Ákvað að birta hér ræðuna sem ég fór með á Slægjufundi 2014. Ræðan er skrifuð eins og ég las hana upp en ekki prófarkarlesin. Þið verðið bara að lifa með því Kæru fundargestir, Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur að fá að halda ræðu hér í dag en hana ætla ég að byrja á hugleiðingu um minningar. Það er svo skrítið með minningar, eins sjálfsagðar og okkur þykja þær yfirleitt, hversu margbrotið og flókið fyrirbæri þær í raun eru. Þær svífa um í kollinum á okkur, stundum eins og óskýrar myndir eða blaðaúrklippur. Við teygjum okkur stundum eftir þeim, en þær eru útsmognar og við náum ekki alltaf að festa hönd á þeim. Stundum, þegar við svo loks náum einhverri mynd er hún kannski farin að dofna og að lokum hverfur hún jafnvel alveg. Til að flækja málið blandast svo við minningarnar aðrir hlutir; draumar, ímyndanir, lygasögur eða framtíð sem aldrei varð. Ein allsherjar hringiða minningarbrota þyrlast um í hausnum á okkur og færist sífellt fjær. Ég reyni stundum að sjá fyrir mér hve...