Feels like summer!

Hvað ætli séu margir dagar á Íslandi þar sem maður getur verið í stuttum buxum og bol að hjóla?

Veðrið síðustu daga hefur verið alveg geggjað og maður minnir sig á að njóta þeirra eins og hægt er. Í gær fór ég út í stuttbuxum og bol og það var langt frá því að manni yrði kalt. Það er ótrúlegt hvað svona dagar létta lundina og fá manni til að líða vel. Rúnturinn í gær var bara endurheimt og ég var bara að dingla mér innanbæjar og reyna að eyða sem minnstri orku.

Veðrið í dag er mjög fallegt, en ekki jafn hlýtt og í gær. Núna um hádegi er sól, hafgola og 12°C. Ég á Vo2max æfingu á eftir (5x3mín) og stefni á að fara í Veigastaðarbrekkuna. Sýnist stefna í stuttar og langermabol. Vælum ekki yfir því.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap