Mínútusprettir í helvíti og óljóst sumarfrí

Mígandi rigning í gær og 6°C (inniæfing) og norðan fræsingur í dag sem gerði manni lífið leitt. Í tilefni að því er tilvalið að birta mynd af því hvernig lífið á að vera. 

Það er ekkert að frétta nema af hjólamálum frekar en venjulega. Ég geri orðið ekki neitt í lífinu annað en að vinna og hjóla. Þegar rútínan mín er búin á daginn er klukkan að nálgast átta og ég ekki með dropa af orku eftir. Maður borðar, horfir á fréttir og tekur smá skurk í að ganga frá. Síðan er maður endanlega kominn í sleep mode milli 21 og 22. 

Núna eru að verða komnir 9 mánuðir af virkilega stífum æfingum og ég segi við sjálfan mig að ég muni ekki nenna þessu aftur. En ef vel gengur í mótunum sem eftir eru veit maður samt aldrei. Það er helst að ég sakni þess að fara í ræktina en ég gæti ekki staðið undir því við núverandi álag.

Í fyrradag tók ég drullu erfiða æfingu sem voru 5 x mínútu sprettir með 1 mín í hvíld á milli. Síðan komu 20 mínútur af rólegu á milli og leikurinn svo endurtekinn- samtals 10 mínútur í Z6/Z7. Stefnan hjá mér var að vera í kringum 450 vött (6,8 w/kg) en ég fann það fljótlega að það var aðeins yfir markið. Eftir eina mínútu á 461 vatti þá ákvað ég að reyna bara að halda mig norðan við 400 vött í öllum settum og það tókst alveg. Ég var að meðaltali á 414 vöttum í þessum 10 sprettum og þetta tók vel í.

Annars er ég að reyna að vinna mér í haginn til að komast í sumarfrí í vinnunni. Það lítur því miður ekki vel út og ég er hræddur um að ég verði eitthvað að fara í vinnuna í næstu viku.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap