Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2024

Steady is key!

Mynd
Á leiðinni upp á Þverárfjall í gær. Í gær fórum við Harpa og Sóley í brautarskoðun fyrir Íslandsmeistaramótið sem verður á sunnudaginn eftir viku. Eins og ég fór yfir í þessu bloggi , þá liggur leiðin yfir Þverárfjall og til baka.  Við lögðum af stað frá N1 á Króknum rúmlega 10 og þá var dæmigert Króksveður. Norðan garri og 8°C. Þegar við byrjuðum að klifra upp á Þverárfjallið fór vindurinn að detta niður eða koma í bakið á okkur og þá fór manni að volgna vel. Á leiðinni til baka fórum vi svo upp í skíðasvæði og þar lentum við í slyddu rigningu og viðbjóði og vorum vel köld þegar við komum á Krókinn aftur. Annars líst mér hörku vel á þessa leið en veðrið á eftir að spila stóra rullu.  Ef maður lendir í slyddudrullu eða rigningu snemma og það fer að kólna, þá getur orðið viðbjóður að klára þetta. En leiðin er stórkostleg og ef veðrið verður gott þá verður þetta gaman. Þ.e. ef það er hægt að tala um að það sé gaman að það sé að blæða úr augunum á manni og maður sé með slef og ho...

Mínútusprettir í helvíti og óljóst sumarfrí

Mynd
Mígandi rigning í gær og 6°C (inniæfing) og norðan fræsingur í dag sem gerði manni lífið leitt. Í tilefni að því er tilvalið að birta mynd af því hvernig lífið á að vera.  Það er ekkert að frétta nema af hjólamálum frekar en venjulega. Ég geri orðið ekki neitt í lífinu annað en að vinna og hjóla. Þegar rútínan mín er búin á daginn er klukkan að nálgast átta og ég ekki með dropa af orku eftir. Maður borðar, horfir á fréttir og tekur smá skurk í að ganga frá. Síðan er maður endanlega kominn í sleep mode milli 21 og 22.  Núna eru að verða komnir 9 mánuðir af virkilega stífum æfingum og ég segi við sjálfan mig að ég muni ekki nenna þessu aftur. En ef vel gengur í mótunum sem eftir eru veit maður samt aldrei. Það er helst að ég sakni þess að fara í ræktina en ég gæti ekki staðið undir því við núverandi álag. Í fyrradag tók ég drullu erfiða æfingu sem voru 5 x mínútu sprettir með 1 mín í hvíld á milli. Síðan komu 20 mínútur af rólegu á milli og leikurinn svo endurtekinn- samtals 10 ...

Reyndu að ganga fram af þér

Mynd
Við Smámunasafnið á sunnudaginn. Það var hrollkalt og leiðinlega mikil norðanátt þegar líða tók á túrinn. Síðasta vika hjá mér var rétt um 11 klukkutímar á hjólinu og þar af þrjár erfiðar æfingar af VO2max. Það er skemmst frá því að segja að ég slátraði þessum æfingum og líður eins og skrímsli. Ég var í samskiptum við Ingvar í morgun og hann var mjög ánægður með ganginn í þessu og sagði að það væri ekki sjálfsagt að fólk myndi þola svona mikla ákefð eftir langt og strangt æfingatímabil.  Ég myndi vilja sjá eins há vött og mögulegt er í þessum tveimur keyrslu æfingum, reyndu að ganga fram af þér. Gott dæmi um æfingu sem er fullkomin er ef þér finnst þú þurfa miklu meiri hvíld milli setta, í báðum æfingum. Eftir þessar tvær Vo2max vikur sem nú eru að baki ætlar Ingvar að láta mig færa mig yfir í Zone 6 (loftfirrt/anaerobic). Fjörið byrjar á morgun og þá tek ég tvö sett af 5x(1+1m) með 20 mínútna hvíld á milli (s.s. mínútu sprettir). Ég á að taka á því þangað til það fer að blæða úr a...

Feels like summer!

Mynd
Hvað ætli séu margir dagar á Íslandi þar sem maður getur verið í stuttum buxum og bol að hjóla? Veðrið síðustu daga hefur verið alveg geggjað og maður minnir sig á að njóta þeirra eins og hægt er. Í gær fór ég út í stuttbuxum og bol og það var langt frá því að manni yrði kalt. Það er ótrúlegt hvað svona dagar létta lundina og fá manni til að líða vel. Rúnturinn í gær var bara endurheimt og ég var bara að dingla mér innanbæjar og reyna að eyða sem minnstri orku. Veðrið í dag er mjög fallegt, en ekki jafn hlýtt og í gær. Núna um hádegi er sól, hafgola og 12°C. Ég á Vo2max æfingu á eftir (5x3mín) og stefni á að fara í Veigastaðarbrekkuna. Sýnist stefna í stuttar og langermabol. Vælum ekki yfir því.

Styttist í Íslandsmót

Mynd
Leiðin sem farin verður í Íslandsmótinu 2024 og hæðarkort. Ég verð að viðurkenna að ég var pínu hissa en glaður þegar ég sá hvaða leið verður farin í Íslandsmótinu í götuhjólreiðum í ár og það má segja að þetta sé sannkölluð fjallaleið. Ræst verður á Sauðárkróki og haldið sem leið liggur yfir Þverárfjallið, að Skagastrandarafleggjara þar sem verður snúningspunktur. Síðan er farin sama leið til baka en þegar komið er inn í bæinn aftur, n.t.t. á hringtorgið á Skarðseyrinni, þá er snúið við aftur og haldið upp á skíðasvæði þar sem markið verður. B-flokkur karla fer því 90km með ca. 1600 metra hækkun. Ég veit það alveg að ef ég á góðan dag og geri ekki einhver afdrifarík mistök, þá á ég góða möguleika að gera fína hluti í þessu móti. Í síðasta móti var taktíkin að ná að hanga í fremsta hópi alveg þar til brekkurnar byrjuðu og sjá svo til hvað myndi gerast. Hér eru hinsvegar brekkur meira og minna allan tímann og því erfiðara að setja upp eitthvað plan.  Ég er búinn að fara marga hringi...

Með hækkandi sól

Mynd
Harpa að taka spretti í Laugalandsbrekkunni. Æfingar um síðustu helgi enduðu betur heldur en á horfðist á tímabili og við gátum farið út báða dagana. Það er ótrúlegur munur, aðalega fyrir sálina. Á laugardaginn tókum við VO2max æfingar í Laugalandsbrekkunni en á sunnudaginn var endurance. Ég átti 3 klst. "Low" endurance sem þýðir á mannamáli að fara mjög rólega. Mig langaði hinsvegar að hjóla með Hörpu og reyndi því að hanga í skottinu á henni og spara orku. Niðurstaðan var samt sú að ég skaut yfir markið og æfingin var óþarflega erfið. Ef þér líður eins og þú getir meira, gerðu meira. Og 2-3 dagar í röð af vo2 mun reyna á, en það gefur líka ótrúlega. Nú er búið að birta upp yfir Norðurlandinu og blíðu spá framunda. Það er önnur vika af VO2max hjá mér (3 æfingar) auk þess sem ég tek 5,5 klst. af endurance. Mikið óskaplega verður gott að fara út að hjóla eftir vinnu í dag og vera léttklæddur! Annars er Harpa í Reykjavík að fara að keppa í Crit-keppni í kvöld og börnin að fara ...

Inn, inn, inn, ÚT

Mynd
Það var vetrarbúningur í dag. Ég þarf væntanlega ekkert að fara yfir hvað er búið að vera að gerast í veðrinu hérna fyrir norðan síðustu daga, en það hefur ekki verið skemmtilegt. Ég er búinn að vera að vorkenna sjálfum mér fyrir að þurfa að taka æfingar inni, en svo hugsar maður til blessaðra fuglanna og annara vera sem þurfa að hýmast úti í þessu helvíti og hættir að væla. Eftir þrjár æfingar í röð inni þá ákvað ég að henda mér út í dag. Á matseðlinum var 4x3mín VO2max og mikið lifandi skelfing var ég feginn að geta tekið hana úti. Ég á svo mikið auðveldara með að halda vöttum úti og hreinilega rúllaði þessu upp.  Veðrið var ekkert til að hrópa húrra fyrir; strekkings vindur, 3-4°C en þurrt. Það sleppur alveg ef maður er búinn að græja sig vel upp af fötum. Gírinn í dag var: Endurance húfa undir hjálminn Merino buff um hálsinn Monton long sleeve undirtreyja Monton 2 in one jacket Pedla vesti Merino fingravettlingar Shimano hjóla/gönguskíðavettlingar Pedla síðar vetrarbuxur Merino...

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Mynd
Öll vinnan í vetur að skila árangri! Jæja þá er fyrsta mót ársins búið og var það haldið í sveitinni minni laugardaginn 25.05.2024. Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan þá gekk mér býsna vel og geng sáttur frá borði. Hefði ég tekið þessum úrslitum fyrirfram? Já! Hefði ég getað gert betur? Já.... en meira um það síðar. Laxárhringurinn með krefjandi kafla upp Hólasand (hæðakort fyrir neðan).   Brautin Brautin sem B-flokkur karla (og Elite konur) fóru byrjaði og endaði við Jarðböðin í Mývatnssveit. Við Reykjahlíð beygðum við suður fyrir vatn og héldum sem leið lá niður í Reykjadal. Rétt áður en við komum að Hafralæk í Aðaldal þá beygðum við inn á Hvammsveg og tókum stefnu á Presthvammana. Við fórum svo upp Presthvammana og upp Hólasand til baka í Jarðböðin. Brautin er 98 km og þó hækkunin sé ekki nema um 900 metrar skv. Strava, þá er hún tekin út seint, á frekar stuttum kafla og brekkurnar eru margar nokkuð brattar. B-flokkur kk og Elite-kvk að koma í gegnum Óhappið sunnan við Höfða...