Jæja

þá er maður kominn heim heill á húfi. Hef aldrei á æfinni verið jafn feginn að sjá helvítis álverið í Straumsvík, það var hreint undurfallegt í slyddudrullunni þarna á hrauninu. Ferðin norður gekk vel og ekki yfir neinu að kvarta. Mér fannst bara dásamlegt hvað veðrið var ógeðslegt á leiðinni. Við tekur hressandi vinnuvika með gulli og gjöfum. Guð varðveiti hjörtu ykkar og vísi ykkur á vegi ljóss og friðar framhjá úrtölumönnum og heiðingjum.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði