Píslarganga 2015
Ég tók að mér að gera merki fyrir Píslargönguna 2015. Ég gerði merkið í fyrra fyrir Hótel Reynihlíð en Hótel Péturstjóri bauð mér að taka þetta yfir og selja á eigin ábyrgð. Ég mun því væntanlega sinna þessu á næstu árum. Ekki kann ég mikið fyrir mér í hönnun en er bara nokkuð sáttur með útkomuna. Teiknaði þetta upp í höndunum og nota svo einhverjar furðulegar aðferið, byggðar á trial and error, við að teikna þetta upp í Adobe Illustrator. Mig langar mikið að læra meira á það ágæta forrit. Eins og sjá má (vonandi) er merkið með skýrskotun í náttúru Mývatns og gönguna löngu kringum vatnið. Ef rýnt er í merkið má sjá 3 mannverur í fjarska, Það eru Snæbjörn Pétursson, Örn á Grímsstöðum og Jói í Álftagerði- forsprakkar þessarar göngu. Merkið verður hægt að kaupa í við hótelið og í kirkjunni fyrir gönguna. Einnig í ÍMS og í Skjólbrekku á meðan Myndlist í Mývatnssveit stendur yfir. Merkið kostar 500 kr.