Hogan
Ég set inn þetta myndband sérstaklega fyrir vini mína sem spila ekki golf. Þetta er hin fullkomna golfsveifla, fullmótuð og tignarleg hjá meistara Ben Hogan um 1960. Sjáið bara manninn, hreyfingarnar, fötin og talsmátann, þetta er sannur herramaður en samt grjótharður töffari. Þetta er ekki bara íþrótt heldur einnig list (veit ekki hvort það eykur áhuga Dóra á golfi). Ég hef trú á því að þegar maður næði svona sveiflu myndi maður færast nær almættinu. Ef ég gæti sveiflað kylfunni svona þá væri mér andskotanns sama hvert boltinn færi. Farið nú að kaupa golfsett og herma eftir meistar Hogan og hittið mig á golfvellinum.