Styttist í Íslandsmót

Leiðin sem farin verður í Íslandsmótinu 2024 og hæðarkort.

Ég verð að viðurkenna að ég var pínu hissa en glaður þegar ég sá hvaða leið verður farin í Íslandsmótinu í götuhjólreiðum í ár og það má segja að þetta sé sannkölluð fjallaleið. Ræst verður á Sauðárkróki og haldið sem leið liggur yfir Þverárfjallið, að Skagastrandarafleggjara þar sem verður snúningspunktur. Síðan er farin sama leið til baka en þegar komið er inn í bæinn aftur, n.t.t. á hringtorgið á Skarðseyrinni, þá er snúið við aftur og haldið upp á skíðasvæði þar sem markið verður. B-flokkur karla fer því 90km með ca. 1600 metra hækkun.

Ég veit það alveg að ef ég á góðan dag og geri ekki einhver afdrifarík mistök, þá á ég góða möguleika að gera fína hluti í þessu móti. Í síðasta móti var taktíkin að ná að hanga í fremsta hópi alveg þar til brekkurnar byrjuðu og sjá svo til hvað myndi gerast. Hér eru hinsvegar brekkur meira og minna allan tímann og því erfiðara að setja upp eitthvað plan. 

Ég er búinn að fara marga hringi í hausnum á mér hvernig ég legg þetta upp og hugsa þúsund mögulegar útgáfur af því hvað gæti gerst. En ég held að það þýði ekkert og ég verð væntanlega bara með mjög gróft plan sem er svona:

Halda mig í fremsta hópi, reyna að spara orku og láta aðra stjórna hraðanum, líka í brekkum. Ef ég er ennþá í fremsta hópi þegar við tökum beygjuna upp á skíðasvæði (þar sem hallinn eykst mjög)- þá geri ég árás ef ég get.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap