veturinn hafi birtst síðbúinn og illa þokkaður. Það hefur snjóað svolítið yfir páskana en eins og svo oft áður er eins og veðurguðirnir geti ekki alveg ákveðið sig hvað í fjandanum þeir ætla að gera. Í kvöld fór að blota og kannski verður bílaplanið orðið autt aftur innan tíðar. Nenni ekki að moka, vona það besta. Það er nefnilega hlaupið vor í punginn á manni og grænar gresjur golfvallanna orðnar eins og þrálát útbrot á heilanum. Þó ég hafi unnið flest þau afrek sem hægt er að vinna í golfi, þar með talið unnið Kísiliðjubikarinn, þá bara fæ ég ekki nóg. Í kvöld átum við restarnar af páskalambinu. Í Jesú nafni lugum við matinn ofan í drengina sem hafa löngum haldið því fram að þeir éti ekki lambakjöt. Lærið var sett í ofnpott með lauk, gulrótum, rósmaríni, hvítlauksstungið af ákafa, kryddað og stillt á lágan hita. Lærið reis svo upp í ljósabjörmum á þriðja degi og hét nú svínalæri. Þetta hafði jákvæð áhrif á börnin og var étið af bestu lyst. Áðan leiðréttum við svo þennan leiða misskil...