Skötubruni
Mynd veitingageirinn.is Í fyrra lenti ég í þeim óskemmtilega andskota að brenna á tungunni við skötuát. Og það var ekki vegna hita. Í seinna skiptið sem ég lenti í þessu var skatan alveg hrikalega sterk og tungan á mér fór alveg í steik. Ég varð rauður og þrútinn og átti erfitt með að borða og drekka kaffi langt fram á næsta dag. Ég er hræddur um að ég sé að mynda eitthvað óþol gegn þessum mat. Ég fæ tár í augun við það eitt að hugsa til þess ef ég þyrfti að hætt að éta þetta. Skata og siginn fiskur (sérstaklega grásleppa), er eitthvað það besta sem ég fæ. En ég ætla ekki að gefast upp svo auðveldlega. Í dag er Þorláksmessa og ég skal troða þessu drasli í grímuna á mér vona það besta. Þetta verður þá bara í síðasta skipti ef útkoman verður slæm. Ég var fyrst að spá í að fara skötuhlaðborð í hádeginu á einhverju veitingahúsi, en ég nenni því ekki og finnst það líka óþarflega dýrt. Í staðinn ætla ég að stela hellunni sem er hér í vinnunni og sjóða þetta bara fyrir utan Dalsgerðið....