Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2015

Píslarganga 2015

Mynd
Ég tók að mér að gera merki fyrir Píslargönguna 2015. Ég gerði merkið í fyrra fyrir Hótel Reynihlíð en Hótel Péturstjóri bauð mér að taka þetta yfir og selja á eigin ábyrgð. Ég mun því væntanlega sinna þessu á næstu árum. Ekki kann ég mikið fyrir mér í hönnun en er bara nokkuð sáttur með útkomuna. Teiknaði þetta upp í höndunum og nota svo einhverjar furðulegar aðferið, byggðar á trial and error, við að teikna þetta upp í Adobe Illustrator. Mig langar mikið að læra meira á það ágæta forrit. Eins og sjá má (vonandi) er merkið með skýrskotun í náttúru Mývatns og gönguna löngu kringum vatnið. Ef rýnt er í merkið má sjá 3 mannverur í fjarska, Það eru Snæbjörn Pétursson, Örn á Grímsstöðum og Jói í Álftagerði- forsprakkar þessarar göngu. Merkið verður hægt að kaupa í við hótelið og í kirkjunni fyrir gönguna. Einnig í ÍMS og í Skjólbrekku á meðan Myndlist í Mývatnssveit stendur yfir. Merkið kostar 500 kr.

Vatnslitanámskeið

Mynd
Við í Menningarfélaginu Gjallanda stóðum fyrir vatnslitanámskeiði um helgina. Afraksturinn verður sýndur um páskana í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps á auglýstum opnunartíma. Formleg opnun verður á miðvikudag kl. 20.00. Ég hafði ekki tíma í að vera með en skissaði aðeins á meðan ég drakk kaffi. Annars vil ég minna á metnaðarfulla menningardagsskrá í Mývatnssveit um páskana sem við munum auglýsa á www.gjallandi.is á morgun.

Gerði

Mynd
þessar fyrir nokkrum dögum. Átti eftir að laga dökka blettinn á kinnini

Steikt mynd

Mynd
af steiktri konu

Bissí skissí

Mynd

Ein gömul

Mynd
Þessi hefur lengi hangið á veggnum í vinnuherberginu. Fyrst fannst mér hún ljót en nú er ég farinn að kunna ágætlega við hana. Hún kannski endar bara í ramma

Ein af skissum dagsins

Mynd

Tonal sketches

Mynd
Hraðskiss í einum lit. Ákveðnir karakterar til hliðsjónar. Önnur skissan bara með pensli. Mér fer eitthvað fram í portrait en veit svo sem ekkert hvað ég er að gera

Singer

Mynd
Mending a sail - John Singer Sargent, 1905. Vatnslitaskissa Ég ætla að mála í kvöld. Ekkert betra en að koma sér í stuð með því að skoða blessað internetið. Ég er kolfallinn fyrir vatnslitaverkum John Singer Sargent, sem annars var nú mest þekktur fyrir að mála olíu portrait myndir. Hann tók svo upp á því að mála með vatnslitum. Myndir sem hann gaf sem tækifærisgjafir, en seldi ekki. Vatnslitaverk hans þykja með mestu dýrgripum sem málaðir hafa verið með vatnslitum.

Grjót

Mynd
John Singer Sargent, Simplon Pass, Avalanche Track, c. 1909-11 Ég er búinn að vera að mála grjót upp á síðkastið. Það getur verið mjög snúið. Um daginn birti ég myndir eftir Dale Laitined sem er snillingur í þessu. Hér kemur aðeins eldra stuff. John Sargent Singer. Hann leysir þetta snilldarlega. Hér þarf bæði hugmyndarlug og færni. Þetta er í raun snilld.
Það að ég sé með píanó í stofunni hjá mér er svipað og að einhver sem kann ekkert að mála sé með trönur og málningu í sinni stofu....

Hjólbörur

Ég ætla að senda einhverjum bréf og segja honum að hann sé gulur á enninu, með síðan pung og hann skuli kaupa sér hjólbörur og fylla þær með brosnum vonum. Síðan ætla ég að láta viðkomandi um að túlka hvað ég sé að meina og segja að mér komi þetta ekki við.

List og hjól

Mynd
Bátar í Burnham - John Tookey - vatnslitir á pappír Er að mála svolítið þessa dagana en það eru flest málverk sem á að gefa og því vil ég ekki birta myndir af afrakstrinum. Síðan er ég að gera merki fyrir Píslargönguna, annað árið í röð. Páskadagskrá í Mývatnssveit er í skipulagningu fyrir Gjallanda. Ljóðauppákomur, málverkasýningar og fleira. Mitt fyrsta útilistaverk í smíðum og verður afhjúpað í vor. Hvað er að gerast? Er aðeins byrjaður að hreyfa á mér rassgatið aftur. Tók skriðsundsæfingu á föstudaginn og hjólaði í Brekku í gær eftir að hafa verið á skíðum með Guðrúnu og Brynleifi. Hjólreiðakeppni í vændum á ísnum. Kannski verður maður með. Þar sem ég birti ekkert krot eftir mig í dag langar mig að birta eitthvað sem ég vildi að ég hefði málað. Þennan stíl langar mig að yfirfæra yfir á mývetnska náttúru og sveitabæi.

Quick sketch

Mynd
Sjávarpláss. Málað of hratt eftir fallegri ljósmynd sem ég fann á netinu

Er ég ruglaður?

Mynd
Þetta sér sýnar skýringar

Almanna-englar

Sama hvernig ég hugsa um það, þá get ég ekki séð, hvernig einhver með hreina samvisku og ekkert að fela, gæti hugsanlega þurft að ráða sér almannatengil?

Meira portrait

Mynd
Aftur bara svart. Augun ekki alveg nægilega góð en glöggir gætu þekkt manninn. Annars mála ég margt annað núna sem ég set kannski inn seinna

Leikur með lit-leysu

Mynd
Æfði mig í skissum með 1 "lit". Snýst um tón og styrk. Vann þetta mjög rösklega og sé reyndar strax villu í kallinum.

Hreyfing

Er að reyna að byrja að hreyfa mig aftur. Það er meira en að segja það. Hluti af skýringunni er að sjálfsögðu fjölskyldan og aðrar skyldur. Frítími minnkar og upp á síðkastið hefur hann farið í annað en sprikl. Því er ég að reyna að troða inn einhverju æfingaprógrammi sem ég get gert til að byrja með 3x í viku. Það þarf að vera einfalt, fljótlegt, ekki of leiðinlegt og taka á allan líkamann. Hér er það sem ég er að byrja á núna Stigaganga með handlóð (eins þungt og maður meikar) Niðurtog (þröngt og vítt til skiptis) Afturstig og framstig til skiptis Armbeygjum með hliðarplanka (handlóðum þegar getur) Hopp upp á bekk 10-20 x (eins langt frá og hægt)...

2 mismunandi

Mynd
Line and wash og svo venjuleg

Dale

Mynd
Dale Laitinen - Secret Falls, Yosemite-Watercolor-22 x 30 Einn af þeim sem ég hef svolítið verið að skoða á netinu er Dale Laitinen. Það sem einkennir myndir Dale eru að hann málar í lögum þar sem neðri lög fá að skína í gegn, ef svo má segja. Hann flokkar sig líka sem "transparent" vatnslitamálara. Hann leggur fyrst grunn (wash) til að fá lit og ljóma í myndina en vinnur svo skugga og díteila ofan á það. Ásgrímur vann mikið svona og er það kallað "wet on dry". Landslagsmyndir Dale eru stundum dálítið teikninmyndalegar en það er eitthvað við þær. Bestur er hann sennilega í grjóti og forgrunnum þar sem hann vinnur í mörgum lögum. Þessi fossamynd gefur ágætis hugmynd um hvað hann stendur fyrir.

Getting closer

Mynd
Ein tilraun eftir, vonandi ekki meira. Þarf að ná hrauninu hægra megin aðeins betur og svo veit ég ekki hvað ég á að gera við vinstra hornið á myndinni.
Mynd
Edward Seago (1910 - 1974), Marsh and Sky, Watercolor, 14 x 20 in Einn af þeim vatnslitamálurum sem ég skoða myndir eftir aftur og aftur og aftur á netinu, er Edward Seago. Ástæðuna er m.a að finna hérna fyrir ofan. Fyrir það fyrsta er það himininn, sem oft er aðalatriðið í myndum eftir Seago. Sjóndeildarhringurinn er mjög oft neðarlega í hans myndum til að leyfa hinminum að njóta sín. Ég myndi drepa fyrir svona himinn. Í öðru lagi er það allt að því yfirþyrmandi einfaldleiki. Stækkið myndina og veltið fyrir ykkur ströndinni, fjöllunum eða hæðunum í fjarska og því sem fyrir augu ber. Þetta lítur út fyrir að vera svo einfalt. Þetta eru bara nokkur form og nokkrir litir. En þetta er svo rosalega erfitt. Þetta er meistaraverk

Skissa kvöldsins

Mynd

Minni

Nú veit ég ekki hvort minnið sé farið að svíkja mig. Mér finnst eins og ég muni eftir mér og mömmu að berjast á móti hríðarbyl í Ártúnsbrekkunni á leið upp í Hraunbæ. Sennilega var ég 4 eða 5 ára. Það var svo vont veður að mamma varð að teyma undir mér.

Ókláruð mynd

Mynd
Þessi helvítis klettur sem er ókláraður er að pirra mig. Reyndar er allt að pirra mig

Tvær ágætar

Mynd
Grímstaðamyndin er vel heppnuð. Póstkortastærð á 10 mínútum. Hin er ágæt ef maður lítur framhjá ruglinu vinstra megin