Með hækkandi sól

Harpa að taka spretti í Laugalandsbrekkunni.

Æfingar um síðustu helgi enduðu betur heldur en á horfðist á tímabili og við gátum farið út báða dagana. Það er ótrúlegur munur, aðalega fyrir sálina. Á laugardaginn tókum við VO2max æfingar í Laugalandsbrekkunni en á sunnudaginn var endurance. Ég átti 3 klst. "Low" endurance sem þýðir á mannamáli að fara mjög rólega. Mig langaði hinsvegar að hjóla með Hörpu og reyndi því að hanga í skottinu á henni og spara orku. Niðurstaðan var samt sú að ég skaut yfir markið og æfingin var óþarflega erfið.
Ef þér líður eins og þú getir meira, gerðu meira. Og 2-3 dagar í röð af vo2 mun reyna á, en það gefur líka ótrúlega.
Nú er búið að birta upp yfir Norðurlandinu og blíðu spá framunda. Það er önnur vika af VO2max hjá mér (3 æfingar) auk þess sem ég tek 5,5 klst. af endurance. Mikið óskaplega verður gott að fara út að hjóla eftir vinnu í dag og vera léttklæddur!

Annars er Harpa í Reykjavík að fara að keppa í Crit-keppni í kvöld og börnin að fara til mömmu sinnar seinna í dag. Ætli ég fái mér ekki bara popp og haldi áfram að horfa á Quarry sem er á Premium. Geggjuð sería.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap