Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2010

I'll spend the money on drugs instead

Upp er komin tækjastika á vafrann minn sem segir að ég geti deilt skemmtilegum hlutum með vinum mínum. Þegar ég er inni á einhverri síðu get ég ýtt á takkann og fer þá sjálfkrafa inn í bloggglugga og verði ljós. Ég er semsagt bara að prófa þetta. Síðan sem ég er að hlekkja við bloggið er alveg ótrúlega fyndin en maður þarf þó að hafa smá tíma til að lesa þetta. Ég vil samt hvetja alla til að þræla sér í gegnum söguna með köngulónna og bankakonuna. I'll spend the money on drugs instead

Saga

Í veikindum mínum var ég að fara í gegnum gömul gögn og sortera svo ég geti farið að strauja tölvuna mína. Þá rakst ég á sögu sem ég hafði skrifað 21.10.2008. Ætli sé því ekki hægt að segja að hún sé frá upphafi þessarar svokölluðu kreppu. Ekki man ég nú hvert ég var að fara með þessu eða hvernig þetta átti að enda. En svona hljóðar sagan: Jæja gullin mín, nú sverfur aldeilis til káls. Í nótt dreymdi mig að ég og Pétur Blöndal vorum að síga eftir bláberjum í þverhníptum hömrum. Staðurinn var eyðifjörður einhversstaðar á Ströndum. Þar bjuggum við samyrkjubúi, óháðir gengisvísitölum og ómeðvitaðir um óraunverleikann. Við bjuggum þarna tveir ásamt þrífættum hundi, höltum hrút og vinnukonu sem þjáðist af hamborger- heilkennum en gat samt sinnt helstu skyldum vinnukonu, hún barði hey, strokkaði smér og veitti okkur Pétri andlega og holdlega næringu. Af henni stafaði hlýja og væntumþykja hinnar feitu og fáfróðu íslensku kvenkindar. Daglega gengum við saman í mesta bróðerni til helstu verka....

Suðurnes og fleira

Við fjölskyldan skelltum okkur suður um síðustu helgi og vorum til húsa í íbúð á gamla kanavellinum. Höfðum það fínt, fullorðna fólkið tæmdi veskin og allir fengu nóg að éta, KFC, Domino´s, Metro og líkamarnir því nærðir fyrir næstu mánuði. Einnig náði ég mér í skemmtilegan kvefskít þarna í sollinum og ligg núna heima. Því læt ég þetta gott heita í bili en á orðið mikið af myndum til að setja inn þegar betur liggur á mér. Áfram Ísland, Bjarni

Skagfirskt uppgjör í sveifluheiminum

„Ég er að fara að leggja fram kæru vegna manndrápstilraunar,“ sagði sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýrsson við DV.is. Söngvarinn Eyjólfur Kristjánsson reyndi að stinga Geirmund í húsakynnum Kaupfélags Skagfirðinga í dag. Þeir áttu að gera upp mál sín í útvarpsþættinum Skagfirsk sveifla á útvarpsstöðinni FM-Brokk í dag. Eyjólfur hafi mætt með rafbyssu, hníf, dobermanhund og hárgræðikrem í viðtalið og réðst á Geirmund sem náði að verjast með skúringarmoppu. Geirmundur sagðist ekkert vilja tjá sig annars um málið við fjölmiðla. Eyjólfur mætti á undan Geirmundi og beið í anddyri Kaupfélagsins. Þar eru venjulega margir starfsmenn en þessa dagana er verið að gera upp gólfið og voru því aðeins iðnaðarmenn í húsinu. Þegar Geirmundur mætti svo á svæðið „sprakk allt í loft upp“ eins og Þórólfur kaupfélagsstjóri orðaði það við DV. Handlögmál þeirra stóðu yfir mjög stutt samkvæmt heimildum DV og dró Eyjólfur þá upp hníf sem að Geirmundur varðist með skúringamoppu. Það var síðan Þórólfur sem sá til...

Furðufiskur

Mynd
Línubáturinn Hildur á Skagaströnd fékk fisk af tegundinni stóri bramafiskur á snúruna hjá sér í vikunni. Að sjálfsögðu var ég kallaður til og fann út eftir miklar vangaveltur að um fisk væri að ræða. Það ruglaði mig reyndar pínulítið að hann væri ekki með sósu og kartöflum. Fiskar af þessari tegund veiddust fyrst svo ég viti við Vestmanneyjar 1953 og finnast sem "flækingar" við suðurströndina. Við vitum ekki til þess að þeir hafi veiðst hérna norðanlands en við munum reyna að komast að því. Algengastur er þessi fiskur við suðvestur Afríku og inn á Miðjarðarhaf og er algengur matfiskur á Spáni og í Portúgal. Til gamans má að lokum geta að á latnesku heitir þessi skepna Brama brama sem mér finnst allt að því ljóðrænt Kveðja, Bjarni

Fiskibollur

Við Guðrún tókum okkur til í gær og steiktum óvart ca. 100 fiskibollur. Ástæðan fyrir því að ég segi óvart er vegna þess að þegar ég tók úr frysti á sunnudaginn lagði ég poka með 3,3 kg. af nýjum þorskflökum, veiddum af sjálfum mér að sjálfsögðu, á gólfið og þau þiðnuðu. Því þurftum við að redda þessu og lausnin var fiskibollur. Uppskriftina tókum við úr gamalli kennslubók í því hvernig eigi að vera alvöru kona. Hér á eftir fylgir einföld uppskrift. 400-500 gr ýsa, þorskur eða ufsi (helst ferskt) 2 tsk salt 2,5 mtsk hveiti 1,5 mtsk kartöflumjöl 2,5-3 dsl mjólk 1-2 laukar (2 er of mikið fyrir minn smekk) 1/8 tsk hvítur pipar 1 egg (má sleppa) 125 - 150 gr smjörlíki ef á að steikja. Mér finnst það reyndar líka vel í lagt. Nú jæja allavega. Þurrefni hrært vel saman og eggjum og mjólk blandað rólega saman þar til verður að soppu. Hrært samanvið fiskinn og laukinn. Við söxuðum laukinn bara og bættum í en kannski má hakka hann með fiskinum? Veit ekki hvort er betra. Best að láta þetta jafna ...

Með hár á eyranu

Ég er í sjokki. Fór á klósettið nú í hádeginu og sá þá hár sem ég áleit í fyrstu að væri af Guðrúnu og lægi laust á eyranu á mér. Ég reyndi að taka það af en viti menn, það var rótfast. Hárið er að ég held ca. 1,4 cm á lengd en ég hef ekki nægilega góða myndavél til að taka mynd af því og sýna ykkur. Það eina jákvæða við þetta er að það er mjög ljóst og frekar fíngert. Þetta er búið spil, ellin er að hellast yfir mig. Ég skil ekkert í konunni að hafa ekki tekið eftir þessu. Einnig gengur orðið hægar að skafa af sér belginn eftir jólaátið og ég fer sífellt fyrr að sofa. Jæja ég verða að fara að vinna. Kveðja, Bjarni

Mynd

Mynd
Ég var búinn að skrifa pistil í morgun þar sem ég tilkynnti lokun bloggsins. Í staðinn fyrir að birta hann ákvað ég að blogga bara af enn meiri krafti og það um ekki neitt. Hér kemur t.d annsi hreint skemmtileg mynd sem ég held að sé tekin á Þverárfjalli. Þetta lítur allavega út fyrir að vera skafirks samkoma..... og önnur sem er af elsku Davíð mínum. Ég átti bara aðeins við litina í henni til að laga hana til. Kveðja, Bjarni

Bókmenntagagnrýni

Þetta er sagt um Davinci lykilinn sem er ein af 10 ofmetnustu bókum sögunnar samkvæmt einhverjum lista: This is a book loved by the masses, and isn’t thought of well at all by literature majors or professors. A lot of basic facts are wrong, the writing is poor and amateurish, the narrator mixes with the main character’s point of view, and there’s a lot of thinly veiled social opinions pushed forward as facts. Why is this novel not the most overrated of all time? Because a lot of readers already recognize this for what it is: a story with enough controversial elements and a good marketing gig to hit the best seller list, but a work that was not very well written at all, and a story with a ton of holes in it. Ég komst ekki einu sinni svo langt inn í þessa bók að ég hefði getað skrifað svona fína gagnrýni. Þvílíkt rusl sem þessi bók er. Kveðja, Bjarni

Sykur og uxateningur

Þetta var nú alveg frábært. Var búinn að skrifa hér heillangt blogg um hvað ég ætti bágt og hvað allt væri erfitt en svo eyddist það út þegar ég ætlaði að setja það inn á síðuna?? Kannki er komin einhver væluvörn á þessar bloggsíður sem koma í veg fyrir að menn eins og ég fái að grenja á netinu? Í þessu væli sem ég skrifaði áðan voru meðal annars þau skilaboð að ég hefði ekkert að segja. Það er alveg satt. Kveðja, Bjarni