Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2007

Pirr

Þess dagur er búinn að vera einhver mesti pirrdagur hjá mér í langan tíma. Það væri allt of langt og leiðinlegt að telja upp hversvegna, en ég hef eytt megninu af honum í að vorkenna mér. Eftir að hafa étið upp úr einum salatbakka úr Hagkaup og hugsað um hversu erfitt líf mitt er í dag ákvað ég að labba aðeins út, taka einn hring hérna á planinu og fríska mig við. Þegar ég var kominn út á plan fann ég brotinn penna í mölinni sem ég tók upp. Á honum stóð "Jesús er lausnin fyrir þig". Nú er það bara spurning hvernig ég næ sambandi?

Styttist í Noregsferð

Jæja þá er að verða nokkuð stutt í að maður yfirgefi frón um sinn og nokkuð víst að maður verður á hvolfi þangað til. 23. júlí flýg ég frá Akureyri og þarf að vera farinn með bílinn minn til Seyðisfjarðar 18. sama mánaðar (hann fer með Norrænu). Svo er bara að tæma íbúðina í kvöld og eyða því sem eftir er af tímanum hér á skrifstofunni og niðri á labba. Það verður drullu fínt að komast út og Stebbi verður með mér þarna í einhverja dag, bæði í Danmörku og Svíþjóð. Búnir að fá húsið lánað hjá pabba og Hafrúnu og svo er bara að spila golf. Að sjálfsögðu mun ég ekki svíkja lesendur mína og flytja mergjaðar golffréttir hér á blogginu, setja inn myndir, skrifa skor og breytingar á forgjöf. Ætli maður endi svo ekki með því að keyra upp til Gautaborgar og hitta Þolla og frú. Skólinn byrjar svo 6. ágúst með einhverri nýnemaviku og 13. sama mánaðar er fyrsti skóladagur. Ég reyndar verð að stinga af til Svíþjóðar að veiða þann 15. en við sjáum til Gott í bili.....

Blogg um ekkert

Nú er ég að gera það sem ég ætlaði aldrei að gera, blogga um ekki neitt. Var að koma ofan af golfvelli þar sem við Gunni fylgdumst með Arctic Open. Það var ágætt, sæmilega mikið af hallærislegum köllum með skyggnishúfur og einn og einn búinn að fá sér vel í litlu tánna. Júsí stemmning og kellingar með sólskyggni og leðurhúð. Gærdagurinn átti að verða besti dagur í heimi og við Gunni og Þórður ákváðum að nota veðrið vel og spila golf á Dalvík. Völlurinn þeirra er reyndar í Svarfaðadal og er mjög huggulegur en jæja......... Ég spilaði hræðilega, Þórður braut nýju Callaway sjöuna mína í runna og á leiðinni af vellinum svona ca. 50 km frá Akureyri gaf bílinn olíuljós og allt stopp. Höfðum okkur reyndar til Dalvíkur eftir símtal við bifvélavirkja og svo í bæinn eftir að hafa velt fyrir okkur Hafoline olíum í drykklanga stund og verslað veitingar af appelsínugulri meikdrottningu sem ég gæti trúað að hafi verið ungfrú Dalvík 1985. Ég hef alveg verið í meira hátíðarskapi. Ef einhver les þetta ...

In your face

Ef fólk tárast ekki yfir þessum 3 myndböndum þá er um hörkutól að ræða. Maður er búinn að fá ógeð á öllu raunveruleikasjónvarps bullinu en þetta er svo sannarlega meik.

Photoshop

Mynd
Þar sem ég er byrjaður að blogga á annað borð í dag þá er alveg eins gott að koma með eitt en. Ég hef alltaf verið á móti photoshoppi, sérstaklega í bókum sem birta falskar myndir af náttúru landsins. Eitthvað litafíltera photoshop flipp og landið lítur út eins og málverk eftir Sólveigu Illuga. Myndirnar hér að ofan eru dæmi um það sem mér finnst í lagi að gera með photoshop. Stal þessum myndum af myndasíðunni hans Frosta, lagaði yfirlýsingu og gerði himininn bláan. Er þetta svindl??? Myndin af Alban var líka hreyfð litmynd sem ekkert var gaman af. Smá geislar og lagfæringar gera hana bara nokkuð góða.

Góða helgi

Mynd
Nú er að fara í hönd mikil gleðihelgi þar sem Stefán Pétur er að halda upp á þrítugsafmælið sitt. Straumur fólks sem allt er eitthvað öðruvísi en fólk er flest streymir nú norður yfir heiðar með skottin full af áfengi og hugann fullan af sjúkum hugsunum. Þetta gerist allt svo hratt, ég er sköllótur og Stebbi er gráhærður. Við erum nú að mestu lausir við alvarlega líkamlega kvilla en Stefán hagar sér þó oft á tíðum eins og hann sé sjötugur þusari, ég hlusta helst bara á rás eitt og borða rúgbrauð með síld í lopapeysunni minni. Svona er þetta bara....... Stóru tíðindin eru hins vegar þau að mesti snillingurinn kemst ekki. Alban þarf að vinna eitthvað í sambandi við kostningarnar í Frakklandi og horfa svekktur á hægri menn sópa til sín öllum verðlaunum. Set inn eina mynd honum til heiðurs.

Bonjour

Ég ranka við mér í rökkvuðu herberginu með myglaðann svefnpokann ofan á mér og óbragð í munninum. Sólin nær aldrei að skína inn í þetta herbergi þar sem glugginn snýr að hálf lokuðu portinu sem liggur í hinar íbúðirnar í húsinu. Það skiptir svo sem ekki máli þar sem við erum hvort sem er bara íslenskar moldvörpur. Ég er ennþá í sokkunum en klæði mig í einhverja fataleppa, fer inn á klósett og set tannkrem á burstann. Þvæ mér í framan og einbeiti mér að því að vera þunnur. Þegar ég kem fram situr Stebbi í litla sófanum með blómaáklæðinu á. Fyrir ofan sófann hangir stór spegill með gilltum útskornum ramma. Þarna er líka arinn, illa fengið borð af kaffihúsi, plaststólar og eldhúsið bara lítill krókur með barborði og barstólum. Í stofuskápnum við hliðina á reykháfnum er svo vínlagerinn okkar, stolt heimilisinns. Léttvínsflöskur sem við höfum safnað héðan og þaðan og finnst alveg ótrúlega merkilegar þrátt fyrir þær kosti ekki skít á kanil. Stefán er í stuttbuxum og ber að ofan og er að glós...

Graskerin heim

Nú vil ég biðja alla vini og velunnara um að fara inn á slóðina http://www.petitiononline.com/spinice/petition-sign.html og skrifa undir lista um að fá The Smashing Pumpkins til Íslands. Fékk þetta frá einhverjum Smashing Fan og sama hvort ég verði á landinu eður ei þá held ég það væri þjóðfélaginu til góða að fá heimsókn frá þessum snillingum.

Bleikja var það heillin

Mynd
Ég hef ekki étið nægilega mikið af fisk upp á síðkastið. Sennilega eru liðin ein 15 ár síðan ég át fisk reglulega. Það var þegar ég var á Laugum og þá erum við að tala um kannski 3-4 sinnum í viku. Síðustu vetur hafa jafnvel liðið vikur án þess ég hafi étið þessa slímugu frændur okkar úr hafdjúpunum. En til að vera heilsusamlegur hefur maður nú reynt að gleypa lifrarolíuna úr þeim reglulega. Ég ætla að leyfa mér að fiskeldisnördast aðeins og skipa fólki að fara að éta meira af bleikju. Þetta át maður nú stundum tvisvar á dag yfir sumartímann heima í sveit og fannst svo sem ágætt ef maður drekkti þessu í salti og smjeri. Annars hef ég aldrei verið neitt voðalega hrifinn af laxfiskum til átu nema þeir hafi verið grafnir, saltaðir eða reyktir. Síðustu 2 daga tók ég hinsvegar Hólableikju af tilraunauppruna úr frosti og eldaði mér. Ætla að láta þessa gríðarlega flóknu uppskrift fljóta með þar sem þetta var alveg hreint dásamlegt alveg hreint sko. Mér finnst gott að leggja flökin á dagblað t...

Íslenskt grænmeti

Mynd

Kremjandi grasker

Nú eru The Smashing Pumpkins að koma saman aftur og smáskífan Zeitgeist fer að detta í búðir skilst mér. Eitt laganna, Tarantula hefur hljómað á X-inu upp á síðkastið og einnig lekið um netið. Ég verð að segja að ég er sáttur og þó maður drulli ekki upp á bak af hamingju eins og þegar maður hlustar á Siamese Dream (sem mér finnst besta skífa í heimi) þá er ég sáttur. Vonandi verður þetta jafn farsæl endurkoma og þegar Hljómar komu aftur með elgtanaðan og hrútmassaðan Engilbert Jensen í farabroddi gaulandi "Mývatnssveitin er æði".

Lífið er lag

Mikið var ég glaður þegar ég rakst á gömlu góðu Aksjón þegar ég var að stilla inn stöðvarnar á gamla sjónvarpinu mínu. Reyndar heitir stöðin núna því fallega og skáldlega nafni N4 en það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að maður þarf aldrei aftur að hafa áhyggjur af því hvað maður á að horfa á. Það er mikilvægt að við Íslendingar eigum fjölmiðil sem kafar djúpt í þau mál sem aðrir fjölmiðlar hunsa og sjá ekki ástæðu til að fjalla um. Ég kom mér vel fyrir í sófanum, lappirnar upp á borð og horfði á viðtal við Þórhöllu Þórhallsdóttur, verslunarstjóra Hagkaupa á Akureyri ræða um roksölu á trampolínum á tímabili í apríl og ítarlega umfjöllun um sumardagskrá Minjasafnsins við undirspil Enya. Þegar fréttaskýringarþátturinn var svo búinn tóku við N1 (Esso) auglýsingar og gamla góði júrósmellurinn "Lífið er lag" hljómaði dátt. Korteri seinna getur maður svo horft á herlegheitin aftur hafi maður misst af einhverju. Ég vil biðja Adda afsökunar á því að þegar ég var heima um h...