Af norrænum þáttaröðum, hollustu og þreytu

Grænmetisréttur dagsins

Þá er þessari vinnuviku lokið hjá mér. Við Þórðum höldum suður yfir heiðar í fyrramálið og hin árlega gæsaferð er að verða að veruleika. Ekkert varð af ferðinni hjá okkur í fyrra og er það sennilega í fyrsta skipti í 11 eða 12 ára sögu Skotveiðifélags Sperðlanna sem það gerist. Ég er eitthvað óvenju lítið gíraður upp í þetta en þetta verður að sjálfsögðu snilld þegar maður er kominn af stað. Ég bara nenni ómögulega að taka mig til og er drullu þreyttur.

Eftir að ég fékk trainerinn er ég búinn að æfa nokkuð samviskusamlega og er eiginlega að átta mig á því að maður hjólar allt öðruvísi á þessu pyntingartæki. Maður fer færri kílómetra en á miklu meira efforti. Ég tók æfingu í gær og ætlaði að vera voðalega rólegur, en það var fljótt að breytast. Þó ég hafi verið að góna á þætti á meðan þá var maður alltaf eitthvað að sperra sig. Síðan er ég búinn að hjóla frekar mikið hérna í bænum að sinna erindum og það er greinilega kominn tími á að slaka aðeins á og safna kröftum. 

Eftir vinnu í dag kom ég heim og tók eina æfingu fyrir efripartinn og skellti mér svo í sund. Lá í pottunum og kíkti í gufu. Þetta var mjög gott en á leiðinni heim fann ég hvað ég var óvenjulega þungur í fótunum. Núna er ég að bíða eftir að fréttirnar byrji og ætla að gúffa í mig karrýrétt sem ég var að malla. Þetta er bara einhver uppskrift upp úr sjálfum mér með linsubaunum, soya baunum, brúnum hrísgrjónum, soyjakjöti, kókosmjólk og curry paste. Hrikalega næringaríkt og alveg ágætt á bragðið.

Að lokum vil ég mæla með norrænu þáttaröðunum sem er að finna á www.ruv.is. Eftir langa pásu í glápi datt ég alveg inn í 3 seríur og mæli með þeim öllum.

  1. Jakten på en mördare
  2. Tunna blå linjen
  3. Ulven kommer
Allt saman klassa stöff.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði