Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2008

Morgunmatur

Morgunmatur er sagður mikilvægasta máltíð dagsins og ég reyndar get ekki byrjað daginn án þess að rífa í mig. Þó það sé lífshættulegra að sleppa kaffinu þá bara verður maður að éta eitthvað þegar maður vaknar, annar verður maður bara bjánalegur. Eftir að hafa étið morgunmat með Skarphéðni um liðna páskahelgi og eftir að hafa fyrir tilviljun (ég horfi ekki á Rachel Ray)séð mann fullyrða að 1000kcal væru betri en ein beygla og djúsglas þá fékk ég hugljómun. Ég ákvað að gerast áhugamaður um morgunmat. Leið mín lá því í Bónus í gær þar sem ég verslaði eitt og annað kjarngott í þessa mikilvægustu máltíð dagsins. Ég vaknaði svo í morgun og mallaði mér hafragraut, sauð mér egg, át hrökkbrauð með delfíosti, tók lýsi og drakk glas af grænmetisdjús. Þetta er farið að hljóma eins og árshátíð hjá Sollu á grænum kosti þó ég sé ekki viss um að hún geti étið linsoðið hænufóstur. Ég tek það þó fram að ég reyni að kaupa helst ekki lífrænt ræktaðar vörur enda missir maður bara hárið (ég má ekki við því)...

Brennunjálssaga

Samkvæmt mbl.is var kveikt í rusli í húsasundi við Snorrabraut í nótt. Ég þekki bara einn mann sem býr í nágrenninu og það hlýtur því að vera hann sem gerði þetta. Skarphéðinn hefur laumast með kveikjara frá Vífilsgötunni í skjóli nætur og tendrað elda hlægjandi og þannig látið hið sanna eðli Skútustaðabúa ná yfirtökum. Þeir eru allir brennuvargar, samanber Gylfa frænda hans sem brennir kindakúk allan sólahringinn og hlýtur að hafa kennt Skarphéðni þetta. Skarphéðinn er sennilega að hefna fyrir að hafa verið tekinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi einmitt á Snorrabraut ekki alls fyrir löngu. Það er sorglegt til þess að hugsa að góðir vinir eins og Skarphéðinn leiðist út í svona íkveikjur. Fyrir norðan sitja svo foreldrar hans grunlausir um að hann hafi eldfæri undir höndum. Hver selur KR-ing kveikjara? Ég ætla að hringja í hann í kvöld og koma fyrir hann vitinu og ef það tekst ekki tala ég við foreldra hans.

Páskáeggja og sósu OD

Þá eru þessari hátíð að ljúka og manni tókst að sanna að það er hægt að verða þunnur af fleiru en áfengi. Stimplaði mig út í gærkvöldi með gæsabringum og páskaeggi sem maður nánast sofnaði með í munninum. Vaknaði fyrir 8 í morgun með bullandi bakflæði og snerti af gláku. Keyrði Skarphéðinn í flug til Akureyrar og hef síðan setið með svima í skólanum og gengur erfiðlega að gera nokkuð annað en prumpa og ropa. Ég er að hugsa um að hringja í Sollu í Grænum kosti og segja henni að ég iðrist vegna allra dýranna sem þurfti að deyða fyrir páskaveisluna. Mikil sósa hefur runnið til sjávar og of miklu blóði hefur verið úthellt fyrir ekki neitt. Ég hef ekkert meira um þetta að segja.

Píslarganga

Mynd
Það var fyrir einum 15 árum að Snæbjörn Pétursson tók upp þann sið að ganga í kringum Mývatn á Föstudaginn langa sem þjáður væri. Í kjölfarið fóru að bætast í hópinn lærisveinar héðan og þaðan og sér ekki fyrir endan á þessu öllu saman. Þessi gjörningur nokkurra sérvitringa verður samt svo lítilfjörlegur þegar maður les fréttir frá Filippseyjum þar sem fólk iðrast af sannfæringu á köldum krossi eftir vel útilátin vandarhögg. Ekki má þó gleyma því að 32 km ganga á glerhörðu asfalti fer illa með mjaðmirnar og í þessu felst kannski einhver iðrun. Svo er natturlega alger pína að líta ógðefellda ringulreiðina í mývetnskri náttúru berum augum. Ég held að Pétur og félagar gætu grætt mun meira á því að skipta út þessari píslargöngu fyrir krossfestingar. Þannig héldist allur lýðurinn á hótelplaniu og hægt væri að selja kakó og kleinur í stað þess að senda þau út á gaddinn með eigin mal. Maður verður líka sjálfsagt svangur að hangsa á krossinum tímunum saman. Það væri hægt að reisa gæðakrossa úr...

Fréttir nr. 126

Af mér er það að frétta að hápunktur síðustu daga var ódauðlegt túnfisksalat sem ég útbjó af mikilli ástríðu á föstudaginn. Það er svo ódauðlegt að ég er ekki búinn að klára það. Restin er hér inni í ísskáp í vinnunni og bíður þess að vera étin á morgun. Ég verð sjálfsagt veikur af því en mér er alveg sama, ég vil ekki henda mat. Túnfiskur, svartar ólífur, relish, mulin fersk græn piparkorn, rauðulaus egg, létt industrial majones, laukur og sellerí og eitthvað. Hollustan í fyrirrúmi enda voru hlutföllin góð. Það er ekki hægt að éta túnfisk úr dós öðruvísi en að drekkja honum í öðrum hráefnum slíkur hroðbjóður sem hann er. Annað sem er í fréttum að maður kíkir örvæntingafullur á heimabankann á 20 mínútna fresti og bíður eftir greiðsluseðli fyrir bílalán. Tímabundið mætti svo líta á að ég sé að verða stóriðjusinni og sé erlent fjármagn í hillingum. Mig langar til að taka út þessa timburmenn seinna þegar ég er farinn að vinna. Teygja mig í flöskuna og teyga ljúfan mjöðinn að morgni dags m...

Spurningakeppni

Nafn Britney Spears bar á góma í spurningu einni í Gettu Betur í kvöld. Þetta verður að teljast mikill heiður fyrir stúlkuna og skipar hún sér nú því í hóp ekki ófrægari manna en Þorsteins Erlingssonar og Gylfa Ægisonar.

Maður vikunnar......

Mynd
að þessu sinni er hinn gulrótarsósaði og aflitaði Banan Boat pálmaolíupróteinpinni Arnar Grant. Titilinn hlýtur hann fyrir að hafa komið sér í vandræði með því að brjóta bílrúðu hjá nágranna sínum þar sem hann lagði í vitlaust stæði (stæðið hans). Arnar háði harða baráttu við Bubba Morthens sem hefur gefið hrokanum lausan tauminn í vikunni og sannað sig sem mesta fífl í Vogum. Arnar kveðst drengur góður og aldrei hafa gert flugu mein en bílar eru kannski ekki inni í því. Og ég ætla svo sem ekki að vera dómari í þessu máli. Þetta leiddi hinsvegar hugann að því þegar hann sýndi sínar bestu hliðar með góðum húmor í Sjallanum fyrir nokkrum árum og meig á buxurnar hjá kunningja mínum til að fagna Fitness titli sem hann vann það kvöld. Þar stóð hann ber að ofan í leðurvesti og maður mátti passa sig á því að renna ekki í kókosfeitinni sem draup af honum. Valdi svo minnsta manninn á klósettinu og meig á fötin hans. SVALUR

Upp kemur svifryk um síðir

Nú er farið að hlýna heldur hér í bæ, hálku tekur upp af götum og ljóst er að það styttist í ógnvaldinn. Það er svo sem ekkert annað sem maður getur gert en að loka gluggum og halda sig heima. Ég geng um með hvíta dulu fyrir vitum mér og til öryggis hef pakkað öllum bókunum inn í matarfilmur. Ég hef brotið hvíta þvottinn saman og sett í lofttæmdar umbúðir. Annar þvottur er í kommóðunni og hef ég teipað fyrir rifurnar á skúffunum. Ég er nakinn. Einnig er ég búinn að kítta aftur ísskápinn og eldhússkápana. Lager af dósamat á ég inni í kúlutjaldinu í stofunni sem ég fóðraði með sláturhúsgrisjum og bómull. Þar á að vera hægt að nærast í friði fyrir djöfulmóðunni. Þar er líka ryksugan mín til öryggis sem ég get einnig notað til að hafa samband við Bjarna Fel og fá upplýsingar um stöðuna. Ég treysti engum öðrum enda getur hann notað augabrúnirnar á sér sem loftnet til að ná sambandi við þá hjá Sambandinu. Farsíma er ekki hægt að nota við þessar aðstæður og ég er búinn að henda sjónvarpinu og...

Stöðuleiki

Til þess að ná stöðuleika á Gaza svæðinu þyrfti að reisa þar álver.

Svifryk 121

Nú hefur bloggþörfin dregið mig að lyklaborðinu þó ekkert sé títt hér úr svifryksmenguninni. Reyndar er nýfallinn snjór þannig að loftið er óvenju gott. Það er nýtt áhugamál hjá mér að ræða þessa svifryksmengun við fólk þegar ég veit ekki hvað ég á að tala um. Í stað þess að ræða um veðrið gríp ég til svifryksumræðu á háu plani en þetta er reyndar svo nátengt veðri að maður sleppur yfirleitt ekki alveg. Nú hef ég komið hvoru tveggja að og var fljótur að því. Kíkti í kaffi til Birkis og Rósu í gærkveldi. Hafði ekki hitt Birki nokkuð lengi og því var kjörið að uppfæra gagnabankann. Auðvitað fór kvöldið aðalega í að ræða um gamla tíma og fá fréttir af hinum og þessum skólafélögum frá Laugum. Rifjuð var upp sagan þegar við gengum um Húsavíkurbæ að næturlagi til að finna hús rakaranns með það fyrir augum að brjóta hjá honum rúðu. Það ætlaði Birkir að gera til að hefna fyrir hræðilegustu klippingu sem sést hefur norðan Berlínar. Þessi klipping varð til þess að hann hætti að líta út fyrir að ...

Sæll