Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2021

Race ready

Mynd
Puggurinn  Jæja þá erum við hjólið orðin "race ready". Það gekk betur að koma dótinu á hjólið en ég hefði þorað að vona en þetta mætti að sjálfsögðu vera aðeins léttara. Ég þakka í það minnsta fyrir að vera ekki 90 kg. sjáflur, það væri orðið svolítið mikið álag á dekkin og allt draslið. Ég og hjólið erum 105 kg eftir kvöldmat (reyndar 2 lítrar af vatni í brúsunum). Ég vikta ca. 66 kg. á morgnana, hjólið er 15,35 kg. strípað og ég er því með ca. 18-20 kg. af búnaði og mat fyrstu 3 dagana. Ég ætla að vakna klukkan 07:30, taka kaffi og fréttastund, borða góðan mat og hjóla svo í Byko og kaupa mér gorilla tape og gleraugu fyrir sandrok, svona til að vera on the safe side. Ætla svo að hitta Iriju vinkonu mína á Bláu, kaupa köku og kaffi og halda svo út í sortann.

Ferðaplanið

Mynd
Fjalla Bjarni 2021  Þórður er búinn að vera að hjálpa mér að setja upp leiðirnar fyrir fjallaferðina í GPS. Eftir smá hausaklór og jútjúpgláp virðist okkur vera að takast þetta. Hér fyrir ofan er skjáskot af allri leiðinni og það er gaman að sjá þetta loksins alla á korti, nú er bara það  auðvelda eftir🤓 Ég vildi að ég hefði betri tíma til að gera þessu skil núna en er að renna út á tíma. Ég mun reyna að gefa mér góðan tíma þegar ég kem af fjöllum og skrifa ferðasöguna og birta myndir. Og svo mun ég að sjálfsögðu líka reyna að henda einhverju inn á FB þegar ég er í sambandi svo hægt sé að fylgjast með mér. Ferðaplanið og gististaðir. En að lokum er ferðaplanið hér líka með gististöðum og kílómetratölum fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða það.

Maturinn klár

Mynd
Matarskammturinn fyrir 3 fyrstu dagana.   Smá stund milli stríða hér á bæ. Ég hef verið að halda ansi mörgum boltum á lofti síðustu daga við að reyna að púsla þessu öllu saman og halda heimilinu á floti, æfa og halda uppi skemmtiatriðum fyrir börnin. Í dag er lítið búið að gerast í þessum hjólamálum, en ég náði þó samt að klára allt sem tengist matnum og þreif skiptinguna og keðjuna á hjólinu. Tók líka hjólið hans Brynleifs í gegn og smurði það. Á meðan maður er í þessu stússi man maður svo eftir einu og öðru sem vantar og gerir sitt besta við að skrifa það niður á miða svo það gleymist ekki. Ég á eftir að versla batterí, electrolyte salttöflur, blautklúta og eitthvað meira. Þegar það er búið fer maður svo aftur yfir heildarlistann og reynir að ganga úr skugga um að maður gleymi engu.  Hér fyrir ofan er mynd af því sem ég ber með mér fyrstu 3 dagana af mat. Ég vigtaði í poka haframjöl, korn og fræ og kókosflögur til að gera hafragraut á morgnana sem ég borða með próteindufti. ...

Byrjaður að pakka á hjólið

Mynd
Mynd: http://davesbikeblog.squarespace.com/ Í götuhjóla-kreðsunni er hópur sem kallaður er weight weenies. Þetta er lið sem er obsessed á að létta hjólið sitt eins mikið og hægt er. Menn kaupa carbon sætispóst, stýri, brúsahaldara, latex slöngur, carbon felgur, léttari skiptingar, skó, og pedala. Og ef það er ekki carbon, þá er það titan eða keramik. Það er allt gott og blessað ef fólk vill eyða tugum eða hundruðum þúsunda í að létta hjólið um nokkur hundruð grömm. En það verður að viðurkennast að þetta er svolítið fyndið þegar fólk er kannski allt of þungt og nennir ekki að æfa. Á götuhjólinu mínu er ég með óþarflega þunga pedala, skó, dekk, slöngur og felgur. Fyrir margt löngu fór mig að langa til að uppfæra þetta en ákvað að hugsa ekki um það fyrr en ég væri orðinn aðeins léttari og í betra formi. Mig minnir að ég hafi verið ca. 72 kg. þegar það var (í fyrra). Nú er ég búinn að bæta mig alveg helling og þegar ég steig á viktina í morgun þá var ég 66,4 kg. Skv. meðaltalstölum úr ...

Vaðskór

Mynd
Sea to Summit vaðskór Ég skellti mér í innkaupaleiðangur í gær. Á listanum voru stuttbuxur, vaðskór, gas og hlýir vettlingar. Ég endaði á að blæða í Sea to Summit vaðskó sem kostuðu 9000 kall með FFA afslætti og 2 gaskúta. Ég held að það sé fínt að eiga góða vaðskó og ég get notað þá í mörg ár og þeir nýtast í gönguferðum líka. Ég fann ágætar stuttbuxur en fór að velta því fyrir mér hvort ekki væri ólíklegt að ég gæti notað stuttbuxur hvort eð er? Sennilega er tölfræðin ekki að vinna með mér í því efni. Ég veit það ekki..... kannski væri gott að vera í stuttbuxum og kaupa "leg warmers" sem nýtast líka á götuhjólinu, þ.e. ef maður væri ekki búinn að slátra þeim í þessari ferð. Ég hallast samt frekar að því að nota bara það sem ég á. Varðandi vettlinga, þá vantar mig reyndar hvort sem er vettlinga fyrir veturinn en ég er að reyna að horfa í hverja krónu. Ætli ég endi ekki með því að taka bara með þunnu hjólavettlingana og taka með til öryggis prjónavettlinga. Þeir dugðu Fjalla ...

List og hjól

Mynd
Alltaf í fjallinu Síðasta vika hjá mér í æfingum var bara fín þrátt fyrir lítinn tíma. Var aðalega í brekkunum, borðaði vel og passaði mig að hvíla mig vel inn á milli. En ég fékk samt einhverja lumbru á föstudaginn og er ekki alveg búinn að ná því úr mér. Ég er með kítlandi hósta á næturnar og sef ekki of vel. Ég hef fengið svona oft áður og veit að það tekur mig smá tíma að ná þessu úr mér. Fyrsta æfing vikunnar var í dag (mánudag) og ég fór að heiman, upp á Víkurskarð og til baka. Ég reyndar bætti við brekkunni upp frá Svalbarðseyrir. Þetta voru 52 km með rúmlega 1000 metra hækkun. Ég tók því frekar rólega ef frá er talið Víkurskarðið en ég var 17 mínutur þar upp sem er held ég bara ágætt, sérstaklega miðað við að ég er ekkert of hress. Og svo er bara að sjá til í fyrramálið hvort þetta hafi verið afleikur.  Nú er síðasta vikan hafin með krökkunum í sumarfríi. Ég veit ekki alveg hvað við getum gert skemmtilegt en ég þarf eiginlega að fara að undirbúa fjallaferðina mína. Ég á eft...

Golf

Mynd
Brynleifur lenti í öðru sæti í sínum flokki í Akureyrarmótinu. Það er óhætt að segja að það hafi verið nóg að gera hjá okkur síðustu daga. Um síðustu helgi fór ég upp í Öskju og Kverkjöll með Þórði, Slim, Iriju og Izu. Við fengum geggjað veður og það var skafheiður himinn og allt að 26°C hiti allan tíman. Það er nú beisíkk að synda í Víti en hitinn bauð upp á meira en það. Ég synti líka í Grafalandaránni og í Hvannalindum. Þetta var algerlega sturlað. Á mánudaginn byrjaði svo Akureyarmót barna í golfi og ég plataði Brynleif til að vera með. Hann var ekki alveg viss en það kom fljótt í ljós að þetta átti vel við hann. Hann var pollrólegur, sveiflaði eins og engill og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Ef hann hefði púttað aðeins betur þá hefði hann rústað þetta. En við erum alsælir og hann er alveg að finna sig í golfinu. Eftir góða hvíld um helgina er ég búinn að taka 3 æfingar á hjólinu í þessari viku. Á mánudaginn fór ég upp í skíðahótel og í gærmorgun hjólaði ég um bæinn og tók all...

Æfingadagbók, sími og matur.

Mynd
Máltið sem ég át í Femsjö í Svíþjóð 2019. Ég er búinn að eiga elsku iPhone símann minn í 4 ár og 3 mánuði. Þetta er iPhone 7 plus og ég hef verið hrikalega ánægður með hann. Hann hefur staðið sig frábærlega og aldrei verið með neitt vesen, fyrr en upp á síðkastið. Núna eru komnir allskonar "böggar" í hann sem eru að pirra mann. Stundur er hann lengi að ná sambandi við iCloud-ið, það kemur fyrir að hann slekkur á forriti sem maður er að vinna með, stundum er snerti-fúnksjónin í skjánum eitthvað skrítin og ég get ekki notað FaceTime. Ég var að vonast til að hann myndi endast út sumarið en ég er orðinn pínu smeikur við að taka hann með í hálendisferðina mína. En ef hann hagar sér vel næstu daga, þá leyfi ég honum sennilega að fara með. Í síðustu viku hjólaði ég yfir 300 km og með samgönguhjólreiðum hef ég ábyggilega verið 14 tíma á hjólinu. Ég var fínn í upphafi viku og skellti mér eina erfiða ferð upp í skíðahótel og tók svo brekkuspretti á miðvikudaginn hjá malbikunarstöðinni....

Draumahúsið

Mynd
Mynd frá Völundarhús. Hér að ofan ber að líta draumahúsið mitt. Það hefur leynst í hugarfylgsnum mínum um langt árabil. Það hefur siglt um eins og stefnulaus bátur í þykkri þoku. Stundum hefur hann nálgast, en þegar hann er að verða greinilegur þá snýr hann við og hverfur út í þokuna. Þegar ég og Guðrún vorum að tala um að reisa okkur sumarhús á Steinhólum var ég með ákveðnar hugmyndir um hvað ég sæi fyrir mér. Ég teiknaði framhliðina á bústaðnum og sá fyrir mér samspil steina, veðraðs viðar, stórra glugga og jafnvel torfs. Þar sá ég reyndar fyrir mér að láta bygginguna falla inn í landslagið og að hægt væri að nýta þakið sem pall. En það er önnur saga. En það er ekki á stefnuskránni hjá mér að byggja hús og ég er afskaplega sáttur við hlutskipti mitt í dag, þ.e. að búa bara í gamalli blokk. Þar líður okkur vel og þurfum ekki einu sinni að eiga bíl. En þrátt fyrir það hef ég stundum sagt við krakkana í gamni, að mig langi að byggja lítið hús úti í skógi með bragga við hliðina og braggi...

Bla bla

Nú er góð helgi að baki og endaspretturinn í vinnunni fyrir sumarfrí hafinn. Það er öll verkefni að storkna, stjórnýslan lömuð og maður þarf að grafa djúpt til að finna orku í að gera eitthvað. Ég hef aldrei verið svona búinn á því fyrir sumarfrí og get bara hreinlega ekki beðið eftir föstudeginum.   En aftur að helginni. Á laugardagsmorgun sá ég á FB tilkynningu um eitthvað samhjól út á Dalvík. Var að spá í að vera anti social og hjóla bara einn. Það er svo auðvelt og þægilegt. En ég fór út fyrir þægindarammann, skellti mér með og sé ekki eftir því. Ég lenti í slagtogi með Herði Finnboga og við hjóluðum saman út á Dalvík, drukkum þar kaffi og fórum svo Svarfaðadalinn til baka (115 km í allt). Eftir Svarfaðadalinn hittum við gaur sem heitir Wiktor og hjóluðum með honum restina. Ég þurfti að hafa mig allan við til að hanga í þessum gaurum en það var geggjað. Þegar við komum í bæinn sátum við svo í 2 tíma í sólinni, fengum okkur hressingu og kjöftuðum. Skellti mér svo út um kvöldið...