List og hjól

Alltaf í fjallinu

Síðasta vika hjá mér í æfingum var bara fín þrátt fyrir lítinn tíma. Var aðalega í brekkunum, borðaði vel og passaði mig að hvíla mig vel inn á milli. En ég fékk samt einhverja lumbru á föstudaginn og er ekki alveg búinn að ná því úr mér. Ég er með kítlandi hósta á næturnar og sef ekki of vel. Ég hef fengið svona oft áður og veit að það tekur mig smá tíma að ná þessu úr mér. Fyrsta æfing vikunnar var í dag (mánudag) og ég fór að heiman, upp á Víkurskarð og til baka. Ég reyndar bætti við brekkunni upp frá Svalbarðseyrir. Þetta voru 52 km með rúmlega 1000 metra hækkun. Ég tók því frekar rólega ef frá er talið Víkurskarðið en ég var 17 mínutur þar upp sem er held ég bara ágætt, sérstaklega miðað við að ég er ekkert of hress. Og svo er bara að sjá til í fyrramálið hvort þetta hafi verið afleikur. 

Nú er síðasta vikan hafin með krökkunum í sumarfríi. Ég veit ekki alveg hvað við getum gert skemmtilegt en ég þarf eiginlega að fara að undirbúa fjallaferðina mína. Ég á eftir að kaupa og skipuleggja matinn, kaupa svefpoka og prufa að koma þessu öllu fyrir á hjólið. Mig langar samt rosalega að fara og tjalda með þeim eða fara eitthvað aðeins út úr bænum. Ef veðrið verður gott förum við kannski bara í dagsferð í Kjarna með nesti og svo ætlum við í hvalaskoðun.

Það var haft samband við mig frá Dyngjunni. Það hefur verið fín sala á myndunum mínum og ég er í einhverri krísu að reyna að pikka út einhverjar myndir úr gömlum kössum fullum af allskyns skissum og kroti. Þarf að ganga frá því á morgun og tékka líka hvort ég eigi ekki eina stóra í ramma til að senda með.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap