Færslur

Sýnir færslur frá október, 2014

Föstudagsdund

Mynd
Different place in my head

Skissað í vinnu í gær

Mynd

Sagan endalausa

Mynd
Skásti forgrunnurinn til þessa. Ágætis æfing aftan á annari verri

Slægjuræða

Ákvað að birta hér ræðuna sem ég fór með á Slægjufundi 2014. Ræðan er skrifuð eins og ég las hana upp en ekki prófarkarlesin. Þið verðið bara að lifa með því Kæru fundargestir, Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur að fá að halda ræðu hér í dag en hana ætla ég að byrja á hugleiðingu um minningar. Það er svo skrítið með minningar, eins sjálfsagðar og okkur þykja þær yfirleitt, hversu margbrotið og flókið fyrirbæri þær í raun eru. Þær svífa um í kollinum á okkur, stundum eins og óskýrar myndir eða blaðaúrklippur. Við teygjum okkur stundum eftir þeim, en þær eru útsmognar og við náum ekki alltaf að festa hönd á þeim. Stundum, þegar við svo loks náum einhverri mynd er hún kannski farin að dofna og að lokum hverfur hún jafnvel alveg. Til að flækja málið blandast svo við minningarnar aðrir hlutir; draumar, ímyndanir, lygasögur eða framtíð sem aldrei varð. Ein allsherjar hringiða minningarbrota þyrlast um í hausnum á okkur og færist sífellt fjær. Ég reyni stundum að sjá fyrir mér hve...

Hverf......

Mynd
Fór að mála aftur í kvöld. Jólakortahugleiðingar. Þessi leit mjög skringilega út half way through en ég er nokkuð ánægður. Finnst hún samt aðeins of hlý. Sennilega ekki lokaútgáfa

Gamli XTR

Mynd
Skrapp á afvikinn og fáfarinn stað í tvo tíma í dag. Tók með mér gamlan félaga sem hefur að mestu verið á hliðarlínunni síðustu árin. Winchester 1300 XTR sem ég fékk í tanngjöf frá pabba. Veiddi vel. Fyrirgefðu mér gamli vinur, þú verður aldrei skilinn eftir heima aftur.

Slægjufundur

Mynd
Slægjufundur í dag. Ég var með ræðu. Eitt verkefni farið af listanum. Mála á morgun. Kannski rjúpnatrítl

Pekel

Mynd
Herman Pekel - sem er ástralskur málari - er í nokkru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Verkin hans eru eitt og svo er það maðurinn sjálfur. Ég hef séð video of honum mála og hann er óborganlegur karakter. Fyndinn og lifandi. Þurrkar penslana í fötin og lifir sig inn í þetta í botn. Það sést líka á verkunum hans. Mest af landslagsmyndunum hans eru málaðar í frekar flatneskjulegu umhverfi (það sem ég hef séð allavega). Ég hef gaman af þeim verkum og viðfangið viss áskorun í sjálfu sér. Oft er mistur í lofti og hæðirnar í fjarlægð ganga í samband við himininn. Hús, staurar, dýr og önnur smáatriði gjarnan túlkuð meistaralega vel með mjög einföldum hætti. Ég get samt ekki annað en velt því fyrir mér hvernig hann tækist á við íslenska náttúru. Bláfjall að sumri í sunnan stormi með fjallaskúrum og mistri. Þörungagrænt vatnið, hvítfissandi öldur og Haganesland í forgrunni. Ég held það gæti verið stórkostlegt. Ég er í mörgum verkefnum núna og mála lítið þessa viku. Þá verð ég að rífa mig...

Hjólatúr á nýja hjólinu

Mynd
Túr tekinn í rólegheitum- um 15 km á ca. 1,5 tímum. Fór að heiman, meðfram Stórugjá, gegnum hraunið í Kambinum. Slóðar-hraun-Hverfjall-Jarðbaðshólar-meiri slóðar- meira hraun. Almáttugur ..... ég á ekki til aukatekið orð yfir þessu hjóli.  Ég hef enga reynslu í fjallahjólamennsku og því vissi ég ekkert við hverju ég ætti að búast varðandi þetta hjól. Það er hreint ótrúlegt hversu auðveldlega maður líður um móa, mela, hraun og slóða á þessu. Fjöðrun að framan og aftan gerir það að verkum að manni finnst maður fljóta yfir landinu. Hjólið klifrar líka mjög vel og á grófum nagladekkjunum lætur maður vaða upp brekkur sem manni hefði sjaldan eða aldrei dottið í hug að fara á hjóli. Í stuttu máli má segja að manni séu allar leiðir færar. Sem nýliða í fjallahjólamennsku finnst mér munurinn á þessu og því að vera á götuhjóli svipaður og munurinn á því að hlaupa á malbiki og að hlaupa úti í náttúrunni. Þetta er mikið meira frelsi og mikið skemmtilegra. Fyrir mig allavega. Maður si...

2 skissur

Mynd
Önnur þeirra kom mér á sporið. Snjárinn er samt tricky

Skissa

Mynd
Það byrjar allt einhvern veginn. Kannski verður þetta að málverki.

Langtíburtistan

Mynd
Hugarflugsskissa á krasspappír

Köld skissa

Mynd
Var að hugsa um jólakort. Ætlaði að mála kindur en gleymdi því

Bernskubrek

Ég er búinn að birta allar myndirnar sem ég var með á sýningunni minni. Þið getið smellt á "Málverkasýning" hér í valmöguleikunum fyrir ofan ef þið viljið skoða. Kveðja, Bjarni

Sýning

Mynd
Lukkaðist frábærlega vel. Er mjög þreyttur og nenni ekki að mála núna. Set inn eina sem var til sýnis

Skissa

Mynd
Í vinnslu. Læt þetta gerjast og sé til hvort ég skemmi þetta með því að fikta meira í þessu seinna

Málverkasýning

Mynd
Þessi auglýsing birtist í Mýflugunni nú í morgun. Ég er ánægður með að hafa tekið af skarið. Pínu stressaður, mjög spenntur og líka svolítið stoltur af afrakstrinum. Fór yfir myndirnar í gærkvöldi með Þórði og samræmdi verðin á þeim. Hafði ekki skoðað sumar þeirra lengi. Þegar á heildina er litið er ég ánægður með útkomuna og hlakka gríðarlega til sunnudagsins. Kveðja, Bjarni

Himininn

Mynd
Þetta fór nú ekki eins og til stóð.

Sýning um næstu helgi

Málaði ekki eina einustu mynd um helgina, sem er óvanalegt. Kannski er líka ágætt stundum að reyna að temja sér smá aga og biðlund. Hættir of oft til að hefjast bara handa og vita ekkert útí hvað ég er að fara. Ég hef ekki ennþá getað tamið mér þá list að sjá verkið fyrir mér í hausnum áður en ég byrja. Kannski er ég bara ekki þannig. Eða kannski kemur það bara með tímanum. Ég málaði reyndar einn himinn um helgina- alveg dæmalaust fallegan. Hann bíður heima eftir því að fá félagsskap Bljáfjalls, Neslanda og hauslitadýrðar. Fyrirmyndin er mynd frá Agli. Stefni að því að halda málverkasýningu sunnudaginn 12. október í Birkihrauni 9. Bara heima í stofu, ekkert vesen. Kaffi á könnunni og allt á að seljast. Kveðja, Bjarni

Bátur

Mynd
Ónefndur bátur úr gamalli skipabók. -Málað á Steinhólum 2014- Þegar ég mála hengi ég alltaf myndirnar upp í kringum mig í vinnuherberginu. Þegar allt er orðið fullt ríf ég þær allar niður, fer yfir þær og ramma kannski einhverja inn ef mér líst svo á. Svo byrjar maður upp á nýtt. Nýtt upphaf, nýjar hugmyndir. Þrjár myndir hef ég samt alltaf skilið eftir hangandi á veggnum og ekki tímt að taka niður, einhverra hluta vegna. Samt ekki heldur viljað ramma þær inn. Gamall Volvo og svo blýantsteikning af manni að beisla hest. Mér er líka farið að þykja vænt um þessa mynd hér fyrir ofan. Ég man að ég var aldrei ánægður með hana þegar ég gerði hana. Þurfti að laga hana til með penna í lokin. Hún er samt að verða hluti af vinnuaðstöðunni minni. Alltaf á sínum stað, vinstra megin við málningardótið. Kannski ramma ég hana bara inn fyrir sjálfan mig við tækifæri.

Sneak Peak

Mynd
Fékk fjórar myndir úr innrömmun í gær. Hugsa að þar með sé ég loksins kominn upp í ásættanlegan fjölda fyrir litla myndlistarsýningu. Ætli verkin verði ekki 15 í allt, þar af 11 til sölu ef ég man rétt. Þetta er bara svona eitt og annað sem mér hefur dottið í hug að mála, ekkert sérstakt þema. Skánskir akrar Þessi mynd hérna fyrir ofan er í nokkru uppáhaldi hjá mér en mörgum finnst hún eflaust ljót. Stíll sem er einhver blanda af abstract og impressionisma kannski. Gróf og þarf smá fjarlægð. Ég brýt sjálfsagt einhver lögmál um litasamsetningu og tóna.... but who cares? Bjarni

Matur

Er að gera smá tilraun með sjálfan mig í tilefni svokallaðs Meistaramánaðar. Ég skammast mín hálfpartinn fyrir að sýna af mér slíka hjarðhegðun, en hugga mig við það, að ég hef hvergi skráði mig eða kíkt á neina heimasíðu. Ég er sem sagt ennþá rosalega svalur prinsippmaður. Ég er með 3 markmið fyrir mánuðinn: Ganga minnst 2 km á dag. Gera minnst 10 armbeygjur á dag auk armcurl með axlarlyftu með ketilbjöllu x10 á hvora hendi Borða mat Ég ætla ekki að útskýra þetta með matinn neitt náið núna en matseðill dagsins segir margt. Ávextir, ólífur og lambakjöt. Bara hreint kjöt, engin sósa eða rugl. Þetta er ekki búið að vera neitt mál í dag en ég bíð eftir bakslaginu.