Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2010

Reikna fyrst, smíða svo

Hringdi í bankann áðan. Bað um 800 milljón króna yfirdrátt til að kaupa mér skíðaskála. Bíð eftir svari en er ekki bjartsýnn. Komu menn hérna inn á skrifstofuna áðan og fóru að ræða um pólitík. Setti heilann á sleep mode, horfði stjarfur út í loftið og fór að hugsa um vínekrur og pallbíla. Sleep mode er lausnin. Öðruvísi nær maður ekki sátt við sjálfan sig, guð og menn. Eða deyfa sig með lyfjum, það virkar fyrir suma. Kveðja, Bjarni

Jens sendi mér þessa snilld.

Mynd
Smellið á myndina til að stækka hana upp svo þið getið lesið textann. Góðar stundir, Bjarni

Samræður yfir hádegismatnum.

Brynjar: Bjarni, ég held að það sé miklu erfiðara að vera kona heldur en karl. Bjarni: Nú af hverju heldurðu það? Brynjar: Því þá þarf maður að ganga með barn og fæða það sem er ábyggilega mjög erfitt. Bjarni: Já ég held að við séum ótrúlega heppnir að vera karlmenn svo við þurfum ekki að ganga með barn í maganum og fæða það. Daníel: Hommar þurfa að gera það! Brynjar og Bjarni: Nei Daníel: Nú, ok.

Jæja

þá er maður kominn heim heill á húfi. Hef aldrei á æfinni verið jafn feginn að sjá helvítis álverið í Straumsvík, það var hreint undurfallegt í slyddudrullunni þarna á hrauninu. Ferðin norður gekk vel og ekki yfir neinu að kvarta. Mér fannst bara dásamlegt hvað veðrið var ógeðslegt á leiðinni. Við tekur hressandi vinnuvika með gulli og gjöfum. Guð varðveiti hjörtu ykkar og vísi ykkur á vegi ljóss og friðar framhjá úrtölumönnum og heiðingjum. Kveðja, Bjarni

Kannski á heimleið

Ég held að maður sé nú bara búinn að bera sig nokkuð vel í þessu rugli og ekki grenjað mikið. Svo heyrir maður af fólki sem er fast í Rússlandi og þá fattar maður hvað maður er heppinn. Bretar sem eru fastir í Rússlandi eru undir 24 klst gæslu eins og fangar, fá ekki að fara út nema í 15 mínútur í einu og fá ekki að komast í farangurinn sinn! Það er fólk þarna sem er neitað um að komast í lyfin sín og er orðið fárveikt. Hvur djöfullinn er þetta? Á þetta ekki að heita siðmenntuð þjóð? Ætla út á flugvöll kl.08:00 í fyrramálið og á að fá flug kl.12:00. Var samt að heyra í fréttunum að maður ætti ekki að hrósa happi of snemma. Krossa fingur og bið til Jónínu Ben um að allt fari vel. Fór út að éta áðan og vonandi er það í síðasta skipti sem ég þarf að éta í Glasgow í bili, ekki það að maturinn sé slæmur. Fann þennan líka fína Thai veitingastað og át listagóðan mat, pork kaffir leave og chicken cashew nuts. Í gærkvöldi át ég á ítölskum veitingastað og ég hef nú bara fengið frábæran mat allan...

Frankie Boyle: The Return of the King

Þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig í Skotlandi. Datt inn á þetta í sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég reyndar hef ekki horft á þetta myndband sjálfur en það getur ekki verið slæmt. Kveðja, Bjarni

Miðbæjarrölt og rólegheit

Ég held að maður sé ekki alveg að átta sig á því hvað þetta eldgos er að hafa mikil áhrif. John Cleese tók víst leigubíl frá Noregi til Belgíu og fór svo þaðan með lest. Ferðalagið í taxanum kostaði 3000 pund. Já ok fínt að eiga slatta af pening. Annars er ég búinn að þvo þvottinn minn og kaupa slatta af meira þvotti. Ekki gott að vera að þvælast of mikið í búðunum og vantar helst aðra tösku. Næst á dagskránni að labba meira um bæinn, kíkja á eitt safn og í eina golfbúð. Kveðja, Bjarni

Glasgow

Jæja þá er maður kominn til Glasgow og ekkert útlit fyrir að maður sé að fara héðan á næstunni. Nýjustu frétttir herma að það verði í fyrsta lagi flogið á mánudaginn. Jæja það ver víst lítið sem maður getur gert annað en að rölta niður í bæ og skoða sig um. Sennilega betra en að vera fastur í vinnuferð á Raufarhöfn eða eitthvað. Meira að skoða hér. Var á flugvellinum áðan og lenti í viðtali á BBC Scotland! Manni fannst maður nú eitthvað fipast og vera asnalegur en ég hlýt samt að hafa verið eitthvað smá svalur líka. Hugsaði reyndar eftir á að þetta hafi nú kannski komið skringilega út þar sem ég sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af Kötlu eða þessu eldgosi, að ég byggi á norðurlandi. Þeim fannst þetta eitthvað skrítið. Jæja það þýðir ekkert að sitja hérna og væla, best að drífa sig í bæinn með 2 fulla haldapoka af þvotti og finna þvottahús. Læt kannski í mér heyra fljótlega. Kær ar kveðjur úr ríki skakkra tanna og kartöfluflaga. Bjarni

Eldgosanostra

Ég get ekki sagt að þetta eldgosavesen hafi neitt róandi áhrif á mann hérna í útlandinu. Jens var reyndar að senda mér skilaboð um að heimild hafi fengist til að fljúga til Glasgow. Ég á flug kl.14:20 frá Glasgow á morgun (laugardag) og verð bara að vona það besta. Ætla að klára daginn hérna á rannsóknarstofunni og koma mér svo aftur heim á herbergi. Þarf að komast í þvottavél og fá mér að éta. Aldrei að vita nema maður klári golfhringinn sem ég byrjaði á í fyrradag. Herramaðurinn í afgreiðslunni sagði að ég gæti komið aftur þar sem það var svo stutt í myrkur þegar ég var þarna síðast. Ég spilaði 14 holur síðast og því 4 inni. Síðan fer maður á Cuan Mor í 6. skipti og fær sér dásamlega máltíð. Vakna svo kl.7 á morgun og keyri til Glasgow. Ég á nú eftir að búa til eitthvað albúm fljótlega en ég get líka alveg lofað því að það verður dauðans leiðinlegt. Ekki einu sinni myndir af sjálfum mér. En hversu gott er þetta gos annars fyrir alla þessa útrásarvíkinga og afdala embættismenn maður! ...

Þörungar og öskufall

Mynd
Sit hérna á nýja uppáhalds veitingahúsinu mínu og pikka upp einhverjar fréttir af þessu gosi sem virðist nú vera í hressilegri kantinum. Það er nú ekki einu sinni hægt að grínast með þetta en vonandi kemst ég heim á tilsettum tíma. Maður hefur það annars prýðisgott hérna og búinn að komast í golf og allt saman. Konan sem er með B&B þar sem ég gisti er alveg frábær og bað son sinn um að lána mér kylfur og skó. Spilaði völlinn hérna í gær og var hann bara helvíti fínn. Annars hefur tíminn aðalega farið í vinnu og maður hefur nóg að gera hérna. Hendi inn mynd af viðfangsefninu mínu sem ég veit að allir verða spenntir yfir. Ekki samt fara að biðja mig að senda ykkur þörungamyndir hægri vinstri, please. Ég skal kannski bara búa til albúm hérna með fullt af myndum við tækifæri. Hafið það gott, Bjarni Ps. Þörungarnir eru úr Miðfirði, sýni tekið 07.04.2010 Pss. Aðrar myndir sýna típískt hús hér um slóðir, önnur hversu miklir útgerðamenn hér búa og svo ein frá golfvellinum. Jæja nú fer matu...

Scottish legend

Mynd
Jæja hvað á að segja um þetta allt saman??? Eins og sést samt á myndinni þá er ég kominn í karakter. Það þýðir ekkert annað en að akta eins og lókall á þessum stað. Annars bara fær maður illa blandað meðal. Ferðin hingað til Skotlands gekk nokkuð vel þrátt fyrir smá seinkun á flugi heima á klaka. Þegar ég kom á Heathrow þá reyndar var einhver prímadonna að vinna á deskinu, frekar eitthvað tussuleg (afsakið orðbragðið ég bara stenst ekki). Hún var ógeðslega dónaleg og naut þess að segja fólkinu við hliðina á að það væri glapræði að fara til Íslands. Þar væri allt svo fokdýrt, við myndum rukka þá um formúgu fyrir vörur og þjónustu, þrátt fyrir að við skulduðum þeim bunch of money. Langaði til að segja henni að hún væri ignorant fool en fattaði svo að þetta var kannski rétt hjá henni og ákvað að halda kjafti. Flaug svo til Glasgow þar sem beið mín tryllitæki með stýrinu öfugu megin og leiðsagnartæki á frönsku. Oui oui monsieur, það eina sem vantaði, að gera þetta aðeins flóknara. Náði rey...

Hringtorg

Mynd
Nú er farið að styttast í að maður haldi til Skotlands. Kominn með svona pínu ferðastress enda alltaf viss um að ég gleymi einhverju, t.d þörungasýnunum sem ég er að fara með. Ójá þetta hljómar eins og gott party. Ég, einn á ferð, með þörungasýnin mín, rammvilltur í vinstri umferð einhversstaðar uppi í skosku hálöndunum. Lenti í rökræðum við Guðrúnu um það hvort maður myndi keyra öfugan hring í hringtorgunum þarna, sem er víst staðreyndin. Fór á netið og fann strax hringtort sem heitir The Magic Roundabout í Swindon sem voru valin fjórðu mest ógnvekjandi gatnamót á Englandi 2009. Ekki furða, 5 hringtorg sem stillt er upp í einn stóran hring. Ég er sko ekkert að fara að rúnta þarna. Ég ætla að nota Mosfellsbæinn sem æfingasvæði og fara öfugan hring á leiðinni suður. Ekki vera á ferðinni þarna um kaffileitið á morgun (laugardaginn 10. apríl). Til að vita við hverju ég á að búast þegar ég fer að keyra þarna úti googlaði ég: Scottish + angry + roundabout og þá fékk ég myndina hér að ofan. ...

Héðan er allt gott að frétta þó.......

Mynd
veturinn hafi birtst síðbúinn og illa þokkaður. Það hefur snjóað svolítið yfir páskana en eins og svo oft áður er eins og veðurguðirnir geti ekki alveg ákveðið sig hvað í fjandanum þeir ætla að gera. Í kvöld fór að blota og kannski verður bílaplanið orðið autt aftur innan tíðar. Nenni ekki að moka, vona það besta. Það er nefnilega hlaupið vor í punginn á manni og grænar gresjur golfvallanna orðnar eins og þrálát útbrot á heilanum. Þó ég hafi unnið flest þau afrek sem hægt er að vinna í golfi, þar með talið unnið Kísiliðjubikarinn, þá bara fæ ég ekki nóg. Í kvöld átum við restarnar af páskalambinu. Í Jesú nafni lugum við matinn ofan í drengina sem hafa löngum haldið því fram að þeir éti ekki lambakjöt. Lærið var sett í ofnpott með lauk, gulrótum, rósmaríni, hvítlauksstungið af ákafa, kryddað og stillt á lágan hita. Lærið reis svo upp í ljósabjörmum á þriðja degi og hét nú svínalæri. Þetta hafði jákvæð áhrif á börnin og var étið af bestu lyst. Áðan leiðréttum við svo þennan leiða misskil...