Aftur að ferðaskipulagi
Viðraði Pugginn fyrir fjallaferðina þegar við fórum í útilegu. Ég get alveg viðurkennt að ég var eiginlega kominn með í magann út af fjallaferðinni minni í lok næsta mánaðar. Ég var hársbreidd frá því að panta mér þetta svíndýra Hilleberg tjald sem ég hef þusað um hérna margoft. Á endanum bað ég pabba að sleppa því að kaupa það og ákvað að reyna að redda mér gömlu notuðu tjaldi- sem var reyndar ekkert voðalega spennandi tilhugsun. En eftir að hafa legið yfir þessu ákvað ég að splæsa bara í gistingu í skálum og mér sýnist á öllu að ég fái allstaðar inn, enda verð ég á frekar fáförnum slóðum, svona allavega að hluta til. Og á tveimur stöðum þarf ég vonandi ekki að borga. Ég reyni svo að fá litla tjaldið hans Þórðar sem backup ef ég villist eða þarf að halda kyrru fyrir vegna veðurs. Mér líður ótrúlega vel að hafa tekið þessa ákvörðun og nú hef ég aðeins meira svigrúm til að kaupa annað sem vantar. Ég er búinn að uppfæra ferðaplanið sem ég birti hérna bæta Vikrafellsleið inn og sleppi því...