Furðulegt atvik

Það verður víst lítið um málerí í kvöld. Það stórfurðulega atvik henti mig í kvöld, að þegar ég var rétt í þann mund að bleyta upp í pallettunni minni, og taka til Petit gris da Vinci pensilinn minn, kemur þá ekki fljúgandi auðnutittlingur út úr lampanum mínum og lendir beint í andlitinu á mér. Ég steinrotaðist og það næsta sem ég veit þá var ég búinn að fara á bókasafnskvöld í Skjólbrekku en kominn aftur heim og byrjaður að horfa á Broen og byrjaður að éta popp sem var poppað upp úr kókosolíu. Svona gerast slysin.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði