Steady is key!

Á leiðinni upp á Þverárfjall í gær.

Í gær fórum við Harpa og Sóley í brautarskoðun fyrir Íslandsmeistaramótið sem verður á sunnudaginn eftir viku. Eins og ég fór yfir í þessu bloggi, þá liggur leiðin yfir Þverárfjall og til baka. 

Við lögðum af stað frá N1 á Króknum rúmlega 10 og þá var dæmigert Króksveður. Norðan garri og 8°C. Þegar við byrjuðum að klifra upp á Þverárfjallið fór vindurinn að detta niður eða koma í bakið á okkur og þá fór manni að volgna vel. Á leiðinni til baka fórum vi svo upp í skíðasvæði og þar lentum við í slyddu rigningu og viðbjóði og vorum vel köld þegar við komum á Krókinn aftur.

Annars líst mér hörku vel á þessa leið en veðrið á eftir að spila stóra rullu.  Ef maður lendir í slyddudrullu eða rigningu snemma og það fer að kólna, þá getur orðið viðbjóður að klára þetta. En leiðin er stórkostleg og ef veðrið verður gott þá verður þetta gaman. Þ.e. ef það er hægt að tala um að það sé gaman að það sé að blæða úr augunum á manni og maður sé með slef og hor niður á bringu.

Það sem mér líst best á í brautinni er brekkan upp úr Laxárdal á vesturleið og svo verður spennandi að sjá hvort maður verði framarlega þegar maður beygir upp á skíðasvæði og hvort maður eigi nokkuð eftir dropa af orku. Þetta kemur allt í ljós.

Annars hafa æfingar gengið skuggalega vel og ég held að ég sé ekki síst að ná árangri út af þessu stöðuleika sem ég hef verið með. Það eru ekki til neinar töfraæfingar sem öllu breyta en ef maður fer út dag eftir dag eftir dag.... þá fer eitthvað að gerast. Stundum er sagt FTFP = Follow The Fucking Plan

Síðustu 4 vikur hjá mér.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap