Pirr
Þess dagur er búinn að vera einhver mesti pirrdagur hjá mér í langan tíma. Það væri allt of langt og leiðinlegt að telja upp hversvegna, en ég hef eytt megninu af honum í að vorkenna mér. Eftir að hafa étið upp úr einum salatbakka úr Hagkaup og hugsað um hversu erfitt líf mitt er í dag ákvað ég að labba aðeins út, taka einn hring hérna á planinu og fríska mig við. Þegar ég var kominn út á plan fann ég brotinn penna í mölinni sem ég tók upp. Á honum stóð "Jesús er lausnin fyrir þig". Nú er það bara spurning hvernig ég næ sambandi?