Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2019

Gúrú

Mynd
Sadhguru Jaggi Vasudev Sálarástandið er algerlega þitt eigið drama. Kannski ekki alveg skotheld þýðing: Your psychological progress is entirely your drama Svo segir Sadhguru, indverskur yogi sem ég horfði stundum á á jútjúb þegar ég var að fara í gegnum erfiðistu tímana í kringum skilnaðinn. Ég hef hinsvegar lítið legið yfir sjálfshjálpardóti upp á síðkastið og meira verið að reyna að beita mínum eigin aðferðum við að ná meiri sátt við lífið. Eins og fram hefur komið hér á blogginu er ég t.d. farinn að hugleiða aftur, og nú er að verða komin vika hjá mér af hugleiðslu. Það gera 56 mínútur í heildina. Næstum klukkutími af því sitja einn með sjálfum mér og reyna að fá frí frá hugsunum og skoðunum (það er mjög erfitt að þurfa alltaf að hafa skoðanir á öllu). Eins og ég kom líka að í fyrri póstum, þá held ég að þetta hafi haft góð áhrif. Mig langaði meira að segja að mála í gærkvöldi, næstum því allavega. En það er kannski ekki bara hugleiðslan heldur líka stutt myndband sem ...

Ferð næsta sumar

Mynd
Trek 1120 Ég held áfram að dunda mér við að skipuleggja hálendisferð næsta sumar. Mér finnst gott að hafa eitthvað til að hlakka til og gaman að græja sig upp, spá og spökulera. Ég ætlaði að kaupa mér "bikepacking" hjól í gegnum Markið og var búinn að birta mynd af því hér í fyrra bloggi (Salsa Fargo). En nú hef ég fengið það staðfest hjá Markinu að þeir hafi gefist upp á að díla við þennan framleiðanda og sögðu bara "sorry, við getum ekki reddað þér hjóli". Ég er því aftur farinn að skoða að fá mér hjól í gegnum Örninn, þó ég hafi lofað mér því að versla ekki þar aftur. Hjólið sem ég er að spá í heitir Trek 1120 og kemur á 29" dekkjum (plus tires) og með tilbúnar grindur til að strappa farangri á. Það er nefnilega ekki hægt að nota sömu töskur og ég nota á ferðahjólið, því þær myndu hristast af í öllum hamaganginum. Kosturinn við þetta hjól umfram margt annað sem ég hef skoðað, er að ég get látið nægja að kaupa nokkra þurrpoka sem ég strappa við hjólið...

Húsnæðismál, hugleiðsla og keto

Það er hreyfing á húsnæðimálunum hjá okkur en ég er samt hættur að þora að gera mér of miklar væntingar. Það kemur fólk í dag að skoða í annað skiptið (taka smið með sér núna), en þau eiga 4 herbergja blokkaríbúð sem þau vilja skipta upp í. Ég er búinn að skoða þeirra íbúð og get alveg hugsað mér að flytja þangað. Þar með væri þetta húsnæðisfokk úr sögunni. Annars erum við ennþá með 4 aðra aðila sem hafa áhuga en sitja allir uppi með eignir sem þeir ná ekki að selja. Hugleiðsla; ég hoppa úr einu í annað. Ég er nú í nokkra daga búinn að hugleiða áður en ég leggst á koddann. Ég tek þá 8 mínútur, ýmist með hugleiðslutónlist eða hef bara þögnina. Svei mér þá ef þetta er ekki að skila einhverju. Mér líður allavega betur andlega og þegar ég sleppti einu kvöldi var ég hálf ómögulegur daginn eftir, sama hvort það var bara tilviljun. Megin áherlsan hjá mér er að reyna að vera ekki þvingaður og nota ekki "afl" til að hugsa ekki. Ef það koma hugsanir þá bara leyfi ég þeim að koma ...

Dagbók vikunnar

Það hefur verið "krakkalaus" vika hjá mér og því hef ég geta leyft mér að hjóla meira og sprikla út um kvippinn og kvappinn, miðað við vikuna á undan. Á mánudaginn hjólaði ég Eyjafjarðarhring og á miðvikudaginn hjólaði ég svo alla leið að Þormóðsstöðum í Sölvadal og til baka á ferðahjólinu (90km). Á föstudaginn tók ég svo brútal 40 km sprett á racernum þar sem ég hélt 31 km/klst meðalhraða, sem er mikið fyrir mig. Ég fór held ég bara einu sinni í ræktina í þessari viku og það var til að gera styrktaræfingar fyrir vinstri öxlina á mér. Hún fór úr skorðum í þarsíðustu viku og ég get ekki tekið almennilegar æfingar. Ég er að reyna að styrkja á mér bakið og auka liðleika til að ná mér á réttan kjöl aftur. Æfingin hafði ekki góð áhrif á mig- allavega ekki skammtíma. Einhverjar æfingar sem ég gerði eru að espa upp einhverjar bólgur. Ég þarf því að fara varlega. Í gær gengum við Þórður inn Seldal frá Bakkaseli. Ég er búinn að vera að lesa Fátækt fólk aftur og hef lengi ætlað mér...

Síðustu dagar

Það er hallærislegt frá því að segja, en ég hef ekki náð að fara eftir þessu blessaða mataræði sem ég bloggaði um í síðasta pósti. Ekki alveg allavega. En ég er samt búinn að éta mikið grænmeti og ekkert nammi. Eina svindlið hefur verið 3 rískökur með súkkulaði og smá kex með smjöri í vinnunni. Ég hef hinsvegar alveg haldið 16:8. Það er ótrúlegt hvað ég finn fljótt á líkamanum hvað ég er að láta ofaní mig. Ég held að þetta fari að skipta meira máli með aldrinum. Sú var allavega tíð að maður gat slakað í sig stórri pizzu og fullt af nammi og var bara góður daginn eftir. En svo breytast efnaskiptin í manni og maður verður meira picky á næringu.  En það er líka góð tilhugsun að á endanum verði maður farinn að borða mat sem lætur manni líða vel í staðinn fyrir að vera bara með útlitslegar pælingar og áhyggjur af aukakílóum. Ég vil bara hafa næga orku til að hreyfa mig og láta mér líða vel.  Over and out! Ps. Ég er að spá í að éta zucchini og baunir í kvöldmat. Gæti ...

Að rita niður markmið

Mynd
Það er stundum sagt að til að auðvelda manni að ná einhverjum markmiðum sé alltaf best að skrifa þau niður. Ég ætla því að prufa að gera það núna í von um að það komi mér í rétta átt aftur hvað varðar mataræðið. Áður en ég fór í hjólaferðina í Svíþjóð í júlí var ég búinn að vera á ágætu róli í æfingum en mataræðið var s.s. ekkert sérstakt. Í vetur og vor þegar ég var að prufa ketó og 16:8 tók ég nefnilega eftir því að ég var helvíti sprækur á ævingum- sérstaklega í crossfit. Svo leið mér bara almennt vel í líkamanum og hafði mikla orku. Í hjólaferðinni nennti ég ekki að hugsa of mikið um hvað ég lét ofaní mig og át alveg frá því ég vaknaði og þar til ég lagðist á koddann. En ég var líka að brenna 3-4000 auka kaloríum á dag. Þegar við komum til Västerås fór ég bara að éta sama mat og Þolli og Lísa borða venjulega sem er mikið af trefjum á morgnana og svo máltíðir þar sem meginuppistaðan er grænmeti. Og við tókum æfingar og hlupum. Eftir að ég kom til Íslands hélt ég svo áfram að é...

Nýtt ár - Ný markmið - Ný ævintýri

Mynd
Salsa Fargo Apex 1 Í fyrra skrifaði ég hér á bloggið að mig dreymdi um að kaupa mér ferðahjól og fara til Svíþjóðar. Hjóla frá Lundi til Västerås. Ég skrifaði líka að mig langaði að hjóla frá Akureyri til Mývatnssveitar, fara með Brynleifi í 3 daga hjólreiðaferð, hjóla til Siglufjarðar og fara líka fram að Bakkaseli og gista í tjaldi eina nótt. Kannski bjóst ég aldrei við að gera þetta en nú hefur allt ræst nema ég á eftir að fara í Bakkasel og til Siglufjarðar. Veðrið hér á norðurlandi hefur verið frekar leiðinlegt upp á síðkastið og það væri auðvelt að sleppa bara þessum tveimur ferðum. Ég var reyndar eiginlega búinn að gleyma þeim en fór svo að grúska og dustaði rykið af sumarplaninu. Þar sem ég er búinn að vera eitthvað hálf eirðarlaus og fundist leiðinlegt að hafa ekkert spennandi fyrir stafni fyrr en næsta sumar, þá er ég að hugsa um að láta bara verða af þessu. Stefni því að því að hjóla í Bakkasel 23.- 25. ágúst og hlýt að finna tíma í að hjóla til Siglufjarðar áður en f...

Síðasta hjólaferð sumarsins

Ég fór í frábæra hjólaferð með Brynleifi nú um helgina. Ég þyrfti eiginlega að skrifa ferðasöguna en ég er ekki einu sinni búinn að klára ferðasöguna frá Svíþjóð, enda þau skrif að verða miklu ítarlegri en ég ætlaði í upphafi. Það má segja að þessi hjólaferð með stráknum hafi markað endalokin á sumrinu hjá manni. Nú á ég ekkert frí eftir, það er farið dimma, kalt úti og manni finnst hálf haustlegt. Ef einhverjum finnst ég hljóma eitthvað þungur, þá er það vegna þess að ég er það. Mér hefur alltaf fundist haustið hálf glataður tími og þá get ég alveg tekið smá andlega dýfu. Svo lagast það bara aftur þegar líður á veturinn- eins furðulega og það nú hljómar. Annars var ég að tala við Þorvald og við upplifðum báðir depurð eftir að hjólaferðinni lauk. Þetta var mun verra heldur en eftir hefðbundið sumarfrí. Sennilega er það vegna þess að í hjólaferð ríkir svo mikil naumhyggja og maður nær að kúpla sig svo gjörsamlega út að það verður erfiðara að koma til baka í raunveruleikann. ...