Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2014

Skissa dagsins

Mynd
Þegar sólin glitrar á vatninu eru gámarnir alltaf eins og þeir séu nýlentir úr geymnum. Ég er að leggja drög að því að mála það.

Abstract landscape

Mynd

Blýantsskissa

Mynd
Vinur minn í BNA

Bláfjall

Mynd
Keyrði fram hjá Neslöndum í morgun. Tók mynd á gömlu filmuvélina. Síðasta myndin á filmuna. Fékk framköllun í dag og málaði eftir henni í kvöld. Mjög ánægður með útkomuna enda gaf ég mér góðan tíma. Að taka á filmuvél er gargandi snilld. Skrifa meir um það seinna

Grafít

Mynd

Drag-Drottning íslenskra fjalla

Mynd
Indian ink & vatnslitir

Einhver pæling

Mynd

Bob

Hef verið að spá í að taka upp listamannsnafnið Bob. Ég veit ekki afhverju ég ætti að þurfa listamannsnafn en ef ég geri það verður Bob ábyggilega fyrir valinu. Bob

Frá Skútustaðagígum

Mynd
Málaði þessa undir berum himni og kláraði hana svo heima. Eða missti mig á hana kannski frekar

Hrun á ýmsum vígstöðvum

100 manns lifa í einangrun uppi á fjöllum og búa í helli. Þeir þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að ná að veiða fisk í matinn. Einn daginn dettur af himnum ofan kassi fullur af netjum. Nú þarf aðeins 10 manns til að standa undir veiðunum. Hvað eiga allir hinir að gera?  Í morgun heyrði ég viðtal við mann í útvarpinu. Hann sagði að ekki gengi að greiða fólki bara laun úr opinberum sjóðum. Allir yrðu að hafa fasta vinnu og vera stoltir af henni. Í þessari staðhæfingu kristallast kannski best hugmyndafátækt samtímans. Er til eitthvað sem heitir að vera andlega geldur? Er fólk í alvörunni svo blint að halda að við höfum einhverntíman verið á réttri braut en bara aðeins farið út af sporinu? Í ljóðabókinni Allt kom það nær fjallar Þorsteinn frá Hamri m.a. um efnahagshrunið og er harðorður á köflum. Ég vitna í ritdóm Ástráðs Eysteinssonar um bókina þar sem segir m.a.: Þó beinir skáldið hafsaugunum einnig að samtíma sínum og samfélagi – og í ljóðinu „Ljósin inni“ er spurt hv...

Plein banjo

Mynd
Út um bílglugga. Málað beint á pappír án þess að teikna bara með no.4 mopp brush nema vírinn gerður heima með öðrum pensli.

Hrun

Hér að neðan er hlekkur á frétt um nýja skrýrslu. Mjög áhugavert. Flestir vilja ekki lesa svona, það er bara of óþægilegt. Betra bara að halda áfram að brenna girðingarstaurunum og éta útsæðið. Í fréttinni er vitnað í skýrsluna Human and Nature Dynamics (HANDY): Modeling Inequality and Use of Resources in the Collapse or Sustainability of Societies og er hún m.a kostuð af NASA. Economic growth is the biggest destroyer of the ecology. Those people who think you can have a growing economy and a healthy environment are wrong. If we don't reduce our numbers, nature will do it for us ... Everything is worse and we’re still doing the same things. Because ecosystems are so resilient, they don’t exact immediate punishment on the stupid. Fréttin er hér.  Þetta er svo tekið beint úr greininni: In sum, the results of our experiments, discussed in section 6, indicate that either one of the two features apparent in historical societal collapses over-exploitation of natural resources an...
Mynd
Hálfkláruð skissa sem ég gerði í morgun. Á eftir að bæta einhverju við, trjám, gróðri eða landi í hægra hornið niðri. Kannski smá skófir og mosi á hraunið. Hef allan daginn til þess að velta mér uppúr því
Fór til hnykkjara í dag til að fá nýtt tvist í þessa baráttu mína við hnémeiðsli. Leið hálf undarlega þegar ég beið í herbergi sem var einhversstaðar mitt á milli þess að vera skrifsstofa Sigmund Freud og röntgenherbergi.  Pyntingabekkur var á miðju gólfinu. Bekkurinn leit út fyrir að vera gerður til að slíta í sundur fólk með rangar skoðanir. Þetta átti bara eftir að verða undarlegra. Þar sem ég lá á hliðinni á nærbuxunum með karlmann að hrista á mér lappirnar og stinga mig með nálum, ryðst þá ekki inn í herbergið búlgaskur blakþjálfari sem vinnur við að bóna glugga? Svona getur raunveruleikinn verið miklu skrýtnari en skáldskapur. Annars líður mér vel eftir þennan tíma hjá hnykkjaranum. Margir kalla þetta ekki vísindi og það er yfirleitt lokaúrræði hjá fólki að leita til hnykkjara. Þessi sagði mér, að ef hann gæfi einhverntíman út ævisögu, ætti hún að heita Síðasta hálmstráið . Ég skal myndskreyta og gefa hana út. Annars leiðist mér mjög hvað raunvísindahrokinn ristir oft djú...
Mynd
Fór snemma á fætur í morgun og hafði smá tíma til að prufa nýjan pensil sem Guðrún færði mér frá Reykjavík. Málaði útsýnið úr vinnustofunni- once and again. Ekkert meira um það að segja svo sem. Dagur 2 í FésBókarbanni. Dásamlegt alveg. Samt skrítið að skoða fjölmiðla og fá brennandi þörf fyrir að tjá sig um fréttirnar opinberlega en geta það ekki. Það er ábyggilega mjög hollt. Það er mjög ánægjulegt að þurfa ekki að pirra sig á skoðunum annara. Ef mér líður eins eftir 20 daga finnst mér ólíklegt að ég snúi mér aftur að FB. Skrifa eflaust meira hér inn í staðinn. Kveðja, Bjarni

Facebook nei nei

Ákvað að fara ekki inn á Facebook þar til 8 júní. Einn dagur búinn og mér líður óvenjulega vel. Ég ætla að sjá til hvort þetta endi ekki með því að ég loki FB reikningnum mínum og gúgglinu líka, þ.m.t þessu bloggi (færi mig yfir í WP). Það hafa allir gott af því að spyrja sig hvað þeir eru að fá gott út úr því að vera á FB. Þegar fólk er búið að leggja hausinn í bleyti og komast að því að þetta sé frekar jákvætt, þá er ágætt að hugsa aðeins meira og athuga hvort það breytist.

óReiða

Mynd
Dundaði mér aðeins í kvöld. Tvær frjálslegar myndir sem ég vann svona bara eitthvað út í loftið. Ég er ekki alveg að kaupa litina á bakgrunninum í berjamyndinni.

Meira frjálslegt

Mynd
Fékk nýjan pensil í dag sem ég þurfti að prófa. Málaði án þess að teikna og gerði það hratt. Lítur sæmilega út í fjarska. Var ekki með fyrirmynd

Einfaldleiki

Mynd
Ég er búinn að vera að berjast við sama málverkið í 2 vikur, eða lengur. Það er landslagsmynd. Málaði mynd eftir mynd eftir mynd en ekkert gekk. Ég er búinn að gera sömu mistökin aftur og aftur og aftur. Í gærkvöldi tókst mér að klára eintak sem ég er nokkuð ánægður með. Það gerði ég með því að einfalda bakgrunnin mjög mikið. Fáar pensilstrokur og fara ekki oft yfir sömu svæðin aftur. Mér líður eins og ég hafi verið að skila lokaritgerð Það er list að mála fallegar myndir sem eru einfaldar. Túlka formin á einfaldan hátt og láta áhorfandann um að giska í eyðurnar. Eitt strik í fjarska getur táknað fjallgarð ef það er í réttum lit. Maður þarf að læra muninn á heitum og köldum litum og nota þá rétt. Raða rétt saman, gera hreinar línur og láta dökkt  mæta ljósu. Þegar lögmálin (sem ég kann ekki alveg) hafa verið numin, felst listin bara í því að einfalda og raða upp. Þetta er ekki ólíkt stærðfræði að öllu leiti. Ég er hugfangin af abstract landslagsmálverkum þessa dagana. Það litur...

Bláber án rjóma

Mynd
Ég er búinn að vera að berjast við sama mótífið í meira en viku og var að verða geðveikur á því. Þar var um að ræða ákveðinn fjörð og dal sem málast afskaplega illa. Breytti því útaf vananum og málaði bláber í gærkvöldi. Það tókst bærilega þó enginn sé rjóminn. Aldrei að vita nema maður leggi í fleiri bláberjamyndir við tækifæri. Kveðja, Bjarni

Heima

Mynd
Ætti kannski bara að halda mig við barnalitina

Frá Patreksfirði

Mynd
Gísli Árni landar

Dauði og útför van Gogh

Mynd
Sáðmaðurinn, 1888 Ég kláraði bókina Líf og list van Gogh  eftir Robert Wallace (1979) um daginn. Las hana í skömmtum þegar við vorum í heimsókn hjá tengdaforeldrunum. Það hafa eflaust verið skrifaðar betri bækur um þennan mikla meistara, en hún hafði samt nokkuð mikil áhrif á mig. Sérstaklega kaflarnir frá "Arles tímanum". Maður einhvernveginn skynjar hitann og andrúmsloftið í gegnum textann og myndirnar. Togstreita brjálæðis og snilldar. Þegar ég var ungur og vitlaus sat ég einu sinni fyrir utan "Gula húsið" í Arles og drakk bjór. Í þessu húsi bjó van Gogh á tímabili. Ekki nóg með það, heldur bjó Gauguin hjá honum um stundarsakir líka. Mér fannst þetta ekkert sérstaklega merkilegt þá. Ég ætla að birta smá brot úr bókinni þar sem fjallað er um útför hans. Þá var hann komin til Auvers, norðan við París. Það gerði hann m.a. til að vera nær Theó, bróður sínum, sem studdi hann alla tíð. Théo dó úr sorg stuttu eftir dauða van Gogh. Þetta verður ekki mikið myndræ...

Wet road

Mynd
4. tilraun. Gengur hægt. Lærði samt mikið á þessari. Allt er þegar fimmt er eins og maðurinn sagði kannski ekki