Stuttar fréttir úr héraði
Hér hafa veður verið válind og tekið sinn toll af búpeningi og geðheilsu þorpsbúa. Fjórar lambfullar ær frá nágrönnunum okkar grófust í fönn við kaupfélagshúsið og fundust ekki fyrr en menn mættu til vinnu nú í morgun. Hestur varð úti á Bæjarhálsi með knapa og dráttavél sem ekið var í óðagoti á eftir snjóbíl við kirkjuna hafnaði á hestvagni fullum af skólabörnum sem verið var að bjarga úr fermingarfræðslu og hurfu þau út í kófið sem óð væru. Ungir framsóknarmenn hafa lagt fram tillögu um að söfnun verði hafin á girðingarstaurum og útsæði fyrir þá verst stöddu hér í plássinu (ég og Guðrún föllum í þann hóp). Þá er bara að falla ekki í sömu gryfju og Reyðfirðingar gerðu á stríðsárunum þegar þeir brenndu öllum staurunum og átu útsæðið sem þeir fengu frá hernum. Hefði samt verið verra ef þeir hefðu snúið þessu við. Þar sem Guðrún er ónothæf við prjónaskap er ég að virkja strákana í að puttaprjóna trefla og hef sjálfur hafist handa við að prjóna snjóbuxur. Annars er lítið annað að gera en a...