Gene vinur minn frá San Fransisco Fimmtudagurinn 9.06.2011. Vaknaði kl. 07:00 á Huldubraut í vafasömu veðri. Stefnan tekin á Eyjar með Könunum og Jóhannesi og Ingibjörgu, fólk á níræðisaldri sem lætur sig ekki muna um að djamma á kvöldin og spila golf á daginn. Alvöru fólk! Keyrðum í Landeyjarhöfn, fínt í sjóinn og allir grimmir. Veðrið datt niður þegar við vorum í golfinu, logn, öskumistur og ágætlega hlýtt. Þetta var ótrúleg upplifun, líka fyrir okkur Íslendinga. Spila golf í gíg með lunda á öxlinni, sick. Héldum síðan í land og átum 4 réttað á Hörpunni. Harpan er cool, maturinn frábær og mér er andskotans sama hvað kostar að þrífa rúðurnar á kofanum. Bjarni Jónasson að leggja upp hnitmiðað pitch með fleygjárninu sem sennilega endaði við pinnann.