Bylgjan
Ég og Lóa á leiðinni til talmeinafræðings í síðustu viku Jæja þá erum við komin rúmlega ár aftur í tímann hvað COVID-aðgerðir snertir. Ég var í vinnunni þegar þetta var gefið út og ég var eiginlega mest hissa hvað ég tók þessu af miklu jafnaðargeði. Ég lifi nú frekar rólegu lífi og hugsaði sem svo að þetta hefði nú ekki mikil áhrif á mig. Svo fattaði ég að ræktin dettur út, ég hætti að komast í sund og svo er ég búinn að vera duglegur að kíkja á kaffihús og bari með vinunum. En maður lifir það af og þetta er kannski leiðinlegast fyrir þá sem standa í einhverjum rekstri og eru með allt í skrúfunni fyrir. Já eða fólk sem líður ekki vel nema það sé innanum annað fólk með allt á út-opnu. Ég er ekki í þeim hópi. En annars er ég búinn að vera með einhvern kvefskít kraumandi í mér í nokkra daga og í dag var mér bent á að ég þyrfti að fara í COVID-test á morgun. Ég fer því ekki í vinnuna, heldur læt troða pinna upp í nefið á mér. Ég reyndar óttast ekkert niðurstöðurnar. Þetta er bara klassísku...