Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2008

Hogan

Ég set inn þetta myndband sérstaklega fyrir vini mína sem spila ekki golf. Þetta er hin fullkomna golfsveifla, fullmótuð og tignarleg hjá meistara Ben Hogan um 1960. Sjáið bara manninn, hreyfingarnar, fötin og talsmátann, þetta er sannur herramaður en samt grjótharður töffari. Þetta er ekki bara íþrótt heldur einnig list (veit ekki hvort það eykur áhuga Dóra á golfi). Ég hef trú á því að þegar maður næði svona sveiflu myndi maður færast nær almættinu. Ef ég gæti sveiflað kylfunni svona þá væri mér andskotanns sama hvert boltinn færi. Farið nú að kaupa golfsett og herma eftir meistar Hogan og hittið mig á golfvellinum.

Verðbólgan farin að bíta

Eftir þetta áfall með verkstæðið ákvað ég að nú væri kominn tími til að láta ekki tuska sig svona til alltaf hreint (þetta var vægt orðað). Án þess að vera með leiðindi náði ég að lækka þennan reikning um 25%. Ég átti gott spjall bakvið tjöldin við einhvern yfirmann sem var með penna og símamóttakara í eyranu. Þetta var á sálfræðilegum nótum með bílatekknísku ívafi þar sem sveitapilturinn var leiddur í allan sannleika um undur bílvéla nútímanns. Sættir náðust með handabandi. Gekk frá samkomulagi um nýja íbúð og var í skýjunum. Hún er með upphituðum bílakjallara og gömlu fólki. Verðið sanngjarnt og stutt í vinnuna. Náði samningum við Matís ohf. sem ég er sáttur við. Fór á Subway til að halda upp á daginn. Verðbólgan hefur hækkað skammtinn minn úr 800 kr. upp í 900kr. á einni viku - bömmer. Fór og kíkti á Gunna spila fótbolta í bikarmóti í Boganum. Hann hljóp inná og ég keyrði hann upp á spítala með öxlina úr lið nokkrum mínútum síðar- bömmer. Þegar allt er tekið saman þá er ég eins og ...

Viðgerðir

Hringdi á Höldur bílaverkstæði á mánudag og bað um tíma fyrir bílinn minn. Beiðni mín var að: 1.Smyrja hann 2.Losna við vélarljósið sem er búið að loga síðan þeir voru með hann síðast 3.Ég velti upp þeirri spurningu hvort það væri kominn tími á kertaskiptingu og hvort það gæti tengst vélarljósinu. 4.Bað þá að athuga með afhverju inniljósin eru ekki í lagi. 5.Bað þá í leiðinni að skipta um peru í framljósi. Þegar ég kom nokkrum klukkutímum síðar höfðu þeir skipt um kerti, smurt bílinn og ekki komist að því hvað var að inniljósunum. En þeir voru rosalega góðir við mig og þrifu upp einhverjar leiðslur og raka sem hefði orðið vandamál seinna. Eitthvað "hefði" getað bilað í framtíðinni. Fyrir þetta rukkuðu þeir aðeins 43.000 kr. og ég er alveg í skýjunum yfir hvað þetta er ódýrt og í dag finnst mér ég eiginlega knúinn til að fara og færa þeim blóm og eitthvað. Fyrst þarf ég að velta því fyrir mér hvar ég get grafið upp slíkar fjárhæðir. Þegar ég svo startaði bílnum kom melding í m...

Spaghetti vs. Tapas

Ég hef mikið spáð í hvernig sé best að lýsa þeirri voðalegu lífsreynslu sem leikur Spánverja og Ítala í 8 liða úrslitum á EM var. Ef ég mætti velja hvort ég vildi eyða tíma í að horfa á þennan leik aftur eða lenda í sjálfheldu í Esjunni, í slyddu, nestislaus og með rasssæri á aðfangadagskvöld, þá þyrfti ég að hugsa mig lengi um. Þessi leikur var móðgun við Evrópubúa og bæði lið áttu skilið að detta út, sérstaklega súkkulaði- mafíósarnir (ég verð að steríósera þetta). Ég náði nú að hanga yfir þessu djöfull lengi en var farinn að fylgjast með best of Jón Ársæll þar til stöð 2 var rugluð. Þá gerði ég lokatilraun en henni fylgdi töluverð angist og sársauki. Þetta endaði svo með því að ég eyddi restinni af kvöldinu í að spila golf í kvöldsólinni. Maður verður jú að nota þessa blessuðu sumarbirtu á meðan hennar nýtur við.

Gleðilega Þjóðhátíð

Mynd
Ég get ekki talist mjög minnugur maður. Ekki svo að skilja að ég sé neitt verri með þetta heldur en flestir félagar mínir og vinir en mér finnst ég samt ekki muna neitt. Ef ég reyni að muna hvaða ár ég gerði hitt eða þetta þá þarf ég helst að grafa upp launaseðla, gamla reikninga eða byrja frá 3 ára aldri og telja mig í gegnum árin eitt af öðru. Ef ég svo á að muna hvernig ég nota gasfastajöfnuna úr fyrsta efnafræðiáfanganum hjá Sigþóri, reikna mólstyrk eða reikna út Júllara krafta til að draga hluti með ákveðnum núningsstuðli upp 18° halla finnst mér ágætt að fara heim og leggja mig. Svo eru aðrir hlutir sem sitja fast í minninu. Ég man nákvæmlega þegar ég skaut fyrsta sílamáfinn minn þegar ég var 14 eða 15 (þarna sjáið þið, ártöl). Hann sveif yfir Skefilshólunum í suðaustan strekkingi og fékk höglin í vinstri vængin, eitthvað fór líka í búkinn og hann datt steindauður niður í fjöru. Hann féll í þriðja skoti með 3" Remington Nitro Magnum og haglastærð nr. 4. Frikki Steingríms key...

Vinnan göfgar manninn

Ég fór að velta því fyrir mér í morgun hvað væri langt síðan ég stundaði vinnu síðast. Ætli ég hafi ekki síðast fengið greitt fyrir að mæta daglega í sundlaugina heima í sveit fyrir einum 4 árum, rukka fólk og standa svo perralegur í hurðinni á góðviðrisdögum, éta ís og góna á stelpur. Sennilega er styttra síðan ég tók að mér vinnu við Hólaskóla. Vinnan átti að vera fólgin í því að stunda rannsóknir á lúðum en þegar ég mætti á staðinn voru hvorki ker né lagnir, þ.e lúðurnar voru án húsnæðis. Það sumar var ég vísindamaður dulbúinn sem verkamaður, stundaði plastsuðu á rörum og múrvinnu. Á kvöldin vann ég svo sem aðstoðarkokkur á Hólabyrgðunni og það var því nóg að gera það sumarið. Ég veit ekki hvað á að kalla árin í dælustöðinni? Sama hvort það var vinna eða ekki þá vildi ég ekki hafa misst af þeirri endemis vitleysu. Nú er ég mættur í nýju vinnuna og sit hér og blogga og undirbý mig undir að fá frídag á morgun. Aðrar vinnur sem ég hef stundað hafa yfirleitt ekki boðið upp á þann munað ...

Himnaríki eða helvíti

Þegar ég kom keyrandi heim í Brekku frá Akureyri seinnipartinn í dag var veður með besta móti. Brennandi vorsólin skeit, eins og Meistari Megas orðaði það svo fallega og sunnanvindar voru í hæfilegum hlutföllum við sjálfa sig. Í grasinu blundaði samt illska og beið færis. Það tók fljótlega að lygna og ástandið færðist úr því að vera eins og í nýrómantísku sveitasælukvæði yfir í fullkomna óreiðu. Sauðfé sem hafði bitið og skitið í sátt við guð og menn í túnfætinum óð nú um organdi í fullkomnu stefnuleysi. Lamblausar skepnur með blóðrisa júgur og bólgna augnkróka tróðu sér ofan í allar holur, undir bíla og kerrur eða forðuðu sér til húsa. Ég vil óska öndum og fiskum til hamingju með daginn en ætla að halda mig innivið næstu daga ef það verður logn. Ég þoli mýið vel en nú er vargurinn mættur í slíku magni að engin hér hefur komist í snertingu við annað eins kjaftæði. Hann er ekki bara þykkur, hann er grimmur og hann bítur líka innandyra sem er leiðinleg tilbreyting. Ég ætlaði að setja in...

Opinberun Bjarnesar

Jæja ég sá að hún Þóra vinkona mín var að spyrja hvenær þetta gengi nú allt yfir hjá mér. Svara henni bara hér og nú og öðrum sem það vilja heyra. Ég varði verkefnið mitt í gær og þetta gekk líka svona ljómandi vel allt saman. Nú er ég bara að fínpússa einhver línubil og ditta að þessu afkvæmi mínu áður en ég prenta þetta í einhverju stærra upplagi. Það er sjálfsagt fjöldinn allur af Íslendingum sem bíður spenntur eftir að fá að lesa þetta. Nú tek ég mér frí fram að útskrift (14.júní) og mæti svo hingað upp í háskóla þann 16.júní og fer að vinna. Annars er svo sem ekkert títt. Nema að mig langar til að fordæma Levis verslunina sem var að opna hér í bæ. Þar kosta gallaSTUTTbuxur 15.000kr, ef skálmarnar ná niður að skóm þá kosta þær yfirleitt um 18.000kr, skyrtur svona 12-15.000kr. og einu stuttermabolirnir sem þess virði væri að klæðast kosta 8.000kr. Ég held að þetta fyrirtæki reikni álagningu út frá breiddargráðum. Það væri gaman að vita hvað þetta góss myndi kosta í Grímsey. Kveðja, ...