Færslur

Sýnir færslur frá september, 2021

FTP test

Mynd
Power curve úr Strava fyrir 20 mínútna FTP test. Nú lét ég loksins verða af því að taka svokallað FTP test á hjólinu. FTP stendur fyrir "Functional Threshold Power" og er mæling fyrir hæst mögulegu aflafköst í vöttum sem hjólari nær að halda út í 45 til 60 mínútur. Prófið sem ég tók í Zwift byggir reyndar á 95% meðaltali af 20 mínútum. Þetta er eitthvað staðlað próf sem tekur klukkutíma og 14 mínútur með öllu. Maður byrjar rólega í 20 mínútur en fer svo að auka afköstin, síðan eru 10 mínútur rólegt og svo 20 mínútur þar sem maður reynir að halda þeirri keyrslu sem manni finnst líklegt að maður nái að halda út í 20 mínútur. Í lokin hjólar maður sig svo niður í 10 mínútur. En hvernig stóð ég mig? FTP-ið sem Zwift var búið að gefa mér og var miðað við 8 æfingar sem ég var búinn að gera síðan ég fékk trainerinn var 204W. Ég setti markið á að vera í kringum 220W en gerði svo gott betur og var yfirleitt að rokka á bilinu 220 til 260W. Í lokin gaf ég svo ennþá meira í og hélt að ég ...

Sjálfskipað samfélagsmiðlastraff

Mynd
  Helluvaðsbræður í felum. Þá er árlegu gæsaferðinni lokið. Eins og venjulega var þetta hrikalega skemmtilegt, en eins og stundum áður varð ekki mikið úr veiði. Við sátum einn morgun og einn seinnipart og þrátt fyrir mikið flug í kringum okkur, þá fengum við bara eitt flug inn. Afli helgarinnar voru því einungis 2 heiðargæsir. Síðan renndu strákarnir aðeins fyrir lax en það skilaði engu. Það eru 12 ár síðan Skotveiðifélagið Sperðlarnir voru stofnaðir og síðan þá höfum við veitt á Skaga, í Öxafirði, í Borgarfirði, á Hoffelli við Hornafjörð og svo þarna í nágrenni við Selfoss. Á síðastnefnda staðnum höfum við eiginlega aldrei veitt neitt og því var ákveðið að fara að leita á önnur mið næst. Reyndar stefnir allt í að við förum til Svíþjóðar að ári til að heimsækja Þolla. Ætli það verði ekki mest stangveiði en það er bara gaman að breyta til. Eins og venjulega snérist þessi túr þó aðalega um mat [ofát]. Við átum hátt í 100 kjúklingavængi, hreindýraborgara, hjartarfille, sænskar pylsur,...

Af norrænum þáttaröðum, hollustu og þreytu

Mynd
Grænmetisréttur dagsins Þá er þessari vinnuviku lokið hjá mér. Við Þórðum höldum suður yfir heiðar í fyrramálið og hin árlega gæsaferð er að verða að veruleika. Ekkert varð af ferðinni hjá okkur í fyrra og er það sennilega í fyrsta skipti í 11 eða 12 ára sögu Skotveiðifélags Sperðlanna sem það gerist. Ég er eitthvað óvenju lítið gíraður upp í þetta en þetta verður að sjálfsögðu snilld þegar maður er kominn af stað. Ég bara nenni ómögulega að taka mig til og er drullu þreyttur. Eftir að ég fékk trainerinn er ég búinn að æfa nokkuð samviskusamlega og er eiginlega að átta mig á því að maður hjólar allt öðruvísi á þessu pyntingartæki. Maður fer færri kílómetra en á miklu meira efforti. Ég tók æfingu í gær og ætlaði að vera voðalega rólegur, en það var fljótt að breytast. Þó ég hafi verið að góna á þætti á meðan þá var maður alltaf eitthvað að sperra sig. Síðan er ég búinn að hjóla frekar mikið hérna í bænum að sinna erindum og það er greinilega kominn tími á að slaka aðeins á og safna kröf...

Ferskur blær

Mynd
Skaplegri aðstæður. Þá er frábærri helgi lokið og saltfiskurinn tekinn við. Ungarnir eru farnir úr kotinu en ég hef s.s. ekki tíma til að láta mér leiðast. Dóri er að detta í hús á eftir og ætlar að fá gistingu í nótt. Við ætlum að éta eitthvað gott og skella okkur svo í pottinn í Þelamörk með Þórði. Árlega gæsaferðin er um næstu helgi og því stutt vika í vinnunni. Ég var búinn að vera að velta fyrir mér hvernig viftu ég geti notað við þetta innihjólarí eftir allt svitabaðið hérna um daginn. Ég var ekki alveg viss hvort venjuleg borðvifta væri nógu öflug þannig ég fékk eina lánaða í vinnunni í gær. Það kemur á daginn að þetta er allt annað líf og ég svitnaði mikið minna en í hin skiptin. Ég hjólaði reyndar ekkert rosalega langt og ætli ég prufi hana ekki í nokkur skipti í viðbót áður en ég fjárfesti í einni slíkri. Ég er að nördast á fullu þessa dagana við að byggja mér upp æfingaplan fyrir veturinn. Ég hugsa að ég sé að detta inn í off season á hjólinu og næstu 3 mánuðir verði frekar ...

Hollusta

Mynd
Eftir innkaupaleiðangur sem var af dýrari gerðinni (í mörgum skilningi). Í gær var föstudagskaffi í vinnunni og ýmsilegt ljúffengt á boðstólnum; súrdeigsbrauð, hjónabandssæla og vínarbrauð. En hvers vegna er ég að segja frá þessu? Jú vegna þess að ég mætti í kaffið, fékk mér eitt af öllu og hafði bara ekki nokkurt einasta samviskubit yfir því. Það er af sem áður var. Samband mitt við mat litaðist lengi vel bara af boðum og bönnum, sem endaði gjarnan með ofáti og vanlíðan í kjölfarið. Rosalegar sveiflur, keto, lágkolvetna, djúskúrar og fæðubótarefni… ég er búinn að prufa þetta allt. Og ég hef meira að segja verið á þeim stað í lífinu að fussa og sveia yfir næringafræðingum sem töluðu um að lykillinn væri hófsemi og fjölbreytt mataræði. Ég leit á sykur sem eitur og hveiti og hrísgrjón sem úrgang andskotans. Þetta var ekki nógu extreme fyrir öfgamanninn mig. Ég vildi skyndilausnir, boð og bönn. En núna hef ég farið í gegnum hægfara jákvæða þróun sem byggir annarsvegar á hófsemi og hinsveg...

Wött

Mynd
Aflmælingar úr Strava og Zwift (vött) Nú er maður aðeins búinn að dýfa stóru tánni í heim Zwift og inniæfinga. Þetta mun aldrei koma í staðinn fyrir útiæfingar en þetta er ótrúlega öflugt tæki til að bæta sig. Þarna er hægt að finna fullt af góðum æfingum þar sem maður keyrir eftir nákvæmri vattatölu og keyrir sig alveg út. Og þarna er enginn vindur, engin kuldi, engar vegaframkvæmdir eða bílar. Það er hægt að negla hverja æfingu 100%. Ég tók eina æfingu í gær sem var alveg ágætlega krefjandi. Engir strengir í dag en maður náði púlsinum vel upp. Æfingin samanstóð af upphitun og 12 sprettum @395W og rólegt hjól í 2 mínútur á milli. Ég náði að kæla herbergið vel niður áður en ég byrjaði og svitnaði því ekki nærri því jafn mikið og seinast. Nú er ég bara ekki alveg búinn að ráða fram úr því hvort ég reyni að stilla upp æfingaprógrammi fyrir veturinn sjálfur eða hvort ég á að finna mér einhvern þjálfara (er með einn í huga). Ég á s.s. alveg að geta lesið mig í gegnum þetta og sett upp eitt...

Whaoo Kickr Core

Mynd
Pyntingarklefinn næstum klár. Á fimmtudaginn fékk ég í hendurnar "trainerinn" sem ég var að bíða eftir. Það var reyndar fín spá fyrir föstudaginn og því ákvað ég að bíða aðeins með að setja hann upp og átti frábæran túr í fínu veðri. Í gær (laugardag) dundaði ég mér svo við að færa til í herberginu, þrífa hjólið og ná kasettunni af afturgjörðinni. Þetta gekk í raun allt eins og í sögu, ef frá er talið að tengja púlsmælinn í iWatchinu við þetta allt saman. Ég ætla að kaupa mér Wahoo hjartsláttamælir sem tengist beint við þetta og þá er málið dautt.  Eftir morgunkaffið í morgun skellti ég svo fartölvunni upp á náttoborðið fyrir framan mig, setti psychadelic techno í eyrun og fór til London að hjóla. Með smá prufurúnti voru þetta rúmlega 45 km og mikið af brekkum. Ég var meðvitaður um að það myndi verða heitt, en maður minn hvað þetta var á öðru leveli en ég bjóst við. Ég varð gjörsamlega holdvotur og það voru pollar á og undir mottunni þegar ég var búinn. Ég er því búinn að ger...

Af eldhúsinnréttingum og lífinu almennt.

Mynd
Þunga eldhúsinnréttingin Þessi vika hefur bara farið ljómandi vel af stað. Það er allt búið að vera á hvolfi í vinnunni og það er fínt. Verkefnin hafa verið þess eðlis að ég veit til hvers er ætlast af mér og hvað ég á að gera, og þá líður manni vel. Ég get samt skilið við verkefnin þegar ég fer heim og hugsa ekki mikið um þau þess utan. Það er jákvætt. Ég hafði því rétt fyrir mér um daginn þegar ég var að tala um að þetta myndi allt fara í betra horf. Maður er alltaf að læra. Ég er búinn að æfa eins og sjúklingur síðustu viku og éta eins og kóngur. Það er eiginlega synd að tímabilið sé að verða búið því ég held að ég hafi aldrei verið í betra ásigkomulagi. En í dag urðu stórar vendingar þar sem ég keypti mér trainer. Nú þarf ég bara að byggja upp gott plan fyrir veturinn og stilla það þannig af að ég toppi á réttum tíma næsta sumar og ég fái ekki drullu á þessu. Trainerinn sem ég keypti heitir Wahoo Kickr Core og er svona með því besta sem hægt er að fá í þessu, allavega fyrir það bud...

Attention span of a goldfish

Mynd
Just wanted to put in something representative for this summer. Brynleifur was having hard time adjusting to the morning sun, so I brought him my shades. The attention-deficit disorder is running high in life. I know I don’t have diagnosis or anything, I'm just misusing the term. But I feel super restless all the time. I'm not at ease. In general, I don’t feel relaxed unless I’m riding my bike, exercising, running errands across town or at home cooking and taking care of my kids. And I constantly feel like I have unfinished tasks, the feeling of guilt and the feeling of not being in control is wearing me down. Sometimes I feel like I have to execute some serious shadow work or make an appointment with my shrink, but on the other hand I bet these feelings are just offspring of compulsive social media and YouTube consumption. But when will I ever find the strength to see if it works to cut it down? I remember when I really enjoyed lying in bed, drinking coffee and reading the new...