Race ready
Puggurinn Jæja þá erum við hjólið orðin "race ready". Það gekk betur að koma dótinu á hjólið en ég hefði þorað að vona en þetta mætti að sjálfsögðu vera aðeins léttara. Ég þakka í það minnsta fyrir að vera ekki 90 kg. sjáflur, það væri orðið svolítið mikið álag á dekkin og allt draslið. Ég og hjólið erum 105 kg eftir kvöldmat (reyndar 2 lítrar af vatni í brúsunum). Ég vikta ca. 66 kg. á morgnana, hjólið er 15,35 kg. strípað og ég er því með ca. 18-20 kg. af búnaði og mat fyrstu 3 dagana. Ég ætla að vakna klukkan 07:30, taka kaffi og fréttastund, borða góðan mat og hjóla svo í Byko og kaupa mér gorilla tape og gleraugu fyrir sandrok, svona til að vera on the safe side. Ætla svo að hitta Iriju vinkonu mína á Bláu, kaupa köku og kaffi og halda svo út í sortann.