Fornir munir

Er búinn að liggja inn á þeim skemmtilega og fróðlega vef sarp.is. Þar hef ég fundið töluvert af merkum minjum úr Mývatnssveit sem ég vissi ekki af. Margir þekkja Baldursheimskuml (sem varð til stofnunar Þjóðminjasafns Íslands) og allir vita um mikinn uppgröft á Hofstöðum á síðustu árum. Færri vita að merkar minjar hafa einnig fundist við Arnarvatn, Gautlönd, Ytri Neslönd og í Suðurárbotnum (Hrauntungu).

Ég gerði að gamni grófar skissur af einhverjum munum. Ástæðan er að ég fór að velta fyrir mér hvort gaman gæti verið að skissa og mála þessa gripi og setja saman sýningu ásamt upplýsingum. Þannig væri hægt að miðla þessu á einhvern hátt. Eiginlega á mjög menningarlegan hátt. Gaman væri að skissa eða mála fundarstaðinn líka. En þetta er nú bara hugmynd sem veður aldrei að veruleika. Eða hvað?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði