Stuldur

Stundum mála ég eitthvað sem fólk póstar á instagram. Það er hálf perralegt en þetta eru oft svo inspirerandi myndir að ég bara verð. Hér eru tvær sem ég gerði eftir mynd frá Stefáni Einari frænda mínum. Gulur togari frá Bryggjuhverfinu- ég vona að ég fari rétt með. Efri myndin var unnin hratt bara með pensli. Ég er eigilega ánægðari með hana, sértaklega "dry brush" strokuna vinstra megin. Himininn er líka bara helvíti vel heppnaður. Hin er svo sem ekki alveg ónýt heldur en himininn er ekki góður á henni. Ég fór að fikta í honum aftur og það skildi eftir sig of skarpar línur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði