Reflection (Self portrait), 1985 Lucian Freud Það er einhver pirringur í mér. Ég ætla ekki að fara að halda því fram að ég hrjáist af skammdegisþunglyndi en finn samt fyrir einhverjum pirringi eftir jólin. Langar að komast suður og ylja mér undir birtu ljósastauranna. Fara á listsýningar, hjóla, fara á kaffihús og í Björk að skoða forboðið grænmeti. Hver hefði trúað að maður ætti eftir að horfa til Reykjavíkur eins og útlanda. Ég hef samt ákveðið að falla ekki í sömu gryfju og hefðbundnir einfeldningar, þ.e. að reyna að sjá björtu hliðarnar á hlutunum eða fara að telja mér trú um að þetta muni batna með hækkandi sól. Það mun allt fara til helvítis- það vita allir heilvita menn. Ég hef ákveðið að hætta að lesa fréttir og jafnvel loka mig af frá samfélaginu - ruglið sem er í gangi er svo yfirþyrmandi. Sökkva mér bara í skáldskap og heimspeki. Draga svo upp penslana að nýju. Paul Cézanne sagði "Heimurinn skilur mig ekki og ég skil ekki heiminn, þess vegna hef ég dregið mi...