Sýning á morgun
Síðasta kvöld fyrir sýninguna mína. Ég er eitthvað að reyna að melta þetta. Ég átta mig ekki á því hvort þetta muni hafa einhverjar breytingar í för sér- en þetta verður allavega gaman. Ég er samt sultu slakur yfir þessu og ekki kvíðinn. Ég held að það þýði að myndirnar séu ágætar. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að úti snjóar og snjóar. Það gæti orðið til þess að eitthvað af fólki sitji heima á morgun, auk þess sem allar ferðir og snatt fram og til baka taka mikið mikið lengri tíma. Þetta kemur í ljós. Góða nótt.