Eitthvað hef ég nú málað síðan síðasta mynd fór inn. Eina aðra mynd gerði ég af ökrum. Hún fór út um þúfur. Síðan er ég að vinna að mynd sem á að vera gjöf og því birti ég hana ekki. Að lokum eru fjórar í römmun og svo verður held ég smá sýning fljótlega. Hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að taka þátt í meistaramánuði. Ég þoli ekki svona fyrirbæri og eina ástæðan fyrir því að ég tæki þátt væri að láta aðra líta illa út. Taka þetta alla leið. Bara borða kjöt, fisk, baunir, hnetur, fræ, grænmeti og ávexti. Engar mjólkurvörur, hveiti, kornmeti eða sykur. Ekkert Feisbúk. Hreyfa sig alla daga. Vakna alltaf kl. 07 og gera góðverk einu sinni í viku. Annars eru 2 atriði tengd mat sem ég hef verið að velta svolítið fyrir mér. Klisjur sem við höfum heyrt á síðustu árum varðandi hvað og hvernig við eigum að troða framan í fitug smettin á okkur. Að borða mikið prótein. Að borða 6 máltíðir á dag Án þess að vera með neinar greinar fyrir framan mig þori ég næstum að fu...