Verkefni
Héðan er allt nokkuð gott að frétta. Hef verið að eyða síðustu dögum í að draga þorski blóð. Það er ekkert sældarlíf að vera þorskur í okkar höndum og þessi grey fá að finna fyrir því. Byrjuðum á því að geyma þorska í kerjum í eina viku og slátra þeim svo öllum, drógum þeim blóð og fleygðum svo sem hverju öðru sorpi í tunnu. Síðan höfum við tekið félaga þeirra einn af öðrum, grætt í þá slöngur sem eru til þess fallnar að draga blóð. Daglega eru svo tekin blóðsýni og ýmsir þættir mældir í eina viku. Ef þessi vika hefur ekki farið með þá yfir móðuna miklum (gerist stundum) þá hefst önnur vika sem hefst með þvingaðri mötun. Við troðum plastslöngu upp í þá, setjum í hana töflur með phytosteróli og ýtum þeim svo niður í maga með stöng einni mikilli. Nú eru blóðsýni tekin á 3,6,12 tíma fresti fyrsta daginn og svo á 24 tíma fresti út næstu viku. Eftir þetta finnst mér líklegt að við lemjum þá í hausinn og hendum þeim til bræðra sinna. Ég setti inn nokkrar myndir fyrir þá sem hafa áhuga á fisk...