Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2015

Meira monochrome

Mynd
Með smá rauðu knúsi. Hraðskissa sem var ætluð sem æfing í tónum.

Götuskissa

Mynd
Er búinn að vera að dunda mér við götuskissu eftir google streetview. Hef verið að bæta skuggum inn - birtu úr austri og morgunstemmningu. Þeir voru ekki alveg nægilega trúverðugir í þessari monochrome mynd þar sem þeir lenda á húsinu hinummegin við götuna.  Hún er þó ekki slæm að öllu leiti.

Lífræn skissa

Mynd
Ég segi lífræn því það er líf í henni. Í skissum er oft miklu meiri sannleikur en í málverki og án þvingunar gerast einhverjir töfrar oft á tíðum. Ekki misskilja mig- ég er ekki að halda því fram að þetta sé eitthvað meistaraverk. Þegar menn slá á æfingarsvæðinu í golfi fljúga allir boltar þráðbeint og langt, en þegar komið er út á völl fer allt í hnút. Þetta er bara í hausnum á manni- period. Nú er bara að reyna að plata á sér hausinn og vera alltaf bara að skissa. Það er hægara sagt en gert. Að lokum langar mig að vitna í bandaríska listamanninn Robert Henri: "The objective is not to create a work of art. The object should be to get in the frame of mind that makes art inevitable.“

Interior skissa

Mynd
Smá æfing aftan á aðra gamla mynd

Kyrrlátt kvöld

Mynd
Ákvað að bregða mér í bátana enn eina ferðina. Himinn og fjöll eftir pöntun en skútan moldug. Mótívið er fínt en ég kveikti í kartöflum á meðan ég málaði.... og það kl. 23 um kvöld.

Þurrð

Ég vildi ég vissi hvað ég ætti að mála næst. Hringið í mig og látið mig vita ef þið komist að því.

Askja

Mynd
Málaði eftir mynd frá Agli- sem ég vona að lögsæki mig ekki út af höfundarrétti. Þetta var mjög krefjandi myndefni en ég ákvað að láta vaða. Sprungið berg er eitthvað það erfiðasta sem mér dettur í hug að mála. Ég reyndi að einfalda þetta og hugsa bara um form en útkoman varð ekki alveg eins góð og ég vonaði.

Skútur

Mynd
Þessi er bara alveg ágæt.

Skissubók

Mynd

Húsavik

Mynd
Fór með staffið mitt til Húsavíkur í kvöld til þess að éta og baða okkur. Fallegt niður á höfn eins og alltaf. Tók fullt af myndum og hefði getað verið þarna endalaust. Kinnarfjöllin seiðmögnuð í skýjum og þoku. Þegar ég kom heim þurfti ég svo að mála þó ég væri þreyttur. Var hundóánægður með skissuna- enda í dálítið furðulegum hlutföllum- en ákvað samt að mála. Vann í djöfli án þess að vita hvert ég var að fara. Útkoman var betri en ég hefði þorað að vona. Hún er pínu tryllt og svífandi en samt eitthvað skemmtileg. Góða nótt

Herðubreið

Mynd
Ég hef nú oft glímt við þetta fjall áður. Ég held það skáni nú heldur með timanum en mér finnst það fjandi snúið.

Vinnuskissa

Mynd
Pottar

Elsku Brekkan mín

Mynd
Skemmtilegt sjónarhorn gert eftir mynd sem var tekin með nokkuð miklum aðdrætti. Ég er búinn að ákveða hver fær þessa.

Meiri Kinnarfjöll

Mynd
Önnur svipuð- bara betri..... held ég

Kartöflur

Mynd
Lofaði sjálfum mér að mála kartöflur í gær. Það kom ekki mikið úr því. Skást var þessi hraðskissa.

Aumingja kartöflurnar

Hvers eiga kartöflurnar að gjalda í heimi kyrralífsmyndanna? Cezanne málaði aldrei kartöflur. Það var helst van Gogh sem reyndi að halda merki kartöflunnar á lofti en ég er nú ekki vel lesinn í listasögunni. Í kvöld hef ég ákveðið að mála kartöflur. Ég hef allan daginn til að velta því fyrir mér hvað ég hef með þeim.

Still life 2

Mynd
Eftir að hafa þreytt mig á gömlu fjallaverkefni í dag ákvað ég að detta aftur inn í heim kyrralífsmyndanna. Breytti aðeins uppstillingunni en endaði með næstum eins mynd og síðast. Næst ætla ég að velja eitthvað aðeins frumlegra en þetta.

Fyrstu Kinnarfjöllin mín

Mynd
Þetta var skemmtilegt og góð æfing. Diddi Hall setti þau nú oft upp á panorama, enda myndefnið "langt". Það verður gaman að leika sér með þetta í framtíðinni

Húsavík

Mynd
Skissur frá Húsavík

Still life 1

Mynd
Aldrei bjóst ég við því að mér gæti þótt skemmtilegt að mála kyrralífsmyndir. Mér finnst conceptið áhugavert, því að vissu leiti meikar þetta lítinn eða engan sens. Óskyldir hlutir, héðan og þaðan, jafnvel ekki með nein sjáanleg tengsl. Þetta er gott efni í heimspekilegar vangaveltur. Á hinn bóginn gefur þetta manni frelsi til að útbúa sinn litla heim sem er án tenginga við hversdagslegt streð, pólitík og annað. Fullkomið frelsi- líka frá reglum um uppsetningar og liti. Þetta hér var fyrsta tilraun mín á kyrralífsmynd. Kaffikanna, soyjasósa, tómatar, sítróna og skorpnuð fíflablöð. Raðað ofaná handklæði sem allt er útsullað í málningu. Meikar mikinn sens. Útkoman er ásættanleg að mínu mati. Skuggi á sítrínu kemur samt skringilega út. Ég ætla að prufa að gera þetta aftur og þá ætla ég aðeins að breyta tækninni í skuggunum og endurskoða fíflana. Ég hef á tilfinningunni að ég sé að fara að mála meira af matvælum á næstunni. Kveðja, Bjarni

Still life

Mynd
Undirbúningur fyrir málverk

Plein air sans paint

Mynd
Fór í dag á fallegan útsýnisstað sem ég rakst á í gær í hlaupatúr. Fór með trönur, vatn, pensla og bara allan pakkan- nema málningu. Gerði frekar grófar skissur á pappírinn á staðnum og málaði svo heima í kvöld. Þessi er aðeins villtari en hin sem ég gerði. Ég hefði sennilega átt að breyta mótífinu aðeins og svo er hún svolítið muddy en jæja.....

Fyrstu trönurnar

Mynd
Kalt úti - prufa inni

Brekka

Mynd
Ég var búinn að gera 2 myndir frá þessu sjónarhorni þegar ég gerði þessa tilraun með tilheyrandi vitleysum. Hún gaf mér samt það að vita sirka hvernig ég ætla að gera hana þannig ég verði ánægður.

Bátaskissa

Mynd
á 5 mínútum. Brynleifur, amma, Halldóra og voffi

Beðið við Bónus

Mynd
Skissaði nokkuð mikið í dag og svo málaði ég eina fallega stærri mynd sem ég ætla ekki að birta hér; hún á að vera gjöf.

Frá Dalfjalli

Mynd
Ég var búinn að gera þetta mótíf áður en átti alltaf eftir að prufa aftur.

Kría

Mynd
Gerði eina kríuskissu í póstkortastærð. Þetta var ekki alveg eins og ég lagði upp með í byrjun en ágæt samt. Ég er með hugmynd í kollinum um stóra kríumynd- reyndar bara portrait. Uppfært: Bætti við einni portrait í póstkortastærð. Kannski pínu hettumávsleg. 

Bátur á þurru

Mynd
Ég er voðalega hrifinn af bátum á þurru landi enda veit ég hvernig þeim líður.

Bílskissa

Mynd
Ég var nú samt ekki að keyra.

2 ólíkar

Mynd
Svosem lítið um þetta að segja