Morgunmatur
Morgunmatur er sagður mikilvægasta máltíð dagsins og ég reyndar get ekki byrjað daginn án þess að rífa í mig. Þó það sé lífshættulegra að sleppa kaffinu þá bara verður maður að éta eitthvað þegar maður vaknar, annar verður maður bara bjánalegur. Eftir að hafa étið morgunmat með Skarphéðni um liðna páskahelgi og eftir að hafa fyrir tilviljun (ég horfi ekki á Rachel Ray)séð mann fullyrða að 1000kcal væru betri en ein beygla og djúsglas þá fékk ég hugljómun. Ég ákvað að gerast áhugamaður um morgunmat. Leið mín lá því í Bónus í gær þar sem ég verslaði eitt og annað kjarngott í þessa mikilvægustu máltíð dagsins. Ég vaknaði svo í morgun og mallaði mér hafragraut, sauð mér egg, át hrökkbrauð með delfíosti, tók lýsi og drakk glas af grænmetisdjús. Þetta er farið að hljóma eins og árshátíð hjá Sollu á grænum kosti þó ég sé ekki viss um að hún geti étið linsoðið hænufóstur. Ég tek það þó fram að ég reyni að kaupa helst ekki lífrænt ræktaðar vörur enda missir maður bara hárið (ég má ekki við því)...