Inn, inn, inn, ÚT

Það var vetrarbúningur í dag.

Ég þarf væntanlega ekkert að fara yfir hvað er búið að vera að gerast í veðrinu hérna fyrir norðan síðustu daga, en það hefur ekki verið skemmtilegt. Ég er búinn að vera að vorkenna sjálfum mér fyrir að þurfa að taka æfingar inni, en svo hugsar maður til blessaðra fuglanna og annara vera sem þurfa að hýmast úti í þessu helvíti og hættir að væla.

Eftir þrjár æfingar í röð inni þá ákvað ég að henda mér út í dag. Á matseðlinum var 4x3mín VO2max og mikið lifandi skelfing var ég feginn að geta tekið hana úti. Ég á svo mikið auðveldara með að halda vöttum úti og hreinilega rúllaði þessu upp. 

Veðrið var ekkert til að hrópa húrra fyrir; strekkings vindur, 3-4°C en þurrt. Það sleppur alveg ef maður er búinn að græja sig vel upp af fötum. Gírinn í dag var:
  • Endurance húfa undir hjálminn
  • Merino buff um hálsinn
  • Monton long sleeve undirtreyja
  • Monton 2 in one jacket
  • Pedla vesti
  • Merino fingravettlingar
  • Shimano hjóla/gönguskíðavettlingar
  • Pedla síðar vetrarbuxur
  • Merino sokkar
  • Craft skóhlífar yfir.
GU - Chocolate Outrage


Þar sem veðrið var leiðinlegt nennti ég ekki að taka með mér neitt sem var flókið eða tímafrekt að borða. Ég var með einn brúsa af kolvetna saltblöndu frá Batterí (sem ég dýrka) og svo prufaði ég GU-Chocolate Outrage sem mér finnst alveg drullu gott! Væri alveg til í að eiga meira af því fyrir æfingarnar. Mæli með

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap