Reyndu að ganga fram af þér

Við Smámunasafnið á sunnudaginn. Það var hrollkalt og leiðinlega mikil norðanátt þegar líða tók á túrinn.

Síðasta vika hjá mér var rétt um 11 klukkutímar á hjólinu og þar af þrjár erfiðar æfingar af VO2max. Það er skemmst frá því að segja að ég slátraði þessum æfingum og líður eins og skrímsli. Ég var í samskiptum við Ingvar í morgun og hann var mjög ánægður með ganginn í þessu og sagði að það væri ekki sjálfsagt að fólk myndi þola svona mikla ákefð eftir langt og strangt æfingatímabil. 
Ég myndi vilja sjá eins há vött og mögulegt er í þessum tveimur keyrslu æfingum, reyndu að ganga fram af þér. Gott dæmi um æfingu sem er fullkomin er ef þér finnst þú þurfa miklu meiri hvíld milli setta, í báðum æfingum.
Eftir þessar tvær Vo2max vikur sem nú eru að baki ætlar Ingvar að láta mig færa mig yfir í Zone 6 (loftfirrt/anaerobic). Fjörið byrjar á morgun og þá tek ég tvö sett af 5x(1+1m) með 20 mínútna hvíld á milli (s.s. mínútu sprettir). Ég á að taka á því þangað til það fer að blæða úr augunum á mér. Á laugardaginn kemur svo önnur nastí æfing sem kallast 30/30 (30 sec on/ 30 sec off) og ég á að stúta mér þar líka. 

Á sunnudaginn förum við Harpa svo á Krókinn og tökum brautarskoðun fyrir Íslandsmótið. Leiðin er Sauðárkrókur að Skagastrandarvegi, til baka og svo upp á skíðasvæði. Það verður eitthvað.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap