FTP test
Power curve úr Strava fyrir 20 mínútna FTP test. Nú lét ég loksins verða af því að taka svokallað FTP test á hjólinu. FTP stendur fyrir "Functional Threshold Power" og er mæling fyrir hæst mögulegu aflafköst í vöttum sem hjólari nær að halda út í 45 til 60 mínútur. Prófið sem ég tók í Zwift byggir reyndar á 95% meðaltali af 20 mínútum. Þetta er eitthvað staðlað próf sem tekur klukkutíma og 14 mínútur með öllu. Maður byrjar rólega í 20 mínútur en fer svo að auka afköstin, síðan eru 10 mínútur rólegt og svo 20 mínútur þar sem maður reynir að halda þeirri keyrslu sem manni finnst líklegt að maður nái að halda út í 20 mínútur. Í lokin hjólar maður sig svo niður í 10 mínútur. En hvernig stóð ég mig? FTP-ið sem Zwift var búið að gefa mér og var miðað við 8 æfingar sem ég var búinn að gera síðan ég fékk trainerinn var 204W. Ég setti markið á að vera í kringum 220W en gerði svo gott betur og var yfirleitt að rokka á bilinu 220 til 260W. Í lokin gaf ég svo ennþá meira í og hélt að ég ...