Gúrú
Sadhguru Jaggi Vasudev Sálarástandið er algerlega þitt eigið drama. Kannski ekki alveg skotheld þýðing: Your psychological progress is entirely your drama Svo segir Sadhguru, indverskur yogi sem ég horfði stundum á á jútjúb þegar ég var að fara í gegnum erfiðistu tímana í kringum skilnaðinn. Ég hef hinsvegar lítið legið yfir sjálfshjálpardóti upp á síðkastið og meira verið að reyna að beita mínum eigin aðferðum við að ná meiri sátt við lífið. Eins og fram hefur komið hér á blogginu er ég t.d. farinn að hugleiða aftur, og nú er að verða komin vika hjá mér af hugleiðslu. Það gera 56 mínútur í heildina. Næstum klukkutími af því sitja einn með sjálfum mér og reyna að fá frí frá hugsunum og skoðunum (það er mjög erfitt að þurfa alltaf að hafa skoðanir á öllu). Eins og ég kom líka að í fyrri póstum, þá held ég að þetta hafi haft góð áhrif. Mig langaði meira að segja að mála í gærkvöldi, næstum því allavega. En það er kannski ekki bara hugleiðslan heldur líka stutt myndband sem ...