Sneak Peak

Fékk fjórar myndir úr innrömmun í gær. Hugsa að þar með sé ég loksins kominn upp í ásættanlegan fjölda fyrir litla myndlistarsýningu. Ætli verkin verði ekki 15 í allt, þar af 11 til sölu ef ég man rétt. Þetta er bara svona eitt og annað sem mér hefur dottið í hug að mála, ekkert sérstakt þema.
Skánskir akrar
Þessi mynd hérna fyrir ofan er í nokkru uppáhaldi hjá mér en mörgum finnst hún eflaust ljót. Stíll sem er einhver blanda af abstract og impressionisma kannski. Gróf og þarf smá fjarlægð. Ég brýt sjálfsagt einhver lögmál um litasamsetningu og tóna.... but who cares?

Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði