Fyrir nokkrum árum fór ég til sálfræðings til að fá greiningu á því hvort ég væri með ADHD (athyglisbrest) eða ekki. Ástæðan fyrir að ég fór var sú að ég var í rauninni að leita skýringa á líðann minni. Afhverju er ég eins og ég er? Er eðlilegt að líða eins og mér líður núna? Er eðlilegt að heilinn í mér sé eins og alþjóðaflugvöllur þar sem hugmyndir koma og fara án þess að ég nái að grípa þær eða raða þeim saman í einhverja heildstæða mynd? Er eðlilegt að ég fái fljótt leið á flestum vinnum og verkefnum? Í aðdragandaum að heimsókn minni til sálfræðings fræddist ég nokkuð um ADHD og var sjálfur ekki í neinum vafa um að ég fengi greiningu. Síðan komu vonbrigðin, ég var rétt undir mörkum. Ég varð svakalega svekktur því í raun hélt ég að með greiningu gæti ég fengið einhverja töfralausn minna mála. Lyf, viðtöl og fræðslu og þá færi bara allt að rúlla. Síðan eru liðin mörg ár og ég búinn að læra ýmisslegt. Eitt af því er að greiningin sem ég fékk var ekki rétt- svo mikið er víst. Annað...