ég er búinn að vera að góna út um gluggann og spá í hvort ég eigi að reyna að flýta fluginu. Samt veit ég að það borgar sig ekkert að vera að stressa sig of mikið á þessu. Þetta er eins og að hlaupa milli biðraða í Bónus. Þegar þú hleypur yfir í röðina sem er styttri þá þarf afgreiðslumaðurinn allt í einu að fara með vöru inn í búð og leita að strikamerkinu og verðinu. Þú tapar á þessu. Ég veit ekkert hvernig veðrið verður á eftir. Ég reyndi samt eitthvað að hringja og athuga með breytingar á miða. Fékk ekki að tala við neinn. Bara hlusta á símsvara og ýta á 1, 2 eða 3, eftir atvikum. Í dag er svo dýrt að hafa fólk í vinnu og það er svo mikið meira að gera en árið 1995 að engin má tala í síma lengur. Veldu einn fyrir að hlusta á símsvara sem bendir þér á að skoða bara sjálfur á netinu hvernig þetta virkar. Fer til San Francisco seinnipartinn á morgun að hitta góða vini. Spila smá golf og keyra um Napa-dalinn. Eflaust...

Endað í sama fari

Mynd
Skissaði þessa og ætlaði svo að mála hana allt öðruvízi. Útkoman varð svo ekkert sérstök. Maður sér eitthvað fyrir sér og gerir svo eitthvað allt annað. Það boðar yfirleitt ekki neitt gott

L A xN eS S

Mynd
Halldór Laxness potrett eftir Einar Hákonarson, 1984 Það er um að gera að blogga eins og andskotinn sé á hælunum á manni. Nú er ég samt eiginlega búinn að gleyma því hversvegna ég byrjaði á þessari færslu. Myndin hans Einars Hákonarsonar stendur samt alveg fyrir sínu. Halldór situr með vindilinn sinn og kaffibolla. Karlinn varð fjörgamall þrátt fyrir vindlareykingar. Sönnun þess að maður ætti að byrja að reykja vindla.

Meira skiss

Mynd
Og ég reyni áfram að vera duglegur að skissa. Í hádeginu rakst ég á gamla mynd af Stórutungu í Bárðadal á fésbókinni í eyðibýlagrúppunni sem ég er í. 

Skissur

Mynd
Þó ég máli lítið núna reyni ég að herða mig í skissum. Mæla árangur í fjölda blaðsíðna en vera ekki of krítískur á útkomuna

Einfaldleiki

Mynd
Stundum heillast ég mjög og hallast að einfaldleikanum. Við þurfum meiri einfaldleika- ekki bara í listinni. Til að koma mér í gang að mála ákvað ég að skoða vatnslitamyndir eftir Tolla þar sem þar er aldrei neinu ofaukið. Hér er ein
Ég er á mörkum þess að semja ljóð. Það verður  nú eitthvað. Kveðja, Bjarni Ps. Sem minnir mig á það að ég samdi einu sinni ljóð um bláskel sem var búin að spinna sig fasta á bryggjustólpa. Það var ágætt ef ég man rétt

Kirkja

Mynd
sem tengist fjölzkyldunni. Gerði þessa skissu í gær að gamni þar sem ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég ætti að prufa að mála þessa kirkju.
Ég stóð mig að því áðan að vera að blístra stefið úr Landum á Rúv. Ég þarf greinilega að hugsa minn gang.

Sjónvarpsgláp

Mynd
Í skissubók

Þekkt ferli

Þeir sem hafa reynt að lesa heimspeki þekkja ábyggilega ferlið sem ég lýsi núna: Maður ákveður að lesa eitthvað sem Slavoj Zizek sagði um náttúruna. Hann byggir það á bók eftir Timothy Morton sem maður verður sér úti um. Til að skilja Morton verður maður að skilja Hegel. Hegel er að skrifa margt sem er gegn því sem Kant skrifaði. Maður þarf að glöggva sig á Kant. Þegar maður flettir svo upp á Kant í Heimspekisögu eftir Gunnar Skirbekk skilur maður kannski ekki rassgat. Þá fer maður á youtube og skrifar Kant for retards. Þar finnur maður video sem maður skilur ekki rassgat í og endar með því að horfa bara á krúttlegt myndband af kanínu í baði. En maður reynir. Svona er heimspeki. Karl Marx byggir sitt mikið til á Hegel. Slavoj Zizek leiðir út í Hegel og Lacan sem verður ekki skilinn nema í samhengi við Freud. Það er ekki hægt að sleppa úr neinu- maður verður að byrja á byrjunni. Það getur verið kvalarfullt að fara í gegnum þetta. En hversvegna er maður þá að berjast við það? Heim...

Málaði

Mynd
í kvöld. Það varð ekki betra en það að ég ákvað frekar að pósta mynd sem ég tók á leið úr vinnu

Rekki

Mynd
Þetta er það næsta sem ég hef komist því að mála síðan fyrir jól. Handavinna samt. Byrja á morgun

Netið

Margir heimspekingar velta því nú fyrir sér hvernig við hugsum um náttúruna og hvort að sú hugsun sé þess valdandi að hvorki gengur né rekur í að vernda hana- eða þannig. Má þar nefna tilhneygingu okkar til að skilja okkur frá henni í umræðunni, setja hana á stall og dáðst að henni úr fjarlægð. Við erum ekki lengur hluti af henni. Maður að nafni Timothy Morton hefur samið um þetta nokkrar bækur. Ég hef ekki lesið þær en aðeins kynnt mér texta á netinu. Hann hefur m.a. velt því fyrir sér hvort listræn túlkun á náttúrunni geti fært okkur nær henni á einhvern hátt eða opnað nýjar dyr. Hann hefur einnig verið með kenningar um "netið", sem við öll erum hluti af. Ég á erfitt með að lesa íslenska heimspekitexta, hvað þá enska. Oft finnst mér gott að þýða þetta staf fyrir staf og velta því fyrir mér. Þýddi smá úr einni bók frá honum. Stuttan texta um netið. Vistfræðilega hugsun er einnig að finna í hinni yndislegu straðreynd um "netið". Allir lifandi hlutir eru netið...

Málverk

Mynd
Fjallamynd eftir Guðmund Ármann Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem fara út í náttúruna og mála myndir. Það er erfitt, það er gaman og það er gefandi. Menn ná betur að fanga náttúruna og koma henni til skila. Oft gerist líka eitthvað óvænt- jafnvel það sem stundum er nefnt "happy accident" og gefur myndunum karakter.  Fór í heimsókn í kvöld þar sem bar að líta 3 fallegar vatnslitamyndir eftir Guðmund Ármann á Akureyri. Hann málar mikið úti og blandar því jafnvel við stangveiði. Hvílir sig á stönginni með því að mála. Tekur sér svo pásu frá málningunni og fer að veiða. Er til eitthvað gáfulegra? Ég viðurkenni fúslega að ég er misjafnlega hrifinn af myndunum hans (eðlilega) en ég hef alltaf svolítið gaman að þessum "economíska" stíl. Hér er engu ofaukið. Fjallið í fjarska er í raun bara nokkur strik. Þetta eru myndir sem gaman er að skoða og þær þurfa fjarlægð til að njóta sín. Miðað við áferðina á myndinni ætla ég að giska á að það hafi ekki verið mjög hl...

Skammdegis eitthvað

Mynd
Reflection (Self portrait), 1985 Lucian Freud Það er einhver pirringur í mér. Ég ætla ekki að fara að halda því fram að ég hrjáist af skammdegisþunglyndi en finn samt fyrir einhverjum pirringi eftir jólin. Langar að komast suður og ylja mér undir birtu ljósastauranna. Fara á listsýningar, hjóla, fara á kaffihús og í Björk að skoða forboðið grænmeti. Hver hefði trúað að maður ætti eftir að horfa til Reykjavíkur eins og útlanda. Ég hef samt ákveðið að falla ekki í sömu gryfju og hefðbundnir einfeldningar, þ.e. að reyna að sjá björtu hliðarnar á hlutunum eða fara að telja mér trú um að þetta muni batna með hækkandi sól. Það mun allt fara til helvítis- það vita allir heilvita menn. Ég hef ákveðið að hætta að lesa fréttir og jafnvel loka mig af frá samfélaginu - ruglið sem er í gangi er svo yfirþyrmandi. Sökkva mér bara í skáldskap og heimspeki. Draga svo upp penslana að nýju. Paul Cézanne sagði "Heimurinn skilur mig ekki og ég skil ekki heiminn, þess vegna hef ég dregið mi...

Guð

Maður ræðst inn í kosher-búð gyðinga í París, tekur gísla og myrðir fólk með köldu blóði. Allt út af guði sem er ekki til. Sérsveitin notaði síðan tækifærið og ruddist inn og skaut hann þar sem hann kraup á gólfinu og bað til guðs sem er ekki til.

Fornir munir

Mynd
Er búinn að liggja inn á þeim skemmtilega og fróðlega vef sarp.is. Þar hef ég fundið töluvert af merkum minjum úr Mývatnssveit sem ég vissi ekki af. Margir þekkja Baldursheimskuml (sem varð til stofnunar Þjóðminjasafns Íslands) og allir vita um mikinn uppgröft á Hofstöðum á síðustu árum. Færri vita að merkar minjar hafa einnig fundist við Arnarvatn, Gautlönd, Ytri Neslönd og í Suðurárbotnum (Hrauntungu). Ég gerði að gamni grófar skissur af einhverjum munum. Ástæðan er að ég fór að velta fyrir mér hvort gaman gæti verið að skissa og mála þessa gripi og setja saman sýningu ásamt upplýsingum. Þannig væri hægt að miðla þessu á einhvern hátt. Eiginlega á mjög menningarlegan hátt. Gaman væri að skissa eða mála fundarstaðinn líka. En þetta er nú bara hugmynd sem veður aldrei að veruleika. Eða hvað?

Jólamyndir

Mynd
Jólatréið frá Ingimar afa Jæja þá er maður búinn að gera albúm í fyrsta skipti í 1000 ár. Maður er alveg hættur að nenna að halda þessu úti eftir að fésbókin heltók alheiminn. Var búinn að lofa pabba og Hafrúnu myndum frá jólunum. Einhver video fylgdu líka. Verst að þetta er allt tekið á síma og gæðin því ekki góð. En allavega....... Myndirnar má sjá hér.

Endurnæring

Nú er ég byrjaður á síðustu bók Einars Kára í Sturlungafjórleiknum. Ég er afskaplega hrifinn af þessum bókum þó Skáld sé svo sem ekkert sérstaklega skemmtileg. Mér finnst hún vera hálfgert Bonus Features. Fyllir uppí og bætir við fyrri 2 bækurnar. Ég er kominn of stutt í Skálmöld  til að geta dæmt um hana en hún grípur strax á fyrsta kafla. Eitt af því skemmtilega við að lesa þessar bækur er að spegla samtímann í tíma Sturlunga. Það hefur lítið breyst. Höfðingjar sitja landið og skipta því á milli sín. Nú drepa þeir bara ekki hvorn annan. Því miður.

Pest

Mynd
Nú er stórfjölskyldan að stíga upp úr mikilli pest. Aðfaranótt laugardags hrökk ég upp við að Guðrún tók undir sig mikið stökk beint upp úr rúminu og hafði ekki viðkomu fyrr en úti á miðju gólfi. Ég hélt að menn Kolbeins unga væru að ríða í hlað og ætluðu að höggva okkur. Áttaði mig fljótlega á því að Brynleifur greyið var byrjaður að spúa inni í herbergi. Pestin gekk svo á línuna og felldi okkur eitt af öðru. Guðrún, Brynleifur og Daníel sluppu sennilega skást en ég og Brynjar glímdum við miklar kvalir og þrautir. Á tímabili grét Brynjar og lá á beru gólfinu. Við skulum ekki lýsa neitt drullunni og ælunni. Maður var farinn að óska þess að Kolbeinn ungi hefði virkilega riðið í hlað og væri búinn að höggva mann. Annars hlýt ég að vera búinn að lesa of mikið af Sturlunga fjórleik Einars Kárasonar því mig dreymdi aðfaranótt föstudags að ég og Ólafur Darri aflífuðum tiltekinn mann hérna við snúrustaurana útivið. Ólafur var klæddur í forn klæði en ég veit ekki hvernig ég var til ...